Skákblaðið - 01.12.1936, Blaðsíða 43

Skákblaðið - 01.12.1936, Blaðsíða 43
SKÁKBLAÐIÐ 87 TAFLTÍÐINDI KAPPSKÁKIR OG FJÖLTEFLI I REYKJAVÍK OG VÍÐAR. 5. des. 1936 kom Dettifoss í Reykjavíkurhöfn eftir óvenju langa og erfiða ferð frá Þýzkalandi, með honum var þýzki skáksnillingurinn Ludwig Engels. Koma hans hefir fært líf og þrótt í skáklíí okkar, dagblöðin og útvarpið fluttu skákfréttir. aldrei þessu vant, og Skáksambandið fékk hálftíma til um- ráða af sunnudagstíma útvarpsins 17—17,30, og hefir Elís Ó. Guðmundsson flutt þar skákir, skákfrjetlir og fleira er skák- menn hafa gagn eða gaman að. Einnig fékk hann þá Þráinn Sigurðsson og Engels til þess að tefla hraðskák í útvarpssaln- um; er það eina skákin í heiminum, sem vér vitum til að hafi verið útvarpað leik fyrir leik, um leið og hún var tefld; henni lauk sem jafntefli. Strax daginn eftir að Engels kom, sunnu- daginn 6. des. háði hann fjöltefli í stærsta sal Oddfellow-hall- arinnar að viðstöddu fjöhnenni. Þar barðist hann við 28 menn úr I. og II. flokk, sigraði 13, gerði jafntefli við 10, en tapaði fyrir 5, þeim Sig. Jafetssyni, Víglundi Möller, Jóhanni Jóhanns- syni, Konráði Árnasyni og Agli Sigurðssyni. Fékk Engels því rúm 64%, en meðaltal hans í Þýzkalandi er 83%. Við hljótum því að þakka taflmönnum okkar góðan árangur. En Engels getur kent Atlantshafinu hvernig fór. — Skáksamband íslands hafði hoðið öllum skákmeisturum landsins, svo og flestum I. flokks skákmönnum taflfélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði þátttöku i kapptefli er hefjast skyldi eftir komu Engels hingað. Þáðu boðið 14 menn. 6 meistarar, þeir Ásmundur Ásgeirsson, Þráinn Sigurðsson, Eggert Gilfer, Einar Þorvaldsson, Baldur Möller, Steingr. Guðmundsson og 8 I. flokksmenn Konráð Árnason, Sturla Pétursson, Gústaf Á. Ágústsson, Benedikt Jóhannsson, Magnús G. Jónsson, Jóhann Jóhannsson, Kristján Kristjánsson og Ásgrímur Ágústsson. Fór kappteflið fram í Oddfellow-höllinni í Reykjavík und- ir stjórn Péturs Sigurðssonar og Ara Guðmundssonar og lauk með sigri Engels, eins og við mátti búast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skákblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skákblaðið
https://timarit.is/publication/1555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.