Studia Islandica - 01.06.1960, Blaðsíða 8
6
prentuð í texta þjóðsagnanna, en þeirra að engu getið í
skýringum. Þá er í þjóðsögunum mikill efniviður til
rannsókna á stíl ólærðra alþýðumanna, en eftir margan
þeirra liggur ekki annað skrifað en ein þjóðsaga eða svo,
sem hann hefur varðveitt frá glötun. Þótt Jón Árnason
hafi fágað stíl skrásetjara í fyrstu útgáfu þjóðsagnanna
og leiðrétt mállýti, slettur og þvílíkt, sést við athugun að
útlendar slettur eru furðu litlar í frumritum skrásetjara.
Mun efni frásagnarinnar valda hér nokkru.
f grein þessa hef ég tínt saman úr skýringum við þjóð-
sögurnar upplýsingar um nokkra þætti í málfari skrá-
setjaranna, einkum úr I.—III. bindi. Ekki var þess kost-
ur að gera fullkomna rannsókn á efninu, en nokkur atriði
hef ég athugað allrækilega. Við samantekt greinarinnar
virtist mér samt ekki ástæða til að rekja öll dæmi er
fyrir koma, og að sjálfsögðu er upplýsingar um langtum
fleiri atriði að finna í þessum fimm bindum þjóðsagnanna
en þau sem hér eru tekin til meðferðar. Ég hef reynt að
hafa dæmin sem fjölbreyttust um hvert atriði, einkum
ef það kynni að geta gefið einhverja hugmynd um út-
breiðslu. þess eftir mállýzkum.
Handrit þau sem hér um ræðir eru skrásett á árun-
um um 1860—1880, nema annars sé getið, flest þó milli
1860—70. Þau eru geymd í Landsbókasafni, og er gerð
nánari grein fyrir þeim í útgáfunni. Þeim sem frekari
vitneskju kynnu að óska verður að vísa í útgáfuna eða
handritin sjálf.
I greininni er vísað til bindis og blaðsíðu; handrit er
skammstafað hdr. og þjóðsögur(nar) þjs. Sýsluheiti eru
skammstöfuð þannig: Gullbr. = Gullbringu- og Kjósar-
sýsla, Borg. = Borgarfjarðarsýsla, Mýr. = Mýrasýsla,
Snæf. = Snæfellsnessýsla, Dal. = Dalasýsla, Barð. =
Barðastrandarsýsla, fs. = fsafjarðarsýsla, Strand. =
Strandasýsla, Hún. = Húnavatnssýsla, Skag. = Skaga-
fjarðarsýsla, Eyj. = Eyjafjarðarsýsla, Þing. = Þingeyj-
arsýsla, Múl. = Múlasýsla, Skaft. = Skaftafellssýsla,