Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 9

Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 9
Gleðipilla fyrir svartsýna bókaunnendur 9 og sfðan var lesið upphátt í a.m.k. fimmtán mínútur heima á hverjum degi og í hljóði sama tíma í skólanum. Samskiptabækur fóru á milli skóla og heimila um það hvernig gengi . Á skólasafninu voru kynntir höfundar og bækur þeirra og Sigrún Eldjárn rithöfundur kom f heimsókn á miðju tfmabilinu. í lokin fengu allir viðurkenningarskjal fyrir þátttöku og einnig fengu þeir afkastamestu dálitla viðurkenningu sem og þeir sem mest höfðu bætt við lestrarhraða sinn." Góður árangur Þóra Sjöfn eröðru hverju trufluðaf nemendum sem koma til að skila bókum og sækja nýjar. Hún tekur öllum jafn Ijúflega og greinílegt er að krakkarnir kunna vel við sig á safninu. Tvær unglingsstelpur spyrja um Grannmeti og átvexti eftir Þóarin Eldjárn og Þóra Sjöfn vísar þeim á Ijóðabókahilluna. Þar setjast þær við borð og fara að fletta Ijóðabókum f ró og næði. Sumir bókakápuhönnuðirnir eru nú langt komnir með verkefnið svo Þóra Sjöfn er snarlega spurð um árangurinn af lestrarsprettinum. „Nemendur höfðu nýlokið lestrarprófi þegar spretturinn hófst og því þótti umsjónarkennurum tilvalið að prófa þau aftur í lok hans. í Ijós kom að næstum allir höfðu bætt sig. Þeir sem sýndu mestar framfarir juku atkvæðafjölda um 34 upp í 46 atkvæði, en það eru reyndar nemendur sem voru komnir vel á skrið í lestri. Dæmi: úr 185 atkvæði í 231, úr 193 í 237 atkvæði, úr 177 atkvæðum í 212 og úr 40 í 74, sem er heilmikil viðbót, næstum tvöföldun. Bekkirnir sýndu átakinu mikinn áhuga og allir voru verulega duglegir. Lestrarstundirnar voru góðar stundir og reynt verður að halda þeim. Ekki lásu allir jafn mikið, en hver eftir sinni getu, og nemendur voru stoltir af árangri sínum." Það leynir sér ekki að Þóra Sjöfn er mjög hreykin af krökkunum og á í þeim hvert bein. Langt er liðið á kennslustundina en áður

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.