Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 8
Í Virginíu hafa tæplega 11 prósent íbúanna hlaðið niður appi, 6 prósent í New York, 4 prósent í New Jersey og 2,5 prósent í Kaliforníu. Samkvæmt kínverskri sendinefnd var tilgangurinn að gera Kínverjum betur kleift að stunda rannsóknir á norðurslóðum. FINNLAND Kínverska ríkið falaðist eftir því að kaupa flugvöll af Finn- um í bænum Kemijarvi árið 2018. Finnska ríkisútvarpið YLE Lappi greinir frá þessu. Varnarmálaráðu- neyti Finnlands hafnaði hins vegar beiðni Kínverja af öryggisástæðum. Kemijarvi er í Lapplandi, austan við borgina Rovaniemi, og var það hin ríkisrekna Heimskautastofnun Kína sem sóttist eftir kaupum eða leigu. Þar að auki buðust Kínverjar til þess að stækka flugbrautina með 6 milljarða króna framlagi. Samkvæmt kínverskri sendi- nefnd var tilgangurinn að gera Kínverjum betur kleift að stunda rannsóknir á norðurslóðum, sem njóta sífellt aukinnar athygli stór- veldanna vegna loftslagsbreytinga og opnunar skipaleiða. Hafa þeir meðal annars aðstöðu á eyjunni Svalbarða. Þessari auknu athygli fylgja einnig hernaðarleg umsvif. Þó að þau umsvif hafi hingað til fyrst og fremst verið bundin við Rússland og NATO-ríkin, óttast margir að Kínverjar vilji gera sig gildandi á svæðinu einnig. Það vakti nokkrar grunsemdir Finna að einn í kín- versku sendinefndinni kom úr kín- verska hernum. Finnar slógu f lugvallarsöluna strax út af borðinu, meðal ann- ars með vísun í Evrópureglur um takmarkanir við erlendri f jár- festingu. Einnig er Kemijarvi stað- sett skammt frá Rovajarmi, sem er stærsta stórskotaæfingasvæði Evr- ópu. Samkvæmt varnarmálaráðu- neytinu kom það aldrei til greina að hleypa erlendu ríki svo nærri því svæði. Þar að auki er Kevijarmi ekki fjarri rússneskum herstöðvum, handan landamæranna, og hefði skapað aukna spennu milli Rússa og Kínverja. – khg Kínverjar fengu ekki að kaupa finnskan flugvöll Kínverjar sýna Norðurslóðum aukinn áhuga. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY COVID-19 Smitrakningarsmáforrit hafa gert lítið og jafnvel ekkert í baráttu við COVID-19. Sums staðar hafa þau meira að segja gert meira ógagn en gagn því fólk hefur þurft að fara í sóttkví að ástæðulausu vegna falskra niðurstaðna. Einkum vegna galla Bluetooth-tækninnar sem víðast hvar hefur verið notuð. Bluetooth-app hefur verið hann- að fyrir Ísland og er nú í prófunum. Ekki liggur fyrir hvenær það verður tekið í notkun en Persónuvernd þarf að gefa blessun sína. Bluetooth- öppin eru þó almennt talin minni innrás inn í einkalíf fólks en GPS tæknin, sem notuð er í núverandi appi sem tekið var í notkun í apríl. Metfjöldi sótti appið, eða um 38 prósent landsmanna. Um sumarið kom í ljós að það hjálpaði aðeins að takmörkuðu leyti. Landlæknir og almannavarnir mæla enn með appinu. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hversu margir nota það í dag og hafa kveikt á því. Meiri vonir eru bundnar við Blue- tooth, sem er notað víðast í hinum vestræna heimi en hefur ekki skilað miklu gegn COVID-19. Helsti gall- inn er tæknin sjálf, sem byggir á lágri orku, staðsetur fólk ekki og mælir illa vegalengdir og tíma. Þetta kom glöggt fram í rannsókn Trinity-háskólans í Dublin á þýsku, ítölsku og svissnesku Bluetooth- öppunum, sem birt var í lok septem- ber. En rannsóknin var framkvæmd í léttlestakerfi með hundruðum síma. Þýsku og svissnesku öppin svöruðu ekki, jafnvel þótt fólk væri vel innan tveggja metra radíuss, og hið ítalska svaraði í helmingi tilfella og gaf jafn- margar falskar niðurstöður. Þá hefur komið í ljós að Bluetooth- tæknin getur tilkynnt fólk á sama stað þótt það sé veggur eða gluggi á milli þeirra og þar af leiðandi enginn möguleiki á smiti. Þá hafa símarnir sjálfir valdið vandræðum. Í febrúar var greint frá því að þúsundir Nýsjá- lendinga höfðu leitað til sóttvarna- yfirvalda því að forritið virkaði ekki fyrir eldri farsíma. Fyrir utan tæknilega vankanta hefur helsta vandamál þeirra sem hafa tekið upp smitrakningaröpp verið að fáir nota þau, hvort sem það er vegna vantrausts eða annars. Rannsókn vísindamanna við háskólann í Glasgow frá því í desember sýnir að app af þessum toga getur fræðilega gefið ágætis- raun sé notkunin að minnsta kosti í kringum 60 prósent. Í Bandaríkjunum hefur tæplega helmingur ríkja tekið upp notkun apps og notkunin er vægast sagt lítil. Í Virginíu hafa tæplega 11 pró- sent íbúanna hlaðið niður appi, 6 prósent í New York, 4 prósent í New Jersey og 2,5 í Kaliforníu. Í Bretlandi hefur notkunin verið mun meiri, en samt aðeins 28 pró- sent. Samkvæmt stærðfræðilegri rannsókn á appinu í febrúar er talið að það gæti hafa varnað 224 þúsund manns frá smiti. Óvíst sé hins vegar hversu margir hefðu hvort eð er fengið tilkynningu í gegnum hefð- bundnar rakningarleiðir. Þá er það mjög á reiki hversu margir fara í sóttkví eftir að hafa fengið tilkynningu frá appinu, en tölur sýna allt frá 12 prósentum upp í 80. kristinnhaukur@frettabladid.is Notkun rakningarforrita lítið hjálpað Smitrakningarforrit, bæði Bluetooth og GPS, hafa valdið vonbrigðum vegna tæknilegra vankanta og hversu fáir hafa sótt þau. Sum gefa falskar niðurstöður eða mæla fólk í sama rými þótt veggur sé á milli þeirra. Íslenskt Bluetooth-forrit hefur verið hannað. Miklar vonir voru bundnar við smitrakningaröppin í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ársfundur 2021 fimmtudaginn 25. mars Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn á Icelandair Hótel Reykjavík Natura fimmtudaginn 25. mars 2021 kl. 17:15 Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningur 2020 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs 3. Kynning á fjárfestingarstefnu 4. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 5. Kosning stjórnar 6. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags 7. Ákvörðun um laun stjórnar 8. Önnur mál Framboðum til stjórnar (aðalmenn) skal skila í síðasta lagi þann 18. mars 2021. Hægt er að senda inn framboð á netfangið almenni@almenni.is. Ársreikning og önnur gögn fyrir fundinn er að finna á heimasíðu sjóðsins. Vegna sóttvarna er farið fram á að þeir sjóðfélagar sem ætla að mæta á staðinn eða þeir sem mæta í umboði sjóðfélaga skrái sig fyrir kl. 13:00 þann 24. mars 2021 á www.almenni.is. Umboðsmenn skulu afhenda frumrit umboða eða skila rafrænu umboði með fullgildri rafrænni undirritun. Fundinum verður streymt á heimasíðu sjóðsins. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins Nánar á: www.almenni.is 1 0 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.