Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 36

Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 36
36 Börn og menning persóna, svo er látið sem hún sé einhver voðalegur svarkur sem stjórni því sem henni sýnist, en það er þó meira í orði en á borði og í það minnsta lætur Lovísa það viðgangast að einkadótturinni sé úthýst vegna rembingsins f Matthíasi, svo hann geti þóst kari í krapi í augum annarra en sennilega mest í sínum eigin. Heimilishagir Birkis eru síðan spegilmynd af þessu ástandi, og enginn getur sagt að þetta séu heppileg uppvaxtarskilyrði. Þó furðar maður sig á því hversu heilsteyptir einstaklingar koma frá þessum „brotnu" heimilum, rétt eins og oft er í lífinu sjálfu. Fyrir börnunum á auðvitað að liggja að taka við ræningjaflokkunum að feðrum sínum gengnum og helst að ganga hvort af öðru dauðu og leysa upp flokk hins en sameina góssið í eitt stórt. Það fer á annan veg. En hvað á þá að verða um kynslóð sem ekki vill feta í fótspor feðranna og taka við fjölskyldufyrirtækjunum? Á hún nokkra undankomuleið? Jú, það reynist vera, og það er enginn annar en eldri borgarinn í hópnum og helsti bandamaður Ronju, gamlinginn Skalla-Pétur, sem leysir málið og bendir á heiðarlegan atvinnuveg fyrir þá sem eiga að erfa landið. Allt fellur því í Ijúfa löð í lokin eins og vera ber því ótækt væri að senda smáfólkið heim með þau skilaboð að heiminum yrði ekki bjargað við. Brögð og brellur Ronja ræningjadóttir, krónprinsessa og einkaerfingi bófaflokks Matthíasar, birtist íslendingum fyrir einum tólf árum í afar minnisstæðri og vandaðri uppfærslu Ásdísar Skúladóttur. Stundum er það svo að sýning má líða fyrir það að vera sú sem kemur á eftir sýningunni á undan og ég hygg að það eigi að nokkru leyti við þessa uppfærslu ef miðað er við umtal sem hún hefur sums staðar hlotið. Samt var það ekki að sjá á sýningunni sem ég sótti að fyrri sigrar ræningjadótturinnar knáu flæktust neitt fyrir leikhúsgestum, sem voru flestir auðvitað bara lítil fræ þegar þau afrek áttu sér stað. Allir virtust skemmta sér hið besta og Ronja hin nýja átti hvert bein í salnum eftir því sem best varð séð. Það hefur sennilega ekki spillt fyrir að fyrri Ronja var nú til staðar til að leiðbeina þeirri nýju; Sigrún Edda Björnsdóttir sem fór með titilhlutverkið fyrir tólf árum er að þessu sinni í leikstjórastólnum. Ekki var við öðru að búast en að hún skilaði góðu verki, enda fer það líka svo. Leikaralið sýningarinnar er samvalinn og skemmtilegur hópur. Þar fer vitaskuld fremst í flokki Arnbjörg Hlíf Valsdóttirsem hefurvakið athygli upp á síðkastið, t.d. í barnasýningum á borð við Klaufa og kóngsdætur. Er skemmst frá því að segja að Arnbjörg er alveg rétta Ronjan, frökk, fim og fyndin og skemmtileg. Slíkt hið sama má raunar segja um Friðrik Fríðriksson sem leikur Birki á sannfærandi hátt. Þá skilar Laddi nokkuð trúverðugum og brjóstumkennanlegum Matthíasi og Sóley Eliasdóttir er prýðisgóð sem skassið Lovísa svo langt sem persónan nær. Satt best að segja hafa leikarar mjög úr mismiklu efni að moða eins og gengur. Þó verður ekki hjá því komist að geta Eggerts Þorleifssonar sem er leikari sem ekki þarf mikinn efnivið til að skila minnisstæðri persónu, svo er um Skalla-Pétur hans. Þá má geta framlags barnanna sem léku

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.