Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 7

Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 7
samveru, leggur inn óendanlegt magn orða til að grípa í og smjatta á, geyma og kasta um sig, taka með sér og seilast í þegar minnst varir og mest liggur við. Hún opnar heima hugmyndafræðanna og er uppspretta nýrra hugmyndafræða. Enn hefur ekki tekist að finna upp rafrænar leiðir til að ýta bókinni út af borðinu. Hugsaðu þér hvað það er gaman þegar barn lærir ný orð og mátar þau svo við hin ýmsu tækifæri, potar þeim inn í setningar og gætir að hvort þau henti. Ef ekki, eru orðin sett í geymslu og tekin fram aftur þegar barnið telur að betur takist til. Enn hittum við fyrir málþroskaða krakka sem slá um sig með orðkynngi og skemmtilegheitum og nær undantekningarlaust er skýringin sú að hún eða hann les mikið eða lesið er mikið fyrir pottorminn." Hvað vill Kristín Helga segja að lokum? „Menn eru sammála um að varðveita tungumálið okkar, þessa sérkennilegu örtungu o'g jafnvel efla hana. Og til að skilja okkur sjálf og takast á við íslenskan veruleika dugir ekkert minna en nógu asskoti mikil íslenska í öllum föllum eintölu og fleirtölu og meira að segja viðtengingarhætti líka. Lestur er lykill að þroska manneskjunnar, smíðaverkstæði samskiptatækja, kennsla í víðsýni og eirð og þrekæfíng fyrir hið flókna heilabú." Að svo mæltu er kominn tími til að þakka fyrir sig, kveðja konu og hunda og rölta út í veðrið. Brynja Baldursdóttir

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.