Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 37

Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 37
Börn bæta heiminn 37 grádverga, að ógleymdum brúðum Bernds Ogrodnik sem standa fyrir sínu. Innlit/útlit hjá rassálfum Leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar er jargansmikill hlunkur, sem snýst og hverfist eftir því hvert leikurinn berst. Hún þarf enda að gegna margvíslegu hlutverki og þar að auki að vera gædd þeim eiginleikum að vera aðra stundina gegnsæ svo sjáist inn til rassálfa og huldufólks en hina harðlokaður steinveggurinn. Öllum þessum hliðum var vissulega tjaldað en þó var á stundum fyrirferðin helst til um of og setti leikendur í klemmu. Þá voru búningar og gervi við hæfi fyrir utan að ég taldi mig sjá ræningja f Levi's- buxum og er óhæfa ef rétt er. Lýsing Halldórs Arnar Óskarssonar var lit- og stemningsrík og lagði sitt af mörkum til að skapa fjölmargar fallegar sviðsmyndir og rétt andrúmsloft; það gerði hljóðmynd Jakobs Tryggvasonar einnig. Sönglög Sebastians eru grípandi og melódísk og leikarar og tónlistarmenn fóru vel með þau. En sem sé: Litrík og skemmtileg sýning í Borgarleikhúsinu, gaman og alvara í hæfilegum hlutföllum, ógnir, ævintýri og háski, heimilisböl og djúpstæð vinátta. Og auðvitað íhugunarverð og uppbyggileg lífsspeki. Niðurstaðan er að börn bæta heiminn og barnsleg stefnufesta og blind réttlætiskennd gera væntanlega líka (stundum) gott. Og þeir sem ekki nenna að reyna að breyta heiminum geta í það minnsta haft gaman af rassálfum eða prumpandi ræningjaflokki ... Höfundur er ritstjóri og áhugaleikari.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.