Studia Islandica - 01.06.1960, Blaðsíða 9
7
Rang. = Rangárvallasýsla, Árn. = Árnessýsla. Rétt þótti
að tilgreina við hvern skrásetjara úr hvaða sýslu hann
er, í fyrsta sinn sem hann er nefndur í greininni.
Framstætt hv kv
Ruglingur á rithætti hv og Jcv í upphafi orða er víða
í handritum þjóðsagna, og má segja að hann sé algeng-
ur í handritum á svæðinu frá og með Dalasýslu og Vest-
fjörðum austur um Norðurland og allt suður á Völlu í
Múlasýslu. Ég hef ekki fundið aðra útverði hans í S.-
Múl. en Sigfús Sigfússon á Skjögrastöðum (t. d. hvað
fyrir ,,kvað“, þátíð af kveða, III 27, og sama orð III 388)
og að vestan handrit sem er merkt: „Vestan af Skarðs-
strönd“ (kvarf fyrir ,,hvarf“, I 232). Þessi ruglingur er
og í vísum sem komnar eru frá sr. Guðmundi Einarssyni
á Kvennabrekku, Dal. (II 542—45), og einnig hjá Ólafi
Sveinssyni í Purkey á Breiðafirði (einkum hv fyrir kv,
t. d. hvað, laugardagshvölld fyrir „kvað, -kvöld“, I 66,
79). Sama er að segja um Tómas Guðmundsson á Gróu-
stöðum í Geiradal, Barð. (kv fyrir hv, III 88, 235, IV 169
og víðar), og Ebenezer Matthíasson í Flatey á Breiðafirði
(kvolfir — hvolfir, III 243). Af austanverðu svæðinu
má nefna m. a. Sigurð Jónsson í Möðrudal á Fjöllum,
Þing. (kv fyrir hv, III 239, 337, 606 og víðar) og Árna
Árnason, Skógum í Axarfirði (kviðu fyrir „hviðu“, III
365).
Þarflaust virðist að rekja frekar dæmi þessa, en þess
má geta að ruglingur á hv og kv kemur fyrir, auk þess
sem áður var talið, hjá sr. Benedikt Þórðarsyni á Brjáns-
læk, sr. Guðmundi G. Sigurðssyni á Stað í Steingríms-
firði, Jónasi Péturssyni á Gunnsteinsstöðum í Langadal,
Jóni Borgfirðingi, Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum, Birni
Jóhannessyni á Finnsstöðum í Köldukinn, Þorsteini Þor-
steinssyni á Ufsum í Svarfaðardal, sr. Jóni Kristjánssyni
í Yztafelli, og raunar fleirum.2