Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 4
SJÁVARÚTVEGUR Heimastjórn Borg-
arfjarðar eystra er vongóð um að
hreyfing komist á vandræði tengd
handfæraveiðum í þorpinu eftir
fund með fulltrúum sjávarútvegs-
ráðuneytisins. Í áraraðir hafa togar-
ar fengið að koma inn á fengsælustu
handfæraveiðasvæðin og valdið
miklu raski. Vonast heimamenn til
þess að togveiðar verði bannaðar
innan 12 mílna, að minnsta kosti
yfir mesta handfæraveiðitímabilið.
Almennt gildir að togveiðar eru
bannaðar innan 12 mílna frá landi.
Sums staðar er þó heimilt að veiða
nær, til dæmis að 6 mílum við
Borgarfjörð, svæði sem nefndist
Skápurinn og er fengsælasta hand-
færaveiðisvæðið á staðnum.
„Togararnir koma alltaf í septem-
berbyrjun og hertaka heimamiðin.
Á síðasta ári fóru níu togarar inn á
Skápinn í þrjátíu skipti. Þetta er ein-
mitt á þeim tíma sem besta hand-
færaveiðin er,“ segir Eyþór Stefáns-
son formaður heimastjórnarinnar.
Hann þekkir málið vel enda gerði
hann áður út smábát. Hann segir
þetta hafa verið reynsluna undan-
farna áratugi.
Eyþór segir togarana valda miklu
raski. „Trollið fer eftir botninum
og rótar honum upp og fælingar-
mátturinn er svo mikill að það
fiskast ekkert á þeim stað í allt að
viku,“ segir hann. Handfæraveið-
arnar eru mjög árstíðabundnar og
illréttlætanlegt að gera út bát nema
frá júlí til október. Á þeim tíma eru
allt að 20 bátar á Borgarfirði eystri
en aðeins fimm til sjö yfir veturinn.
Í bænum búa aðeins um 90 manns
og er hann í verkefni Byggðastofn-
unar um brothættar byggðir.
Til að ná í af la í september og
október þurfa handfærabátarnir að
sigla utar, á svæði sem nefnist Digra-
nesflak, því það hefur ekkert upp á
sig að veiða í Skápnum á þeim tíma.
Digranesflak er hins vegar 30 eða 40
mílum frá landi.
„Það er ekki eðlilegt að litlar trill-
ur þurfi að fara út fyrir togarana, því
það eru fín togaramið fjær landi,“
segir Eyþór. Margir smábátarnir eru
hæggengir og það getur tekið fjóra
eða fimm klukkutíma að sigla hvora
leið. Þá er ekki mikill tími eftir til
veiða því að samkvæmt reglum má
bátur aðeins vera 14 tíma úti. Auk
tímans fylgir því einnig meiri kostn-
aður að sigla svo langt og minna
öryggi, því í september og október
eru haustveðrin mætt á svæðið.
Borgfirðingar hafa lengi barist
fyrir banni við togveiðum innan
12 mílna en ávallt hefur málið verið
sagt f lókið og breyta þurfi fisk-
veiðilögsögulögum til þess. Eyþór
er vongóður um að málið sé komið
á hreyfingu og útilokar ekki að
hægt sé að breyta þessu með reglu-
gerð. „Eftir sameiningu Múlaþings
settum við púður í þessa baráttu og
erum nú með allt sveitarfélagið með
okkur í liði,“ segir hann.
Á fundi heimastjórnarinnar og
ráðuneytisins komu fram töluleg
gögn um togveiðiaflann á svæðinu
sem reyndist lítill. „Þessi gögn sýna
að togararnir eru ekki að hafa mik-
inn af la af svæðinu og hagsmunir
stórútgerðanna því litlir,“ segir
Eyþór. kristinnhaukur@frettabladid.is
Togararnir koma
alltaf í september-
byrjun og her-
taka heima-
miðin.
Eyþór Stefánsson,
heimastjórnar-
formaður Borgar-
fjarðar eystri
Óeðlilegt að smábátar verði
að sigla svona langt út á miðin
Á haustin þurfa smábátasjómenn á Borgarfirði eystra að sigla langt út á miðin til þess að fiska þar sem
togararnir koma og raska fengsælustu heimamiðunum. Heimastjórnin er vongóð um að hreyfing sé
komin á málið og sjávarútvegsráðherra banni veiði innan 12 mílna yfir mesta handfæraveiðitímabilið.
Borgarfjörður eystra er ein af brotthættum byggðum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
COVID-19 „Það athugar enginn með
mann. Íslendingar treysta á þig sem
ferðamann að vera í fimm daga
sóttkví,“ segir fréttakonan Sarah
Harman á NBC. Harman var með
langt innslag um Ísland og árang-
urinn gegn COVID-19 og ræddi
meðal annars við Katrínu Jakobs-
dóttur forsætisráðherra. Innslagið
var sýnt í gær.
Katrín sagði að 98 prósent þeirra
sem ættu að mæta í seinni skimun
gerðu það.
Samtök fyrirtækja á veitinga-
markaði sendu frá sér ákall til
stjórnvalda í gær þar sem krafist
var herts eftirlits og skýrari leið-
beininga við landamærin. „Loks
þegar farið var að birta til á ný með
af léttingum fáum við fregnir af
mögulegu hópsmiti sem á uppruna
sinn að rekja til smits sem slapp í
gegnum landamærin,“ segir í til-
kynningunni. Þar segir einnig að
kurr sé í veitingamönnum enda
finnist þeim þeir þurfa að lúta mjög
hörðu eftirliti lögreglu ólíkt þeim
sem koma til landsins.
„Í veitingageiranum starfa um
þúsund fyrirtæki með þúsundir
manna í vinnu svo að samfélags-
legur skaði af lélegu eftirliti á
landamærum er gríðarlegur fyrir
samfélagið í heild sinni,“ segir enn
fremur. -bb
Treysta ferðamönnum til að fara í fimm daga sóttkví
Þeir sem koma til Íslands eru ekki undir eftirliti í sóttkví. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LÖGREGLUMÁL Lög m ann a fé l ag -
ið mun óska upp lýs ing a um mál
Stein b erg s Finn bog a son ar, eins
verj and a í morð mál in u í Rauð a -
gerð i, sem fjallað var um í Frétta-
blaðinu í gær, en lögregla hefur
krafist þess að hann verði kall að ur
til skýrsl u t ök u vegn a rann sókn-
arinnar.
„Vitn a skyld a verj end a nær aldr-
ei til at rið a eða upp lýs ing a sem
þeir hafa feng ið vegn a verj end a-
starf a. Það er þagn ar skyld a. Trún-
að ar skyld a er ein sú mik il væg ast a
skyld a sem lög menn hafa í sín um
störf um fyrir sína skjól stæð ing a,“
seg ir Berg lind Svavarsdóttir for-
maður Lögmannafélagsins og bætir
við: „Ef ein hvern veg inn á að reyn a
að reka fleyg í það eða kall a verj and a
í skýrsl u tök u, þá þurf a að vera mjög
veig a mikl ar á stæð ur fyr ir því.“
Sjálfur segist Steinbergur ekki
geta tjáð sig um efnisatriði málsins
vegn a trún að ar skyld u. Að spurð ur
um hvort hann viti hvern ig mál ið
muni þró ast seg ist hann ekki vita
um það. Nið ur stöð u er að vænt a í
dag. – þp
Mál Steinbergs
verður skoðað
PÓLITÍK Þórunn Sveinbjarnardóttir,
formaður BHM mun leiða lista Sam-
fylkingarinnar í Suðvesturkjör-
dæmi, verði tillaga uppstillingar-
nefndar f lokksins í kjördæminu
samþykkt. Þetta herma heimildir
Fréttablaðsins en tilkynningar um
tillögu nefndarinnar er að vænta í
dag.
Guðmundur Andri Thorsson,
þingmaður flokksins og núverandi
oddviti kjördæmisins, verður í
öðru sæti og Inga Björk Margrétar
Bjarnadóttir, fyrrverandi formaður
framkvæmdastjórnar f lokksins, í
því þriðja. Samkvæmt heimildum
blaðsins var Jónu Þóreyju Péturs-
dóttur, fyrr ver andi for seta stúd-
entaráðs Há skóla Íslands, boðið
þriðja sætið á lista, en hún er sögð
hafa hafnað því boði.
Þórunn var þingmaður í tæpan
áratug á árunum 1999 til 2011 og
var umhverfisráðherra frá 2007 til
2009. Þótt fyrir komi að oddvitar
í kjördæmum tapi forystusætinu
í próf kjöri, sætir það tíðindum ef
oddviti er færður niður um sæti af
uppstillingarnefnd. Þessi ákvörðun
nefndarinnar þýðir að Guðmundur
Andri verður ekki í öruggu þing-
sæti. Því ber að halda til haga að
hann hefur sjálfur látið þess getið
að honum þyki kitlandi að freista
þess að vinna annað þingsæti í kjör-
dæminu. – aá, ókp
Guðmundur Andri víkur sæti fyrir Þórunni
Þórunn Svein-
bjarnardóttir
www.lyfsalinn.is
OPIÐ
8.30 - 18.00
virka daga
Verið hjartanlega velkomin
GLÆSILEGT APÓTEK
Í ORKUHÚSINU
URÐARHVARFI 8
ENGLAND Fram kemur í yfirlýsingu
sem send var frá Buckinghamhöll
í gær að þær ásakanir sem fram
komu í máli hertogahjónanna
Megh an Markle og Harrys Breta-
prins í viðtali þeirra við Opruh Win-
frey verði teknar alvarlega.
Þar kom meðal annars fram að
hjónin hafi fundið fyrir áhyggjum
innan bresku konungsfjölskyldunn-
ar af litarhætti sonar þeirra Archie.
„ Þessa r á sa k a nir her toga-
hjónanna af Sussex valda okkur
áhyggjum og verða ræddar innan
konungsfjölskyldunnar á næstu
dögum,“ segir í yfirlýsingunni þar
sem sagt er einnig að mikil væntum-
þykja sé í garð Harrys og Meghan
innan fjölskyldunnar.
Því er ljóst að frekari yfirlýsinga er
að vænta um málið en mikill þrýst-
ingur var á konungsfjölskylduna að
bregðast því sem fram kom í við-
talinu. – hó
Krúnan ætlar
að bregðast við
Harry og Meghan í viðtalinu fræga.
1 0 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð