Skákblaðið - 01.12.1936, Qupperneq 41

Skákblaðið - 01.12.1936, Qupperneq 41
SKÁKBLAÐIÐ 85 og yfirvöldin hjálpuðu til. Sem þýzkur skákmeistari og skák- meistari Niðurrínska skáksambandsins varð ég að tefla fleiri hundruð samtímaskákir og fara eins marga kilometra í bíl til þess að halda einnig sýningar í minstu þorpum míns sambands. En árangurinn sýndi sig fljótt. Eftir fyrstn auglýsingavikuna í Þýzkalandi hafði félagatala aðalskáksambandsins þýzka auk- ist um þúsundir. Aðeins vegna þess, hve fyrirkomulagið á þýzku skákmótun- um er fast og ákveðið hefur verið mögulegt að láta beztu skák- mennina fara æfingaferðir um landið. Yegna sérstaks fyrir- komulags lækkar kostnaðurinn að miklum mun og þannig gat t. d. Bogoljubow, einn af sterkustu skákmönnum heimsins, ferð- ast nærri lieilt ár, heimsótt fjölda skákfélaga og' kent þeim. Eins var með skákmeistarann Schlage. Einnig tefldi ég í Pfalz —- suðurþýzku lands-sambandi — samtimaskákir í tvo mánuði og kom þá í þorp og' smábæi, sem stuttu áður höfðu aldrei verið heimsótt af nokkrum skákmeistara vegna þess, live afskekt þau voru. Menn geta gert sér gleði þessara skákvina í hugarlund, þegar þeir fengu nú tækifæri til að reyna skákstyrk sinn og auka skákþekkinguna. Það er mjög líklegt að skákstyrkurinn hjá okkur hafi aukist til muna við þetta. Það er ósk sérhvers góðs skákmanns í Þýzkalandi að verða þýzkur skákmeistari eða jafnvel skákmeistari Þýzkalands. En ]>að er vissulega ekki gott að hugsa sér að skákstyrkur miðl- ungsmannanna í einhverju skákfélagi geti aukist að mun ef skákmeistararnir í sama félagi eru ekki til fyrirmyndar með áhuga og afrek. Og um leið og stjórn G. S. B., eins og við i Þýzkalandi köllum skáksamhandið, reynir að efla almennan skákstyrk með auglýsingavikum, þá hugsar hún jafnframt um að auka afrek hinna heztu með því að hafa strangar reglur um hækkun og lækkun í tigninni. Vegna sérstaklega réttmætts fyrir- komulags, þá getur nú sérhver áhugasamur skákmaður, svo framarlega sem hann hefur næga þekkingu, tekið þátt í helztu skákþingum í Þýzkalandi og jafnvel um meistaratitil Þýzka- lands. Venjulega eykst styrkur skákmannsins hægt, en jafnt og þétt. Undantekning eru svo sérstakir skáksnillingar og til þeirra er einnig tekið (illit. Formönnum minni sambandanna er falið

x

Skákblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skákblaðið
https://timarit.is/publication/1555

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.