Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 40
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Árna Helgasonar BAKÞANKAR Ég hef greint sjálfan mig með eitthvað sem ég vil kalla óróablæti. Þetta byrjaði í árslok 2019 þegar appelsínugul stormviðvörun var gefin út í fyrsta sinn og borgarbúar keyptu sér vikubirgðir af snakki til að lifa af nokkurra klukkustunda inni- veru. Snakkstormurinn olli ekki miklu tjóni en hann var fyrirboði þess sem verða vildi. Fljótlega komu f leiri marglitar stormvið- varanir, jarðhræringar á Reykja- nesi, kórónaveiran, Pfizer-til- raunin sem kom svo reyndar ekki og núna væntanlegt eldgos. Ég er orðinn háður þessu, les frétta- miðla af ákefð, horfi á alla blaða- mannafundi, ligg yfir tölfræði og rýni af ákefð í svipbrigði vísinda- og embættismanna þegar þeir velta vöngum yfir mögulegum sviðsmyndum. Ég fæ ekki nóg. Upp á síðkastið hafa jarðhrær- ingarnar á Suðurnesjum haldið mér við efnið. Þótt vísindamenn hafi ítrekað og endurtekið sagt að hættan sé afar lítil þá nennir enginn að hlusta á svoleiðis partý- spilla. Óróablætið þarf upp- lýsingar, ólíklegar sviðsmyndir og hasar. Þetta náði ákveðnu hámarki um daginn þegar Kristján Már Unnars son var í beinni útsend- ingu í fréttum Stöðvar 2 úr þyrlu á skjálftasvæðinu. Telma Tómasson byrjaði á að spyrja Kristján hvort hann væri óttasleginn. Hann játti því. Ég dró andann djúpt og teygði mig lengra ofan í snakkpokann. Sá fyrir mér hvernig illvígar gostung- urnar myndu reyna að læsa sig í þyrlu okkar besta fréttamanns sem þyrfti jafnvel að hanga utan á henni og nota gula vestið sitt til að slökkva eldinn. Hann myndi svo f ljúga þyrlunni sjálfur heim í gegnum rauða stormviðvörun og loftslagsbreytingar og jafnvel með kórónaveirusmitaðan farþega um borð. Í beinni allan tímann. Óróablæti NETVERSLUN NETTÓ BÚÐU TIL ÞÍNA EIGIN KÖRFU AUÐVELT OG ÞÆGILEGT! Lægra verð – léttari innkaup netto.is SKANNAÐU KÓÐANN OG KÍKTU Í KÖRFUNA HANS BEGGA ÓLAFS Verslaðu á 66north.is Fylgdu okkur á Instagram @66north Afgangsefni í aðalhlutverki Kría línan sameinar sígilda hönnun 66°Norður frá tíunda áratugnum og stefnu fyrirtækisins sem felur í sér að fleygja aldrei vörum eða efni og fullnýta eins mikið og hægt er.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.