Studia Islandica - 01.06.1960, Blaðsíða 9

Studia Islandica - 01.06.1960, Blaðsíða 9
7 Rang. = Rangárvallasýsla, Árn. = Árnessýsla. Rétt þótti að tilgreina við hvern skrásetjara úr hvaða sýslu hann er, í fyrsta sinn sem hann er nefndur í greininni. Framstætt hv kv Ruglingur á rithætti hv og Jcv í upphafi orða er víða í handritum þjóðsagna, og má segja að hann sé algeng- ur í handritum á svæðinu frá og með Dalasýslu og Vest- fjörðum austur um Norðurland og allt suður á Völlu í Múlasýslu. Ég hef ekki fundið aðra útverði hans í S.- Múl. en Sigfús Sigfússon á Skjögrastöðum (t. d. hvað fyrir ,,kvað“, þátíð af kveða, III 27, og sama orð III 388) og að vestan handrit sem er merkt: „Vestan af Skarðs- strönd“ (kvarf fyrir ,,hvarf“, I 232). Þessi ruglingur er og í vísum sem komnar eru frá sr. Guðmundi Einarssyni á Kvennabrekku, Dal. (II 542—45), og einnig hjá Ólafi Sveinssyni í Purkey á Breiðafirði (einkum hv fyrir kv, t. d. hvað, laugardagshvölld fyrir „kvað, -kvöld“, I 66, 79). Sama er að segja um Tómas Guðmundsson á Gróu- stöðum í Geiradal, Barð. (kv fyrir hv, III 88, 235, IV 169 og víðar), og Ebenezer Matthíasson í Flatey á Breiðafirði (kvolfir — hvolfir, III 243). Af austanverðu svæðinu má nefna m. a. Sigurð Jónsson í Möðrudal á Fjöllum, Þing. (kv fyrir hv, III 239, 337, 606 og víðar) og Árna Árnason, Skógum í Axarfirði (kviðu fyrir „hviðu“, III 365). Þarflaust virðist að rekja frekar dæmi þessa, en þess má geta að ruglingur á hv og kv kemur fyrir, auk þess sem áður var talið, hjá sr. Benedikt Þórðarsyni á Brjáns- læk, sr. Guðmundi G. Sigurðssyni á Stað í Steingríms- firði, Jónasi Péturssyni á Gunnsteinsstöðum í Langadal, Jóni Borgfirðingi, Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum, Birni Jóhannessyni á Finnsstöðum í Köldukinn, Þorsteini Þor- steinssyni á Ufsum í Svarfaðardal, sr. Jóni Kristjánssyni í Yztafelli, og raunar fleirum.2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.