Studia Islandica - 01.06.1960, Blaðsíða 14
12
lund stafsetur sr. Þorsteinn Þórarinsson í Heydölum, S,-
Múl., III 500).
Á nokkrum stöðum bregður fyrir rithætti eins og seir,
seiir fyrir ,,segir“, t. d. hjá sr. Jóni Kristjánssyni (III155)
og hœji fyrir ,,hagi“ hjá Tómasi á Gróustöðum (III391) .6
„Þaug“ — „þettað“
Skrásetjarar þjs. nota margsinnis þaug fyrir „þau“,
enda hefur það verið algeng mynd orðsins a. m. k. síðan
á 17. öldJ Ekki hef ég getað fundið að þessar orðmyndir
komi fremur fyrir hjá þjóðsagnariturum úr ákveðnum
landshlutum en öðrum; myndirnar „þau“ og „þaug“ virð-
ast svipaðar um útbreiðslu og eru báðar algengar úr öll-
um landshlutum. Dæmi um þaug eru t. d. úr Skorradal
(II 308), hjá Ólafi Sveinssyni í Purkey (I 67), Jóni á
Gautlöndum (II 210), Brandþrúði Benónísdóttur, Glett-
inganesi í Borgarfirði eystra (II 351), Páli í Árkvörn
(III 99), o. s. frv. Hjá sumum riturum kemur eingöngu
fyrir myndin þaug, t. d. hjá Páli í Árkvörn, en hjá öðrum
eru þær sitt á hvað.
Oftar mun vera notuð orðmyndin þetta en þettað8 í
hdr. þjs. Þó er þettað býsna algengur ritháttur og verður
ekki séð að hann sé algengari í einum landshluta en öðr-
um. Við lauslega athugun telst mér til að hann komi fyrir
í 48 sögum hjá 20 þekktum skrásetjurum og 5 óþekktum
í I-—III. bindi sagnanna. Þarflaust er að rekja mörg
dæmi þessa, en nokkur skulu þó nefnd: Jón Jónsson, Ak-
urhúsum, Gullbr. (I 563), hdr. úr Skorradal, líkl. hdr.
Ragnheiðar Guðmundsdóttur á Fitjum (II 308), Gísli
Ólafsson, Stað, Reykjanesi, Barð. (I 300), líkl. Hjalti
Jónsson á Ósi, Strand., hdr. frá sr. Guðmundi Gísla Sig-
urðssyni á Stað, Strand. (I 30), Skaga-Pálmi Jónsson,
Hún. (158), Sigfús Guðmundsson á Varðgjá, Eyj. (130),
sr. Jón Kristjánsson á Yztafelli, Þing. (1100), Brandþrúð-