Skákblaðið - 01.12.1936, Blaðsíða 14

Skákblaðið - 01.12.1936, Blaðsíða 14
58 SKÁKBLAÐIÐ SKÁKFRÆÐI UM CARO-KANN BYRJUN 1. e2—e4, c7—c6. Eftir Gústaf A. Ágústsson. Margir meistarar, meðal þeirra Capablanca, álíta 1. c7—c6 bezta svarið við 1. e2—e4. Reti sagði, stuttu áður en hann dó, að það væru aðeins til tvær varnir gegn 1. e2—e4, önnur væri Caro-Kann og hin eitt afbrigði franska leiksins, þ. e. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 d:e. Ef við berum þessar tvær aðferðir saman, þá sjáum við að hugsunin í þeim er sú sama, að knýja fram d7—d5 og fá sterk peð á mið- borðinu. 1 Caro-Kann er að vísu vanalega leikið c6—c5 seinna meir, til þess að opna taflið, og getur það þvi tahst tímatap. en biskupinn á c8 lokast ekki inni i Caro-Kann byrjun eins og i franska leiknum. Öðrum leik, d2—d4, sem er sá langsterkasti, svarar svartur bezt með d7—d5! og þar með byrjar bardaginn um miðborðið. Nú verður hvitur að ákveða, livort liann vill varð- veita kongspeðið, skifta á því og öðru eða valda það. Ef hann vill varðveita það og leika 3. e5, gefur hann svörtum tækifæri til að leika sterkum leik, þ. e. Bf5! Ef hann fer i kaupin 3. e:d5 c:d5 er staðan orðin einfaldari og hvítur nær varla meiru en jöfnuði eftir venjulega leikinn 4. Bd3. Betur lítur leikur Aljechins, sem i Rússlandi er kendur við Panoff, 4. c4! út, nýjung, sem fljótt liefur rutt sér til rúms. Af leikjum, sem valda e-peðið, er 3. Rc3 álitinn beztur og mest notaður. Einnig kemur leikur Tartako- wers 3. f3 mjög gjarnan til greina. Með þeim leiðum, sem hér hefur verið bent á, er þó ekki hægt að sjá að hvítur fái betra tafl. Menn hafa því á síðustu árum oft hvarflað frá 2. d2—d4 og komið með nýjan leik 2. c2—c4. Þessi merki eru notuð til hægðarauka: ! góður leikur. ? veikur leikur. !? leikur, sem getur brugðist til beggja vona. — töflin standa svipað. + -t- hvitur stendur betur. -j- + svartur stendur betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skákblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skákblaðið
https://timarit.is/publication/1555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.