Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 39

Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 39
úr smiðju höfundar 39 morgni með rokna góða hugmynd, kannski sá ég eitthvað daginn áður án þess að hugsa um það þá. Jæja, nú kemur inn tölvupóstur vegna skólabókanna. Á blaðsíðu 3 er mynd af stelpu: Teikna hana aðeins glaðari og ekki með hrokkið hár. Allt í lagi, breyti því. Blaðsíða 5: Teikna marsbúa og geimfar. Fínt, geri litla græna marsbúa ... Fólkið á Basta tínist inn hvert á fætur öðru. Við köstum kveðju hvert á annað: „Hei." Ræðum stuttlega verkefni dagsins og svo hverfa allir inn á skrifstofur sínar. Það er úrvals aðstaða að vera sjálfstæður og deila vinnustað með öðrum. Ég skil milli vinnu og heimilis, hef engan yfirmann sem lítur á klukkuna þegar ég drattast inn eftir 9 á morgnana og hef félagsskap af hressu og skapandi fólki. Þegar maður vinnur einn heima vantar stundum einhvern til að spyrja: „Hvað finnst þér? Finnst þér þessi teikning betri en hin?" Ég hef lesið, teiknað og skrifað frá því ég man eftír mér. Það er ef til vill ekki svo skrýtið að nú sé helsta starf mitt að vinna við bækur, myndskreyta þær, hanna kápur eða skrifa. Mér hefur alltaf þótt vænt um bækur og á heilan haug af þeim. Það sem er skrifað fyrir börn er býsna mikilvægt. Mér er minnisstætt þegar ég greip bók á bókamarkaðinum án þess að kíkja í hana. Ég sá bara að hún var um að bora í nefið. „Frábærtl", hugsaði ég með mér, þarna lærir strákurinn minn að það má ekki bora í nefið! Um kvöldið lásum við hana saman, en, viti menn. Bókin endaði á því að allir boruðu í nefið; amman, afinn, mamman og pabbinn og það var hið besta mál! Ég lofaði sjálfri mér því að kaupa aldrei barnabók án þess að skoða innihaldið. í bókunum sem ég skrifa reyni ég að gefa eitthvað af sjálfri mér. Einhver jákvæð skilaboð eða eítthvað fyndið til að fá börnin til að hlæja. Það er mikilvægt að bókin skilji eitthvað eftir sig. Bókastund foreldra og barna er mikilvægur tfmi. Oft er það besta og notalegasta stund dagsins, rétt fyrir svefninn. Eftir að hafa unnið að hinum fjölbreyttustu verkefnum er kominn tími til að vista alla tölvuvinnu á aukadiski sem ég tek með heim. Við erum öll dauðhrædd við innbrot, ekki bara að missa allan tölvubúnað heldur líka hálfkláruð verkefni. Svo kalla ég: „Ha de bra" og skelli hurðinni á Basta í lás. Björk er rithöfundur og myndskreytir.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.