Studia Islandica - 01.06.1960, Blaðsíða 13
11
frá sr. Eiríki Kúld (ekki með hans hendi) er ritað fylga
fyrir „fylgja“ („Þegar hún sér að hann vill ekki fylga
sér góðfúslega“, III 232). Jón í Steinum skrifar styngja
fyrir „stinga“ (nh„ III 568) og Jón á Akurhúsum legga
fyrir „leggja“ (3. p. ft. fh„ III148). Sigurður í Möðrudal
skrifar: „foreldrar þeirra vóru á engum“ fyrir „engjum“
(III606) - og Jón Borgfirðingur skrifar í framsöguhætti:
„Þau ötluðu Bíldsárskarð og gengju upp gil það er ligg-
ur ofan úr skarðinu“ (I 178), en af öllu sambandinu er
ljóst að hér getur ekki verið um viðtengingarhátt að
ræða. Orðmyndin drengunum fyrir „drengjunum" kem-
ur fyrir bæði hjá sr. Jóni Ingjaldssyni og sr. Finni Þor-
steinssyni á Þönglabakka, S.-Þing. (III 173, 507).5
Svo sem kunnugt er, er hljóðasamstæðan sérhljóð + g
+ j + a eða u borin fram með framgómmæltu önghljóði
milli sérhljóðanna, og er g-ið þar ekki annað en rittákn
til að sýna stofn orðsins, t. d. segja, segjum. Ef hins veg-
ar er ekki ritað j milli g á eftir sérhljóða og eftirfarandi
a eða u, táknar g-ið þar uppgómmælt önghljóð, t. d. vega,
vegum. Á undan frammælta sérhljóðinu i hverfur að-
greining þessara hljóðunga (fónema) í öllum eðlilegum
framburði, svo að framburðurinn yrði eins, hvort sem
ritað væri segir eða segjir. 1 íslenzku hefur alltaf verið
hefð að tákna framgómmælta önghljóðið á undan a eða
u með -gj-, en hið uppgómmælta með -g- einu saman.
Miklu sjaldgæfara er að ritarar þjóðsagna ruglist á
-gj- og -g- í slíkum samböndum á eftir sérhljóði en á eft-
ir samhljóði. Þó kemur það alloft fyrir, t. d. hjá Brynjúlfi
Jónssyni frá Minnanúpi, Árn. (sinateygur fyrir ,,-teygj-
ur“ IV 13), Páli í Árkvörn (seiga fyrir „segja“ III 98 og
III 265), Sigurði í Möðrudal (sega = segja III186, tiga
= tygja, sömu sögu), sr. Jóni Ingjaldssyni (þegandi =
þegjandi III170), Ragnhildi Guðmundsdóttur á Fitjum í
Skorradal (Eiga, Meiga, skemmumeigar fyrir „Eyja,
Meyja, skemmumeyjar“ og fleiri slík orð (II 311), Jóni
Borgfirðingi (slæguna = slægjuna III 446, og á sömu