Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 11

Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 11
Gleðipilla fyrir svartsýna bókaunnendur 11 best að lesa í herberginu sínu þar sem er friður. Hún á mikið af bókum enda fær hún nánast alltaf bækur í jólagjöf. Áður en hún varð læs var lesið fyrir hana heima á hverjum degi en núna er bara lesið upphátt fyrir hana í nestistímanum í skólanum. Hún les stundum upphátt fyrir yngra systkini sitt. Ingibjörg er með kort á Sólheimabókasafni og þangað fer hún til að ná sér í bækur ef þær eru í útláni á skólasafninu. Hún velur bækur með því að lesa aftan á kápurnar. Henni finnst ekki nauðsynlegt að það séu myndir í bókum en ágætt að hafa nokkrar. Ingibjörg klárar yfirleitt þær bækur sem hún byrjar á en það kemur fyrir að hún gefst upp ef of mikið er af þungum orðum eða erfitt að lesa letrið. Hún gafst til dæmis upp á Stelpur í stressi af þessum sökum. Ingibjörgu finnst gaman að semja sjálf sögur en það gerir hún stundum í skólanum. Skemmtilegast finnst henni að skálda bullsögur. Margt annað í boði Þessir krakkar myndu sóma sér vel í nýju spurningakeppnínni hennar Kristínar Helgu. Þau voru ófeimin og komust vel að orði og ekki annað hægt en fyllast bjartsýni yfir ungu kynslóðinni. Bókasafnið sjálft jók lika á vellíðanina. Það er mjög rúmgott og ekki lágt til lofts þótt það sé undir súð. Út um allt eru skemmtilegir krókar og horn með borðum og stólum sem lokka gesti til að láta fara vel um sig með bók í hönd og það leynir sér ekki að bókakosturinn í safninu er góður. En hvað segir Þóra Sjöfn? Finnst henni miklar breytingar hafa orðið á bóklestri barna frá því að hún byrjaði að starfa á skólasafninu 1997. „Jú, því er ekki að neita. Það er heilmikil vinna að hvetja börn til lestrar, því það er svo margt annað á boðstólum en bókin. En það þarf líka að skrifa meira fyrir börnin, því þau eru í senn þakklátir og kröfuharðir lesendur," segir Þóra Sjöfn um leið og við kveðjumst. Án þess að lítið sé gert úr niðurstöðum vísindalegra og óvísinda- legra kannana á bóklestri barna í dag þá má ekki gleyma því að út um allt land er fólk sem vinnur gott starf við að laða börnin að bókum. Og það er vissulega upplífgandi að öðlast dálitla innsýn í störf þeirra. Guðlaug Richter

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.