Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 42

Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 42
Börn og menning Norrænn fundur í Reykjavík Dagana 10. og 11. mars sl. var haldinn fundur norrænu IBBY-félaganna f Gunnarshúsi. Auk okkar íslensku stjórnarkvennanna komu tveir fulltrúar frá Danmörku, tveir frá Svíþjóð, þrír frá Finnlandi og sex frá Noregi. Fyrri daginn sem var föstudagur var fundað frá kl. 19 til 22 og boðið upp á íslenska kjötsúpu og bjór milli dagskrárliða. Flvert félag sagði frá helstu viðburðum í starfsemi síðastliðins árs og einnig var sagt frá fimm athyglisverðum barnabókum sem komu út á árinu í hverju landi fyrir sig. Mesta athygli vakti frásögn norskra IBBY-félaga um að haldnir hefðu verið reglulegir fyrirlestar um barnabókmenntir á þeirra vegum sem höfðu verið vel sóttir. Á laugardeginum hófst fundur kl. 10 og reið Vagn Plenge, danski fulltrúinn í stjórn alþjóðlegu IBBY-samtakanna, á vaðið og greindi frá því sem hann taldi markverðast á vettvangi alþjóðastarfsins. Setu Vagns í alþjóðastjórnininni lýkur nú í haust en Finninn Niklas Bengtsson býður sig þá fram og venjan hefur verið sú að Norðurlöndin bjóði aðeins fram einn fulltrúa og sameinast um að kjósa hann. Hefur það dugað til að Norðurlöndin eigi rödd í stjórninni og geti komið málum sínum á framfæri í gegnum þennan fulltrúa. Vagn og félagi hans Jan Töth sögðu líka frá undirbúningi heimsþings IBBY sem verður í Kaupmannahöfn 2008. Rætt hefurverið um að norrænu félögin komi með einhverjum hætti að skipulagningu þingsins en óljóst er hvernig því verður háttað enn sem komið er. Þegar Vagn hafði lokið máli sínu urðu nokkuð heitar umræður um Nordisk blad sem norrænu félögin gefa út í sameiningu og skiptast á um að ritstýra ög standa straum af kostnaðinum. Ljóst er að útgáfa blaðsins er nokkuð þungur fjárhagslegur baggi á félögunum og var rætt um leiðir til að fá fjárhagslegan stuðning til útgáfunnar. Einnig var stungið upp á því að blaðið yrði gefið út á rafrænu formi eingöngu en það hlaut dræmar undirtektir. Að lokum var ákveðið að skipa vinnuhóp með einum félaga frá hverju landi sem falið var að sækja um styrki til útgáfunnar. Eftir hádegisverð í boði okkar íslensku stjórnarkvennanna var séríslensk dagskrá sem stóð til klukkan 16. Guðrún Hannesdóttir sagði frá útgáfu bókar sem byggist á norrænni goðafræði og gefin verður út í vor hjá Eddu útgáfu í samstarfi við IBBY á íslandi. Nánar er sagt frá bókinni annars staðar hér í blaðinu. Svanhildur Eiríksdóttir, deildarstjóri barna- og unglingastarfs í bókasafni Reykjanesbæjar, sagði frá lestrarhvetjandi verkefni sem staðið hefur yfir í bæjarfélaginu frá 2004 og lýkur í apríl á þessu ári. Margt fróðlegt kom fram í máli Svanhildar en nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á www.reykjanesbaer. is/bokasafn. Hulda Karen Daníelsdóttir, kennsluráðgjafi í nýbúafræðslu hjá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, sagði frá grasrótarverkefnum á sviði nýbúafræðslu hérá landi. Hún byrjaði á því að veita innsýn í stöðu nýbúamála með ýmsum tölulegum upplýsingum sem voru um margt forvitnilegar. Hún sagði síðan frá verkefninu Bækur og móðurmál sem komið var á fót í því skyni að veita börnum frá öðrum löndum aðgang að bókum á móðurmálum sínum. Einnig sýndi hún myndir frá atriði sem verið hafði á Vetrarhátíð í Reykjavík og hét „Börnin okkar og tungumálin þeirra: hlustum og horfum". Þar lásu börn upp örstutt ævintýri á mjög framandi tungumálum en þau voru lesin á íslensku um leið og jafnframt var varpað upp á vegg myndum úr bókum sem sýndu textann og myndskreytingar. Gaf þar að líta letur af ýmsu tagi og gullfallegar myndir. Loks sagði Hulda Karen frá Fjölmenningarvefnum, www.breidholtsskoli.is/fjolmenning, og eru lesendur hvattir til að kynna sér það góða starf sem þar hefur verið unnið. Með þessari dagskrá lauk norræna fundinum í ár og þökkuðu gestir fyrir góðar móttökur. Guðlaug Richter Gerðubergsráðstefnan Laugardaginn 18. mars síðastliðinn var haldin ráðstefna í Gerðubergi undir yfirskriftinni Heillandi heimur: Goð, börn og valkyrjur. Sölvi Sveinsson, skólameistari Verzlunar- skóla íslands, steig fyrstur í pontu og hét erindi hans „Goðafræði í endurvinnslu". Reyndar byrjaði hann á því að rifja upp ýmsar skilgreiningar á hugtökum sem tengjast goðafræðinni sem var afskaplega gagnlegt fyrir ráðstefnugesti til að komast í rétta gírinn fyrir framhaldið. Næsta erindi, „Upp sá ég koma öðru sinni", flutti Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndskreytir en þar sagði hún frá tilurð og vinnslu bókar hennar og Þórarins Eldjárns, Völuspá. Eins og gefur að skilja fjallaði

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.