Studia Islandica - 01.06.1960, Side 18

Studia Islandica - 01.06.1960, Side 18
16 fyrir hjá sr. Jóni Ingjaldssyni (III 39). Allmargir skrá- setjarar skrifa nærstur fyrir ,,næstur“ (í ýmsum beyg- ingarmyndum), t. d. Sveinn Þórðarson í Laxárholti, Mýr. (III 341), Ebenezer í Flatey (III 243), Björn á Klúku (III 437, í sama handriti fospár fyrir ,,forspár“ og hvus fyrir „hvurs“ = hvers), sr. Jón Ingjaldsson (III 331, 338—9), Sigfús á Skjögrastöðum (III 245, 388), Brand- þrúður Benónísdóttir (III 460), Sigurður í Möðrudal (III 459), Runólfur Runólfsson í Holtum, A.-Skaft. (III 371), Sumarliði Brandsson (III 199), Runólfur Jónsson, Vík í Mýrdal (III421, 517, 573 og víðar) og Jóhannes Magnús- son á Efrahvoli, Rang. (III 374 og 593). Einhljóðun tvíhljóða Sunnanlands er algengur framburður ustur fyrir „aust- ur“, þar sem tvíhljóðið hefur einhljóðazt. Rithátturinn u fyrir au í þessu orði og ýmsum myndum þess er ríkjandi hjá Páli í Árkvörn (t. d. ustrettir III 71, Ustrlandeium = Austur-Landeyjum, og ustann = austan III 124, og víð- ar). Fleiri dæmi um þetta hef ég ekki fundið í þjs., en ef til vill má rekja til þessa rithátt Jóns í Steinum, ystri fyrir „Eystri“ (III 449 tvisvar). önnur einhljóðun tvíhljóðs kemur fram þegar au breyt- ist í ö í framburði, og má sjá ýmis dæmi þess í hdr. þjs. Jón Borgfirðingur skrifar Gunnlögur og Gunnlög fyrir „Gunnlaugur“ og „Gunnlaug“ (III 446), Tómas á Gróu- stöðum Guðlög fyrir „Guðlaug“ (III 87), sr. Jón Norð- mann Sigurlögu fyrir „Sigurlaugu“ (III80), sr. Jón Ingj- aldsson Geirlögu /yrir „Geirlaugu" (III 170—73, þríveg- is, en oftar -laug), Jón í Breiðuvík lögardaginn fyrir ,,laugardaginn“ (I 88) og Jón í Steinum Gunnlögsdóttir fyrir „Gunnlaugsdóttir“ (III 26). Sömu breytingar verð- ur vart hjá sr. Benedikt á Brjánslæk, þegar hann ritar Þórlagar (< Þórlög) fyrir „Þórlaugar“ (I 183). 1 þessu sambandi er rétt að minna á að sú einhljóðun

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.