Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 11
Þann 25. febrúar 2021 fór fram á Alþingi umræða um stöðu talmeinafræðinga og sjúkra- þjálfara. Báðar stéttirnar segja farir sínar ekki sléttar vegna ósveigjan- leika heilbrigðiskerfisins og stofn- unar sem bæði hafa það yfirlýsta markmið að tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Bitbeinið er tveggja ára ákvæði í rammasamningi sem kveður á um að talmeinafræðingar eigi að hafa tveggja ára starfsreynslu hjá hinu opinbera til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Í talmeinafræðináminu eru nemarnir fræddir um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar en hún felur í sér að alla (tal)þjálfun sé mikilvægt að byrja eins f ljótt og auðið er, áður en vandinn vindur upp á sig og verður illviðráðan- legur. Hvað verður til dæmis um barn sem greinist þriggja ára með málþroskaröskun og bíður að því loknu árum saman eftir íhlutun? Vert er að minnast á að biðtími barna eftir talþjálfun á stofu er að meðaltali 17 mánuðir en getur farið lengst í 36 mánuði og 800 börn eru á biðlista eftir þjálfun á höfuðborgarsvæðinu einu saman. Á landinu öllu má ætla að um 2.000 börn bíði eftir talmeinaþjónustu og eru þá ótaldir allir fullorðnir skjól- stæðingar stéttarinnar. Vöntun er á talmeinafræðingum á Íslandi og þrátt fyrir að pening- um tæki skyndilega að rigna innan málaf lokksins myndi það ekki breytast. Tíminn einn mun snúa því við en búið er að fjölga þeim sem teknir eru inn í námið annað hvert ár úr 15 í 18. Það að atvinnu- frelsi þeirra talmeinafræðinga, sem þó eru til staðar, sé skert á þennan hátt er í raun óafsakanleg fásinna. Með þessum vinnubrögðum er lagður grunnur að tvöföldu heil- brigðiskerfi þar sem þeir sem eiga mega og hinir geta átt sig. Ekki er horft til þess samfélagslega sparn- aðar sem snemmtæk íhlutun hefur í för með sér, aðeins er reynt að gera við lekt þak með því að fjár- festa í stærri fötu líkt og svör heil- brigðisráðherra við umræðunum á Alþingi bera með sér. Aðrir þing- menn sem tóku til máls virtust allir vel meðvitaðir um að staðan sem upp er komin sé ótæk og nauðsyn þess að bregðast við henni. Í svörum sínum talar heilbrigðis- ráðherra sérstaklega um fjarþjálf- un fyrir þá einstaklinga sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og nefnir Köru connect sérstaklega í því samhengi, en Kara er nokk- urs konar sýndarskrifstofa. Þeir talmeinafræðingar hérlendis sem nýta hana eru allir á rammasamn- ingi við SÍ og því er erfitt að átta sig á hvaða vanda það á að leysa. Ráðherrann talaði einnig um fyrir- Númer 349 á biðlista Linda Björk Markúsardóttir talmeina­ fræðingur   tækjasamninga sem fýsilegan kost í stöðunni en þess konar samningar sem SÍ bjóða henta eingöngu stærri starfsstöðvum. Þessi möguleiki er ekki til staðar úti á landi þar sem einyrkjar starfa eða tveir til þrír saman á stofu. Samninganefnd sjálfstætt star fandi talmeina- fræðinga hefur bent SÍ á að stétt- inni hugnist þetta samningaform ekki og hefur gefið málefnalegar ástæður fyrir því. Það er ekki vilji talmeinafræð- inga að leggjast á ríkisspenann heldur eingöngu að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda, gera gagn og nýta háskólamenntunina sem tók, að lágmarki, f imm til sex ár að af la. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bret- lands, hlaut viðurnefnið járnfrúin vegna óhagganlegra stjórnmála- skoðana sinna og stjórnunarstíls. Hvernig líst hæstvirtum heilbrigð- isráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, á gælunafnið biðlistabarónessan? Vert er að minnast á að bið- tími barna eftir talþjálfun á stofu er að meðaltali 17 mánuðir en getur farið lengst í 36 mánuði og 800 börn eru á biðlista eftir þjálfun á höfuðborgarsvæð- inu einu saman. Leiksýning fyrir börn og fullorðna Alla laugardaga — tryggðu þér miða á borgarleikhus.is „Stúlkan sem stöðvaði heiminn talar svo sannarlega til okkar samtíma” SJ. Fréttablaðið S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 1 0 . M A R S 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.