Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 26

Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 26
26 Börn og menning Ármann Jakobsson DREKAR, BLÖKUR, ANDAR OG ÓHUGNAÐUR Nokkrar nýlegar sögur um unglinga. Árið 2005 birtust á ísiensku allnokkrar skemmtilegar og innihaldsríkar bækur um hálfstálpaða táninga sem kalla mætti fantasíur þó að ekki séu þær endilega líkar innbyrðis - ein gerist til að mynda klárlega í okkar heimi en hinarþrjár í eins konar hliðarheimi. Þó að þessar bækur séu ætlaðar lesendum á svipuðum aldri og söguhetjurnar (12-16 ára) eru þær líka forvitnilegar fyrir eldri lesendur sem geta fellt sig við fantasíuformið. Annað samkenni þessara bóka er að þær eru ýmist þegar komnar á skjáinn eða hvíta tjaldið eða á leiðinni - æsispennandi söguflétturnar kalla vitaskuld á slíka meðferð en þær eru ef til vill einnig mótaðar af væntingum höfundanna um kvikmyndagerð. Um sumar sagnanna má auk þess sækja talsverðan viðbótarfróðleik á netið. Hér verður einkum beint sjónum að fjórum bókum: Eragon, Silfurvæng, Ávítaratákninu og Börnum lampans. Allar eru bækurnar eftir tiltölulega unga höfunda en einn þeirra sker sig úr þar sem hann er aðeins rúmlega tvítugur. Þrjár þessara bóka eru þær fyrstu í ritröð en ein önnur í röðinni af fjórum. Allt eru þetta fremur innihaldsríkar spennusögur, i öllum er glímt við áhrifamikla eldri texta og um leið tekist á við viðteknar hugmyndir um annarleikann sem er ef til vill mál málanna I bókmenntum og samfélagsumræðu nútímans. Unglingurinn og sjálfsvitund hans Allar sögurnar sem hér um ræðir eru þroskasögur. Söguhetjunni ersnögglega kippt inn í nýja vídd tilverunnar, hún uppgötvar glænýjan heim sem henni var áður hulinn og þarf um leið að endurmeta eigin tilvist. Beint liggur við að lesa úr þessu myndhvörf um unglingsárin, hvort sem höfundarnir vita af því eða eru hreinlega mótaðir af þroskasögunni sem er órjúfanlegur þáttur af öllum einföldum sögum, hvort sem þær eru ævintýri, goðsögur eða rómönsur. Á unglingsárunum horfist einstaklingurinn skyndilega í augu við heim sem er víðfeðmari, ógurlegri og stærri en hann hafði áður grunað. Um leið finnur hann í sjálfum sér möguleika sem honum höfðu áður verið huldir. Um það fjalla þessar sögur allar. Sú saga sem næst kemst því að vera hreinræktuð spennusaga er Börn lampans - Iknathon ráðgátan (Children of the Lamp, The Akhenaten Adventure, 2004) eftir P.B. Kerr (f. 1956) en í þýðingu Péturs Más Ólafssonar. Höfundurinn er reyndur spennasagnahöfundur og skrifar þá undir nafninu Patrick Kerr. Velta má fyrir sér hvort notkun upphafsstafanna í barnabókum hans sé ætlað að skapa hugrenningatengsl við J.K. Rowling. Hvað sem því Ifður er þessi bók líkari bókunum hennar Rowling um Harry Potter en aðrar bækur sem hér verða ræddar. í Börnum lampans eru tvíburarnir John og Filippía í aðalhlutverki. Þau eru eineggja en þó ekkert lík í útliti og brýtur það gegn náttúrulögmálum (eineggja tvíburar eru alltaf frekar likir ásýndum og ævinlega af sama kyni). Þar sem um fyrstu bók í ritröð er að ræða verður höfundur að njóta vafans en í henni kemur ekki fram nein skýring á þessu

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.