Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 23

Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 23
BÖRN OC /AENN|N6 ✓ I vetur hefur ýmislegt áhugavert verið á fjölum leikhúsanna fyrir börn. Þar á meðal er glœsileg uppfærsla á sögu Astrid Lindgren, Bróðir minn Ljónshjarta í leikstjórn Viðars Eggertssonar. Viðar þarfvart að kynnafyrir lesendum blaðsins. Ljósm. Bára Hann er meðal okkar fremstu leikhúsmanna og hefur komið að mörgum eftirminnilegum sýningum sem leikari, leikstjóri og leikhússtjóri. Viðar stofnaði EGG-leikhúsið árið 1981 og muna eflaust margir eftir verkum sem þar hafa verið sett upp, til dœmis áhrifamiklu verki Arna Ibsen Skjaldbakan kemst þangað líka og leikriti eftir Herbert Acternbach sem heitir Ella. Eg hitti Viðar og við spjölluðum um sýninguna, stöðu leiklistar fyrir börn og unglinga, strákasýningar, barnaleikritastíl og margt fleira. Að fara alla leð Bróðir minn Ljónshjarta fjallar um tvo bræður, Snúð og Jónatan. Snúður er dauðvona og Jónatan hug- hreystir hann með sögum af landinu Nangíjala þar sem allt er gott. Örlögin haga því þannig að þeir hverfa þangað báðir og Snúður kemst að raun um að þar er bæði til gott og illt eins og annars staðar. Kirsu- berjadalur stendur fyrir hið góða en Þymirósadalur hið illa. Að lokum sigra þeir hið illa en Jónatan brennist lífshættulega af eldi drekans Kötlu og þeir bræður fara til enn annars lands - þar sem allt er gott... Af hverju var þessi leikgerð að Bróður mínum Ljónshjarta valin til sýningar frekar en einhver önnur? Við skoðuðum auðvitað margar leikgerðir. Yfirleitt eru þær upprunnar í Svíþjóð eða einhversstaðar í Skandínavíu. Þessi leikgerð er eftir Evu Skjold, sem er reyndur leikstjóri í Svíþjóð. Hún var ítarlegust og er auðsjáanlega unnin af manneskju sem þekkir möguleika leikhússins. Leikgerðin er mjög trú verkinu, fylgir sögunni eins vel og hægt er miðað við þær aðstæður sem leikhúsið hefur. Meginhugsunin í sögunni glatast aldrei auk þess sem uppfærslan er byggð upp á hliðstæðum og yfirfærir umhverfi Snúðs á Nangíjala. Allt sem Snúður sér út um gluggann, eða það sem hann er að hugsa um eða tala um heima hjá sér, fær nýja mynd í Nangíjala. í þeirri einföldu leikmynd sem heimili Snúðs er má til dæmis sjá hliðstæðu í mynd af riddara sem hangir á veggnum og vísar til tímans í Nangíjala, Snúður gengur við hækju sem minnir á hestinn hans síðar meir og skylmingaleikurinn í húsagarðinum vísar til orust- unnar í Þyrnirósadal. Þegar Jónatan kemur fyrst inn á sviðið fer hann með börnunum í eins konar flugleik, enda mikið um dúfur í Nangíjala. - Ef hægt væri að stoppa myndina í húsagarðinum og sjá hvað hver væri að gera, þá myndirðu til dæmis sjá að vondu strákarnir í húsagarðinum eru hermennirnir í Þymirósadal og presturinn sem jarðsyngur Jónatan er sami leikarinn og leikur Matthías í Kirsuberjadal. Ogþá er móðirin vœntanlega dúfnadrottningin? Já, auðvitað er hún aðalhetjan í Nangíjala. Þarna förum við svona bil beggja í túlkun á þessu umdeilda atriði hvað Nangíjala er. Við stillum upp hliðstæðum þessara tveggja heima, Jónatan stekkur með Snúð út úr brennandi húsi, síðar í Nangíjala stökkva þeir aftur saman eftir að Jónatan verður fyrir eldi Kötlu. Allt ævintýrið gerist þannig í hugarheimi Snúðs þar sem hann deyr á eldhúsbekknum heima hjá sér. En við getum líka ímyndað okkur hinn valkostinn, að hann fari til Nangíjala. 21

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.