Studia Islandica - 01.06.1960, Blaðsíða 13

Studia Islandica - 01.06.1960, Blaðsíða 13
11 frá sr. Eiríki Kúld (ekki með hans hendi) er ritað fylga fyrir „fylgja“ („Þegar hún sér að hann vill ekki fylga sér góðfúslega“, III 232). Jón í Steinum skrifar styngja fyrir „stinga“ (nh„ III 568) og Jón á Akurhúsum legga fyrir „leggja“ (3. p. ft. fh„ III148). Sigurður í Möðrudal skrifar: „foreldrar þeirra vóru á engum“ fyrir „engjum“ (III606) - og Jón Borgfirðingur skrifar í framsöguhætti: „Þau ötluðu Bíldsárskarð og gengju upp gil það er ligg- ur ofan úr skarðinu“ (I 178), en af öllu sambandinu er ljóst að hér getur ekki verið um viðtengingarhátt að ræða. Orðmyndin drengunum fyrir „drengjunum" kem- ur fyrir bæði hjá sr. Jóni Ingjaldssyni og sr. Finni Þor- steinssyni á Þönglabakka, S.-Þing. (III 173, 507).5 Svo sem kunnugt er, er hljóðasamstæðan sérhljóð + g + j + a eða u borin fram með framgómmæltu önghljóði milli sérhljóðanna, og er g-ið þar ekki annað en rittákn til að sýna stofn orðsins, t. d. segja, segjum. Ef hins veg- ar er ekki ritað j milli g á eftir sérhljóða og eftirfarandi a eða u, táknar g-ið þar uppgómmælt önghljóð, t. d. vega, vegum. Á undan frammælta sérhljóðinu i hverfur að- greining þessara hljóðunga (fónema) í öllum eðlilegum framburði, svo að framburðurinn yrði eins, hvort sem ritað væri segir eða segjir. 1 íslenzku hefur alltaf verið hefð að tákna framgómmælta önghljóðið á undan a eða u með -gj-, en hið uppgómmælta með -g- einu saman. Miklu sjaldgæfara er að ritarar þjóðsagna ruglist á -gj- og -g- í slíkum samböndum á eftir sérhljóði en á eft- ir samhljóði. Þó kemur það alloft fyrir, t. d. hjá Brynjúlfi Jónssyni frá Minnanúpi, Árn. (sinateygur fyrir ,,-teygj- ur“ IV 13), Páli í Árkvörn (seiga fyrir „segja“ III 98 og III 265), Sigurði í Möðrudal (sega = segja III186, tiga = tygja, sömu sögu), sr. Jóni Ingjaldssyni (þegandi = þegjandi III170), Ragnhildi Guðmundsdóttur á Fitjum í Skorradal (Eiga, Meiga, skemmumeigar fyrir „Eyja, Meyja, skemmumeyjar“ og fleiri slík orð (II 311), Jóni Borgfirðingi (slæguna = slægjuna III 446, og á sömu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.