Studia Islandica - 01.06.1960, Blaðsíða 20
18
in fyrir ,,drepinn“ (III185). Meiri efi er á hvort lesa ber
tikur fyrir ,,tekur“ hjá Sigmundi M. Long (,,hann... tek-
ur í hönd konunnar“, III 106). I hdr. vestan úr Dölum
stendur sömardaginn fyrir „sumardaginn“ (V 12), en
stafsetning þess er yfirleitt mjög viðvaningsleg. Sigurð-
ur Gíslason í Bæ í Steingrímsfirði skrifar greinilega Göfu-
dálssveit fyrir „Gufudalssveit" (III 548) og Jóni í Stein-
um skurungnum fyrir „skörungnum“ (III 44). Brynjúlf-
ur frá Minnanúpi skrifar biðið fyrir „beðið“ (Ih. þt. af
biðja, IV 61) og Guðmundur Jónsson frá Minnahofi, Árn.
miðöl fyrir ,,meðöl“ (V 93) og líklega fir, tikið fyrir
„fer“ (3. p. et., V 95) og „tekið“ (lh. þt., V 92).
I endingum bregður þessu og fyrir. Hjalti á Ósi skrifar
byrjöðust fyrir „byrjuðust“ (III 441), Sigurður í Möðru-
dal fótönum fyrir „fótunum" (að staðaldri, t. d. III 238,
240, 336, 460). Þessum rithætti bregður og fyrir hjá Jóni
Borgfirðingi, landsteinönum (1312), en valt er að treysta
rithætti hans, stafsetning hans er losaraleg og allur frá-
gangur mjög laus við nákvæmni. — Lítið er upp úr því
leggjandi að Þorsteinn Þorsteinsson á Ufsum í Svarfaðar-
dal ritar skörónun — skörunum, en hins vegar fjörunum
í sömu vísu (III 440), og ella ritar hann alla jafna -unum.
— Endingin -onum fyrir ,,-unum“ í þgf. ft. af greini er
mjög algeng í hdr. þjs., en hér verða ekki rakin dæmi
þess.
Loks er að geta hér einnar athugasemdar Jóns Árna-
sonar sem hefur ekki verið prentuð i þjóðsögunum, enda
kemur hún þeim ekki við. I Lbs. 2088, 4to, er allstór skrif-
bók og í hana skráð framan til við miðju með hendi Jóns:
„Sunnlenzk (seltérnsk) utanáskrift á bréfi, skrifuð í marz
1877: „Tel jówfrú Margrítar Bjarnadóttir á Skídsholtum
í Hraunhn'pp.“ “ Engar frekari skýringar hefur Jón
skrifað með þessari klausu, enda eru þær óþarfar.11