Studia Islandica - 01.06.1960, Blaðsíða 18

Studia Islandica - 01.06.1960, Blaðsíða 18
16 fyrir hjá sr. Jóni Ingjaldssyni (III 39). Allmargir skrá- setjarar skrifa nærstur fyrir ,,næstur“ (í ýmsum beyg- ingarmyndum), t. d. Sveinn Þórðarson í Laxárholti, Mýr. (III 341), Ebenezer í Flatey (III 243), Björn á Klúku (III 437, í sama handriti fospár fyrir ,,forspár“ og hvus fyrir „hvurs“ = hvers), sr. Jón Ingjaldsson (III 331, 338—9), Sigfús á Skjögrastöðum (III 245, 388), Brand- þrúður Benónísdóttir (III 460), Sigurður í Möðrudal (III 459), Runólfur Runólfsson í Holtum, A.-Skaft. (III 371), Sumarliði Brandsson (III 199), Runólfur Jónsson, Vík í Mýrdal (III421, 517, 573 og víðar) og Jóhannes Magnús- son á Efrahvoli, Rang. (III 374 og 593). Einhljóðun tvíhljóða Sunnanlands er algengur framburður ustur fyrir „aust- ur“, þar sem tvíhljóðið hefur einhljóðazt. Rithátturinn u fyrir au í þessu orði og ýmsum myndum þess er ríkjandi hjá Páli í Árkvörn (t. d. ustrettir III 71, Ustrlandeium = Austur-Landeyjum, og ustann = austan III 124, og víð- ar). Fleiri dæmi um þetta hef ég ekki fundið í þjs., en ef til vill má rekja til þessa rithátt Jóns í Steinum, ystri fyrir „Eystri“ (III 449 tvisvar). önnur einhljóðun tvíhljóðs kemur fram þegar au breyt- ist í ö í framburði, og má sjá ýmis dæmi þess í hdr. þjs. Jón Borgfirðingur skrifar Gunnlögur og Gunnlög fyrir „Gunnlaugur“ og „Gunnlaug“ (III 446), Tómas á Gróu- stöðum Guðlög fyrir „Guðlaug“ (III 87), sr. Jón Norð- mann Sigurlögu fyrir „Sigurlaugu“ (III80), sr. Jón Ingj- aldsson Geirlögu /yrir „Geirlaugu" (III 170—73, þríveg- is, en oftar -laug), Jón í Breiðuvík lögardaginn fyrir ,,laugardaginn“ (I 88) og Jón í Steinum Gunnlögsdóttir fyrir „Gunnlaugsdóttir“ (III 26). Sömu breytingar verð- ur vart hjá sr. Benedikt á Brjánslæk, þegar hann ritar Þórlagar (< Þórlög) fyrir „Þórlaugar“ (I 183). 1 þessu sambandi er rétt að minna á að sú einhljóðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.