Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 17

Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 17
Hin Ijúfsára þrá 17 Vinsældir bókanna hljóta að vera bundnar við það sem gerir þær svo einstakar. Ástæða þess að enn er verið að gefa þaer út á ótal tungumálum um allan heim hlýtur að vera sú að sannleikurinn sem Tove Jansson sagði lesendum sínum um þá sjálfa er enn jafn átakanlega og yndislega sannur og hann var fyrir hálfri öld síðan. Það skilja lesendur, sama hvað japönskum múmínteiknimyndum og finnskum skemmtigörðum líður og taka nærveru múmínálfanna fagnandi í hvaða formi sem er. Tuskudýr og borðbúnaður frá finnska stórveldinu littala auka bara á hamingjuna sem múmínálfarnir færa þeim sem þá þekkja. Tove Jansson var hálfgerður múmínálfur sjálf, enda sagði hún oft að persónurnar væru innblásnar af hennar nánustu vinum og ættingjum. Tikka-tú mun til að mynda vera byggð á ástkonu Tove til 45 ára, og múmínmamma og -pabbi sækja persónueinkenni sín til foreldra hennar. Róleg stemningin í múmindal mun svo minna á sumarleyfi Jansson fjölskyldunnar á Porvoo- eyjum í námunda við Helsinki. Tove Jansson lést árið 2001 í heimaborg sinni, Helsinki og var þá sá finnski rithöfundur sem hafði hlotið mesta útbreiðslu í veröldinni gjörvallri. Ekkert lát virðist vera á þeim vinsældum. Því var tekið með miklum fögnuði hér á landi þegar Mál og menning hóf endurútgáfu bókanna um múmínálfana fyrir skemmstu og er óskandi að það góða framtak muni blómstra. Ekki er ástæða til að ætla annað, múmínálfarnir eru ekki bundnir við stað eða tíma og alltaf eru þeir til sem kunna að meta skjól frá lífsins stormi í Múmíndal. Höfundur er með B.A. gráðu í bókmenntafræði. Auk bókanna um múmínálfana voru þessar tvær vefsíður hafðar til hliðsjónar: http://www.kirjasto.sd.fi/tjansson.htm http://www.scandinavica.com/culture/ famous/jansson.htm

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.