Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 36

Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 36
BÖRN OG /v\ENN|NG Bamabókaverdíaun Fræðsluráðs Keyk.j2.vik.ur 1999 Ljósm. Einar Falur Ingólfsson Árleg barnabókaverðlaun Frœðsluráðs Reykja- víkur voru veitt í Höfða 21. apríl síðastliðinn. Að þessu sinni hlutu verðlaunin Þorvaldur s Þorsteinsson fyrir bók sína Eg heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó, sem bókaútgáfan Bjartur gaf út og Sigrún Árnadóttir fyrir þýðingu si'na á sögunni Kapalgátan eftir Jostein Gaarder sem Mál og menning gaf út. Þetta er í annað sinn sem Sigrún hlýtur verðlaunin en hún var þessa heiðurs aðnjótandi 1991 fyrir þýðingar sínar á bókunum um Einar Áskel eftir Gunnillu Bergström. Tilgangur verðlaunanna er að örva metnaðarfullar ritsmíðar og þýðingar fyrir börn og að vekja athygli á því sem vel er gert á þessum mikilvœga vettvangi íslenskrar bókaútgáfu. Sigrún Elsa Smáradóttir talaði fyrir hönd dómnefndar en auk hennar sitja í nefndinni Guðrún Pétursdóttir og Kristrún Ólafsdóttir. Auk þess sem Sigrún Elsa gerði grein fyrir vali nefndarinnar og afhenti verðlaunin skýrði hún frá tveimur málum sem dóm- nefndin hefði gert að umtalsefni meðfram dómstörfum. í fyrsta lagi voru vangaveltur um það hvort ekki væri ástœða til að beina athygli aðfleiri barna- og unglingabókum en eingöngu þeim sem hljóta verðlaunin með því að skýra frá tilnefningum til þessara verðlauna í desember rétt eins og gert er með Ljósm. RAX 34

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.