Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 25

Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 25
Strákar í krísu 25 er skemmtileg og textinn bæðí fjörlegur og læsilegur. Yfir verkinu er feikilega heimilislegur blær, næstum viðvaningslegur en þó er heimur verksins heillandi. Myndirnar eru fullar af skemmtilegum smáatriðum sem gaman er að skoða, bæði fyrir börn og fullorðna. Krakkar geta auðveldlega gleymt sér við að skoða risaeðlusafnið og önnur kunnugleg leikföng og fyrir fullorðna lesendur er þetta svolítið eins og blanda af Innlit/útlit og Allt í drasli. Stærsti galli verksins er að myndirnar sem lagt er upp með í samklippið eru ekki sérstaklega góðar. Þetta eru venjulegar fjölskyldumyndir, sumar ágætar en aðrar illa lýstar og jafnvel úr fókus. En strákurinn er ferlega sætur, berfættur á gammósíunum og það bjargar heilmiklu. Þá verð ég líka að viðurkenna að hluti af sjarmanum felst í ófullkomleikanum. Við erum svo vön því að allt sé fótósjoppað í bak og fyrir að það er verulega hressandi að fá einu sinni svolítið öðruvísi bók. Vegna þess hve myndirnareru heimilislegar þarf umgjörð verksins að vera pottþétt. Því miður er því ekki að heilsa. Umbrotið er ekki fallegt, letur fremur klunnalegt og beinar línur sjaldséðar (greinarskil eru t.d. algjörlega óþörf í svona stuttri frásögn og auka á óróleikann á síðunni). Letur er víða stækkað til áhersluauka en það virkar ekki sem skyldi vegna þess að stærðarmunurinn er ekki nægilega mikill og það er gert of oft. Línubil er misstórt og engin regla á því hvort textinn sé hægri eða vinstri jafnaður. Þetta er sérlega bagalegt þar sem útgefendur lögðu upp með bók sem krakkar áttu að geta lesið sjálfir en erfitt er að lesa texta í svona leturfylleríi. Engu að síður er bókin skemmtileg og heillandi og sagan virkar í sínu skrítna samhengi. Það er auðvelt að spegla sig í Þverúlfi sem vill hafa hlutina eftir sínu höfði og bæði börn og fullorðnir ættu að kannast við sig í aðstæðum hans. Verkið minnir að mörgu leyti á raunsæjar barnabækur frá áttunda áratugnum sem gjarnan voru prýddar heimilislegum Ijósmyndum en er gætt fantasíunni sem var svotil bönnuð þá. Þverúlfs saga grimma hefði getað orðið úrvalsbók ef örlítið fagmannlegar hefði verið að henni staðið. Nokkrir klukkutímar í fótósjopp hefðu gert undur og stórmerki fyrir myndirnar og umbrotið hefði þurft að vera sérstaklega stílhreint til að vega upp á móti myndunum. Þess í stað verður hún meðalbók þótt sagan sé skemmtileg og verkið frábær frumraun höfundar sem vonandi kemur til með að gefa út fleiri myndabækur. Eins líkar og þessar þrjár bækur eru (sé litið á frásagnarliðina og byggingu sagnanna) eru efnistökin í þeim ákaflega ólík. Öll þrjú verkin fjalla um veruleika barna og hversdagslíf þeirra. Fyrr á tímum (og jafnvel enn) voru móralskar sögur fyrir börn ráðandí. Þær boðuðu að þeim hjartahreinu farnist vel en illmennin fái makleg málagjöld. Gallinn er bara sá að í okkur öllum takast á ólíkir pólar. Ekkert okkar er algott og vonandi ekki heldur alslæmt. Tilfinningarnar sem eru kjarninn í þeim verkum sem hér eru til umfjöllunar (afbrýðisemi og höfnun, hræðsla við að vera ein eða einn heima og togstreita við aðra fjölskyldumeðlimi) eru eðlilegar og öll börn upplifa þær fyrr eða síðar. Með því að bregða upp myndum af því þegar tilvera söguhetjunnar verður of flókin og sýna lausn á vandanum gagnast bækurnar lesendum sínum betur en siðbótasögur af alfullkomnum börnum en um leið eru þær skemmtilegar aflestrar, bæði fyrir börnin sem lesið er fyrir og þá sem lesa fyrir þau. Áherslan er ekki á fræðslu eða siðferðisboðskap (enda fá þau nóg af slíku annars staðar) heldur þroska einstaklingsins og áfangasigra í hvunndeginum. Það besta við þessar bækur er að við lesendur fáum að fylgjast með strákunum uppgötva hvað hentar þeim best og hvernig þeir vilja lifa lífi sínu. ( heimi þar sem gylliboðin og töfralausnirnar eru óþrjótandi er nauðsynlegt að hver og einn uppgötvi að hann er sjálfur hetjan í eigin lífi. Höfundur er bókmenntafræðingur og starfar við myndritstjórn. fer vel un Við s\ fek strák

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.