Skákblaðið - 01.12.1936, Síða 6

Skákblaðið - 01.12.1936, Síða 6
50 SKÁKBLAÐIÐ ískum brögðum, en hugsað of lítið um sjálfa stöðuna og' „stra- tegíu“ skákarinnar. Slik taflmenska kemur oft fljótt að haldi gegn miðlungsmönnum, en kemur manni oftast i koll sjálfum, þegar við reglulega góða menn er að tefla. Engels tók rækilega afleiðingum þessarar sjálfsrannsóknar; hann nam á nýjan leik og breytti um skákstíl. Eftir þetta fer hann að tefla pósisjónelt og verður nú verulega harður í horn að taka, er hann hefur sam- einað tækni meistarans hugkvæmni sinni og snilli. Á meistara- þingi Þjóðverja í Aachen fær hinn nýi stíll prófraun sína og stenzt hana mjög sæmilega: Engels verður jafn Carls nokkuð framarlega. Um þetta leyti er sýnt, að Engels er kominn fram- arlega i flokk beztu skákmanna Þýzkalands, hann teflir á ýms- um mótum og altaf við góðan árangur, einna beztan í Bad Nau- heim. Þar varð Bogoljubow efstur, en Eliskases og Engels næstir. í vor, þegar þýzka skáksambandið fór að velja og æfa flokk undir Olympíuskákmótið i Munchen, var Engels tekinn með eins og sjálfsagt var, og á skákmótinu i Dresden stóð hann sig lang- glæsilegast af þýzku keppendunum. Ilann varð annar, hálfum vinning fyrir eðan dr. Aljechin en fyrir ofan Maróczy, Stáhl- berg, Bogoljubow, Keres o. fl. Hann vann Aljechin i geysiharð- vítugri skák, er vakti feikna athygli, og sigrar hans gegn Keres, Maróczy og Helling voru líka mjög fallegir. Á skákmótinu í Munclien lék Engels á þriðja borði Þjóðverjanna og stóð sig mjög sæmilega. Tveir aðalþættir góðrar skákmensku eru rökvísi og hug- kvæmni. Hjá flestum skákmönnum ber meira á öðrum þættinum en hinum og má eftir þessu skipta þeim nokkuð i tvö horn. Sumir eru rökvísir, tefla einfalt og ljóst, og vilja lielzt hreinar línur. Þeir eru i essinu sinu, þegar þeim hefur tekist að skapa veilur hjá mótstöðumanninum. Þá er sókninni beint að veil- unum með óyggjandi nákvæmni, hvert vígið tekið á fætur öðru, unz yfir lýkur og rökfræðin Iiefur sigrað. Hjá öðrum ber aftur á móti meira á hugkvæmninni. Það er eins og þeim sé sú gáfa gefin að sjá í einu vetfangi, hvar mögu- leikarnir liggja, þar sem aðrir verða að strita við að hugsa og reikna, velja og hafna. Þessir menn afla sér oft mikillar hylli fyrir glæsilega taflmensku, og hafi þeir orkuna til vinnunar og

x

Skákblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skákblaðið
https://timarit.is/publication/1555

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.