Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 2
MENNTAMÁL „Það er mjög skrítið að
það hafi ekki verið séð fyrir því að
svona gæti ekki gerst í miðju prófi
af því að þetta var ekki að gerast í
fyrsta skipti,“ segir Thelma Gunn-
arsdóttir, nemandi í níunda bekk í
Hagaskóla.
Hún er ein þeirra sem var í sam-
ræmdu prófi í íslensku þegar vefur
Menntamálastofnunar hrundi
vegna álags í fyrradag, en það var
þriðja árið í röð sem vefurinn
hrundi í samræmdu prófi. Birta
Ósk Kjartansdóttir, nemandi í Rétt-
arholtsskóla og Saga Eldarsdóttir í
Hagaskóla, voru einnig í prófinu
og eru þær sammála Thelmu um
að ganga hefði átt úr skugga um að
vefurinn þyldi álagið.
„Ég datt út af vefnum í miðju
prófi og það var mjög óþægileg til-
finning,“ segir Birta, en henni tókst
að komast aftur inn í prófið eftir
nokkrar tilraunir. „Ég er ekki viss
um að mér hefði endilega gengið
betur ef þetta hefði ekki gerst en
þetta var mjög óþægilegt,“ segir
hún.
Hrun vefsins varð til þess að sam-
ræmdum prófum í bæði íslensku og
stærðfræði sem nemendur áttu að
þreyta í gær og í dag varð að fresta.
Stelpurnar eru allar sammála um að
þær hefðu glaðar vilja ljúka því að
þreyta prófin í þessari viku, en ekki
liggur enn fyrir nákvæm dagsetning
prófdaga.
„Ég var búin að læra fyrir þessi
próf alla helgina á undan og nú þarf
ég að gera það aftur, í það minnsta
rifja upp það sem ég var búin að
læra,“ segir Thelma.
„Ég veit líka um krakka sem
misstu af skíðaferðum og alls konar
dóti til að læra fyrir þetta, sem er
frekar fúlt,“ segir Saga og bætir við
að hún sé svekkt yfir því að hafa
ekki getað klárað prófin í vikunni.
„Sumum fannst gott að fá auka tíma
til að læra en ég var búin að læra
undir þessi próf,“ segir hún.
Thelma, Birta og Saga segjast
ekki hafa upplifað streitu eða kvíða
en allar eru þær sammála um að
aðstæðurnar hafi verið pirrandi.
„Þetta vakti ekki upp kvíða hjá
mér en veit að sumum fannst þetta
dálítið erfitt,“ segir Birta.
Álfheiður Guðmundsdóttir, for-
maður fagdeildar sálfræðinga við
skóla, segir ekki mikið hafa borið
á því að nemendur hafi leitað til
skólasálfræðinga vegna málsins.
„Fólk er almennt ósátt við að tölvu-
kerfið hafi klikkað en ég hef ekki
heyrt af áhyggjum af líðan ein-
stakra nemenda,“ segir hún.
Hún segir eðlilegt að pirringur
myndist meðal nemenda og að
aðstæðurnar skapi óvissu. „En það
getur verið þroskandi að takast á
við óvissu og átta sig á því að hlut-
irnir geta klikkað,“ segir Álfheiður.
birnadrofn@frettabladid.is
Það getur verið
þroskandi að takast
á við óvissu og átta sig á því
að hlutirnir geta klikkað.
Álfheiður Guð-
mundsdóttir, for-
maður fagdeildar
sálfræðinga við
skóla
Víða er gert ráð fyrir
allhvassri norðanátt, en
hvassviðri eða stormi um
landið norðvestanvert
síðdegis.
Mánaðarlaun Bjarna
Bjarnasonar, forstjóra OR,
eru nú 2.872.669 krónur. Til
viðbótar fær hann þriggja
milljóna króna eingreiðslu.
Vegrið verður sett upp á slysstað
Grjóti hefur nú verið komið fyrir í Áslandshverfi í Hafnarfirði þar sem mannlaus bíll rann niður brekku og lenti svo á tveggja ára dreng á sunnu-
daginn var. Drengurinn hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild og er líðan hans sögð góð. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir
að komið sé í ferli að setja upp vegrið á svæðinu sem muni koma í veg fyrir að slys af þessu tagi geti átt sér stað þar aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KJARAMÁL Stjórn Orkuveitu Reykja-
víkur hefur ákveðið að hækka laun
Bjarna Bjarnasonar, forstjóra fyrir-
tækisins um 370 þúsund krónur á
mánuði og eru þau nú orðin nærri
2,9 milljónir króna.
Fyrir hækkunina, sem gildir frá
nýliðnum mánaðamótum, voru for-
stjóralaun Bjarna 2.502.343 krónur.
Þau eru nú orðin 2.872.669 krónur.
Hækkunin, sem sögð er veitt að
undangengnu mati á frammistöðu
Bjarna í starfinu, nemur 14,8 pró-
sentum.
Þá fær forstjórinn eingreiðslu upp
á þrjár milljónir króna „vegna þess
að launakjör hans hafa ekki verið
uppfærð í tvö ár,“ eins og segir í
samþykkt stjórnarinnar. Fyrrnefnd
prósentuhækkun, að frátalinni ein-
greiðslunni, er um það bil í takti
við hækkun launavísitölu á síðustu
tveimur árum.
Í aðdraganda launahækkunar
forstjórans fékk OR endurskoðun-
arfyrirtækið PWC til að vinna fyrir
sig könnun á launum forstjóra og
aðalframkvæmdastjóra í stóriðju-
og veitustarfsemi annars vegar og
hjá fyrirtækjum með yfir 40 millj-
arða króna í veltu hins vegar. Náði
könnunin til 24 fyrirtækja. Kom
þar fram að heildarlaun þessa hóps
voru að meðaltali 4.159.000 krónur
á mánuði í fyrra. – gar
Launin hjá forstjóra OR
hækka um 370 þúsund
Bjarni Bjarnason,
forstjóri Orku-
veitu Reykja-
víkur.
Hefðu fremur kosið að
geta lokið prófunum
Thelma, Birta og Saga voru í samræmdu prófi í íslensku þegar vefur Mennta-
málastofnunar hrundi. Þær segja aðstæðurnar hafa verið óþægilegar. Sálfræð-
ingur segir ekki mikið hafa borið á alvarlegri vanlíðan í þessum aðstæðum.
Nemendur náðu ekki að ljúka samræmdu prófunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VEÐUR Veðurstofa Íslands hefur
gefið út gular viðvaranir fyrir fjögur
spásvæði í dag, Faxaf lóa, Breiða-
fjörð, Vestfirði og Strandir og Norð-
urland vestra.
Varað er við hvassviðri eða stormi,
snjókomu eða hríð og versnandi
akstursskilyrðum, þá einkum á fjall-
vegum. Á Faxaflóa er spáð hvassviðri
eða stormi og jafnvel staðbundnu
roki og hríð á Snæfellsnesi. Snarpar
vindhviður við fjöll. Varasamt fyrir
bíla sem taka á sig mikinn vind.
Við Breiðafjörð, á Vestfjörðum
á Ströndum og Norðurlandi vestra
er útlit fyrir hvassviðri eða storm
og snjókomu eða skafrenning.
Versnandi akstursskilyrði og blint,
einkum á fjallvegum. – hó
Bálhvasst víða
um land í dag
Gular viðvaranir hafa verið gefnar
út víða um land. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
www.partybudin.is
Faxafeni 11, 108 Reykjavík S: 534-0534
myndabas!
Sjá nánar á booth.is
Partýbúðin hefur tekið við rekstri
tækjaleigunnar booth.is þar sem
leigja má allskyns græjur fyrir partýið!
ferming framundan?
1 0 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð