Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 22
Kaupverð bandaríska f r a mt a k s s jó ð s i n s Levine Leichtman C apit a l Pa r t ner s ( L LC P) á mei r i-hluta hlutafjár Cre- ditinfo Group, móðurfélags Cre- ditinfo á Íslandi, samsvarar því að íslenska félagið sé verðmetið á allt að 30 milljarða króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stærsti hluthafi sjóðsins samanstendur af af komendum stofnanda IKEA- keðjunnar. „Ég var í ökumannssætinu, færði mig yfir í farþegasætið og er núna kominn aftur í,“ segir Reynir Grét- arsson, stofnandi Creditinfo, um aðkomu sína að félaginu eftir söluna. Eins og fram kom í tilkynningunni um kaupin í gær heldur Reynir sæti í stjórn og er jafnframt annar stærsti hluthafi félagsins eftir söluna. Reyn- ir, sem átti fyrir 70 prósenta hlut, heldur eftir 35 prósenta hlut. Kaupverðið miðar við að fyrir- tækið sé í heild sinni metið á 20-30 milljarða króna – endanleg fjárhæð veltur á ákveðnum fjárhagslegum markmiðum – og má því ætla virði hlutarins sem Reynir selur núna sé metinn á allt að 10 milljarða. Creditinfo sérhæfir sig í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga og ráðgjöf tengdri áhættumati og áhættustýringu fyrirtækja. Ára- tugum saman hefur fyrirtækið boðið gögn, áhættustýringu og lausnir á sviði útlána til nokkurra stærstu lánveitenda, ríkisstjórna og seðlabanka heims. Fyrirtækið var stofnað á Íslandi 1997 og hjá því starfa rúmlega 400 manns í yfir 30 starfsstöðvum um allan heim. Reynir steig til hliðar sem forstjóri fyrir meira en þremur árum eftir að hafa staðið í brúnni í tuttugu ár. „Það má segja að að ferlið hafi hafist þá vegna þess að ef þú ert bæði eigandi og forstjóri þá geturðu ekki selt fyrirtæki nema með því að selja sjálfan þig með. Kaupendur vilja ákveðinn stöðugleika,“ segir Reynir. Fyrir um einu og hálfu ári hófst síðan leit að kaupanda sem tafðist vegna kórónukreppunnar. Kaupandinn LLCP er með um 11,7 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði um 1.500 milljarða króna, í stýr- ingu og hefur fjárfest í yfir 90 fyrir- tækjum. Reynir segir að einn stærsti hluthafinn í sjóðnum sé sænska Kamprad-fjölskyldan, afkomendur Ingvars Kamprad, stofnanda IKEA- keðjunnar. „Þetta eru alvöru fjár- festar,“ bætir Reynir við. Saga LLCP, teygir sig 37 ár aftur í tímann. Frá stofnun hefur sjóður- inn haft umsjón með um það bil 11,7 milljörðum Bandaríkjadala af stofnanafjármagni í 14 fjárfesting- arsjóðum og hefur fjárfest í yfir 90 fyrirtækjum. Ólíkt mörgum framtakssjóðum sem leita bágstaddra fyrirtækja sem fást fyrir lítið, hefur LLCP þá nálgun að finna vel rekin fyrirtæki að sögn Reynis. „Það verður ekki mikil breyting. Þeir halda líklega áfram á sömu braut og eru í raun heppilegri eigandi en ég er. Það eru mikil tæki- færi fólgin í því að kaupa fyrirtæki í sama geira og sameina þau en ég sem eigandi hef ekki fjárhagslegt bolmagn í það.“ Í tilkynningunni um kaupin var haft eftir Paul Randall, forstjóra Creditinfo Group, að mikil tæki- færi fælust í því að fá LLCP inn í hluthafahópinn. „Með aðkomu nýs, reynslumikils og kröftugs fjárfestis, sem styður við markaðssókn og vöxt fyrirtæk- isins, verður mögulegt að styrkja enn frekar vöruframboð okkar á sviði áhættugreiningar og fjár- tækni,“ sagði Randall. Hann sagði sterka stöðu Creditinfo á bæði þró- uðum mörkuðum og nýmörkuðum renna stoðum undir „umtalsverða vaxtarmöguleika“. Creditinfo hagnaðist um 3,38 milljónir evra á árinu 2019, sem var meira en tvöföldun frá árinu áður. Heildartekjur Creditinfo á árinu 2019 námu um 46,7 milljónum evra, en þar af var um tíundi hluti vegna starfsemi í Afríku. Gera áætl- anir fyrirtækisins ráð fyrir að tekju- vöxtur rekstrareininga í Afríku geti numið 30 prósentum á ári næstu tvo áratugi. Hins vegar kom nokk- urt bakslag í starfsemi Creditinfo í Afríku vegna farsóttarinnar. Mögulegt er að höfuðstöðvar Cred itinfo verði f luttar úr landi. Vand fundin eru íslensk fyrir- tæki sem hafa jafn víðtæk umsvif á erlendri grundu og Creditinfo. Höfuðstöðvarnar eru á Höfðabakka en minnkandi vægi starfseminnar á Íslandi og nýtt eignarhald gæti á endanum breytt því. „Vægi starf- seminnar á Íslandi hefur minnkað hægt og rólega í gegnum tíðina og það mun væntanlega halda áfram,“ segir Reynir. Stjórnendahópur og stefna Creditinfo á Íslandi er hins vegar óbreytt. Spurður um heilræði f y r ir íslenska frumkvöðla leggur Reynir áherslu á úthald og þolinmæði. „Stundum sé ég Íslendinga þróa sniðuga hugmynd, setja hana á markað og selja síðan reksturinn eftir fáein ár. Jafnvel fyrir nokkrar milljónir dala. Ef ég ætti að gefa ungum frumkvöðlum heilræði þá væri það að halda fast í sköpunar- verkið eins lengi og þú getur. Þá geturðu náð langt.“ Aðspurður segist Reynir ekki vita hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur. „Ætli maður verji ekki tíma og pening í að hjálpa til að búa til störf í þessu ástandi. Ég verð að gera eitthvað.“ thorsteinn@frettabladid.is Creditinfo verðmetið á hátt í 30 milljarða Creditinfo Group var samkvæmt heimildum verðmetið á hátt í 30 milljarða af sjóðnum LLCP sem keypti meirihluta hlutafjár. Sænska Kamprad-fjölskyldan, kennd við IKEA, er stærsti hluthafinn í LLCP. Höfuðstöðvarnar fari úr landi. Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, fer með 35 prósenta hlut eftir söluna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Ef ég ætti að gefa ungum frumkvöðl- um heilræði þá væri það að halda fast í sköpunarverkið eins lengi og þú getur. Viðskiptavinir HS Orku hafa ekki notið góðs af verð-lækkunum raforkufram- leiðandans að undanförnu vegna þess að verðskrár Landsnets og dreifiveitna hafa farið hækkandi á þessu ári. Þetta kemur fram í innsendu erindi HS Orku á sam- ráðsgátt stjórnvalda vegna fyrir- hugaðra breytinga á raforkulögum, sem meðal annars eiga að fela í sér breytingar á tekjumörkum fyrir- tækja sem annast f lutning og dreif- ingu raforku á Íslandi. „Framleiðsla rafmagns hér á landi er umhverfisvæn sem skiptir máli í staðarvali þeirra fyrirtækja sem hingað kjósa að líta. En vegna fjarlægðar við markaði liggur for- skot Íslands oftar en ekki í því að verð á umhverfisvænni orku sé samkeppnishæft í samanburði við það sem stendur til boða í sam- keppnislöndum okkar, eins og á hinum Norðurlöndunum, öðrum Evrópulöndum eða Kanada,“ segir í erindi raforkuframleiðandans. Raforkuverð hafi farið lækkandi á þeim mörkuðum sem Ísland er í samkeppni við og HS Orka hafi brugðist við því með verðlækkun- um. Sökum aukins kostnaðar við f lutning og dreifingu raforku, hafi lækkanir ekki skilað sér að fullu til notenda. Þar með sé grafið undan samkeppnishæfni íslenska raf- orkumarkaðarins. Í umsögn Norðuráls um sama mál kemur fram að lækkun f lutn- ingskostnaðar sé nauðsy nleg svo Ísland geti boðið upp á sam- keppnishæft orkuverð. „Þrátt fyrir ábendingar Fraunhofer, Deloitte, orkunotenda, -framleiðenda og -seljenda, um að hér stefni í óefni er niðurstaðan sú að lítið sem ekkert verði að gert,“ segir í umsögn Norð- uráls. Í umsögn Landsvirkjunar er sambærilegt stef, en þar segir að breyting á tekjumörkum Landsnets þurfi að vera „marktæk“ ef treysta eigi samkeppnisstöðu Íslands. – thg Lægra raforkuverð skili sér ekki til viðskiptavina Orkuver HS Orku í Svartsengi á Reykjanesi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kaup, sala og samruni fyrirtækja. kontakt@kontakt.is I 414 1200 I www.kontakt.is FYRIRTÆKJARÁÐGJÖF • Verðmat • Ráðgjöf og undirbúningur fyrir sölumeðferð • Milliganga um fjármögnun • Samningagerð 1 0 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.