Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 18
Umtalsvert fé mun að líkindum streyma á hlutabréfabréfa-markað í ljósi þess að fyrirtæki í Kaup-höll munu greiða hluthöfum samanlagt um 48,9 milljarða, samkvæmt samantekt Markaðarins. Sérfræðingar slá á að arðgreiðslur og endurkaup verði svipuð að umfangi og selt verður í hlutafjárútboðum við skráningu Íslandsbanka og Síldarvinnslunnar í Kauphöllina. Fyrirtæki í Kauphöllinni munu greiða hluthöfum 19,5 milljarða króna í arð á næstunni, 9,7 millj- arðar munu renna í hendur hlut- hafa með lækkun hlutaf jár og fyrirtækin stefna á að kaupa eigin bréf fyrir um 19,7 milljarða króna á árinu. Mogens Gunnar Mogensen, for- stöðumaður hlutabréfastýringar hjá Íslandssjóðum, segir að um sé að ræða mun hærri fjárhæðir en áður. „Undanfarin ár hafa arð- greiðslur og endurkaup numið í kringum 30 milljörðum á ári, ef frá er talið árið 2019 þegar fjárhæðin var ríf lega 40 milljarðar,“ segir hann. „Helsta ástæðan fyrir hærri útgreiðslum á árinu 2021 er að eigið fé safnaðist upp hjá fjármála- fyrirtækjum og tryggingafélögum á árinu 2020 vegna tilmæla frá Fjár- málaeftirliti Seðlabankans um að greiða ekki út arð eða kaupa eigin bréf. Þetta var gert til að tryggja sterka eiginfjárstöðu vegna efna- hagslegrar óvissu tengda COVID. Í ársbyrjun 2021 var svo létt á þess- um hömlum sem gerði félögunum mögulegt að hefja aftur útgreiðsl- ur til hluthafa innan ákveðinna marka. Arion banki var snöggur til að tilkynna um 15 milljarða endurkaupaáætlun og ætlar auk þess að greiða þrjá milljarða í arð, svo hann hreyfir nálina duglega. Þá má einnig nefna að Síminn er að greiða óvenjumikið út til hlut- hafa nú, eða um 9 milljarða, til að bæta hjá sér fjármagnsskipanina. Arðgreiðslur og endurkaup eru á heildina litið að vaxa um hátt í 50 prósent á milli ára.“ Óðinn Ár nason, sjóðsstjór i hlutabréfasjóða hjá Stefni, segir að á undanförnum árum hafi skráð fyrirtæki í Kauphöll aukið greiðsl- ur og endurkaup eigin bréfa. „Oft hefur arðgreiðslum verið fjárfest að stórum hluta til aftur á hlutabréfa- markaðinn. Hlutabréfaverð hefur þannig stundum átt tilhneigingu til að hækka í lok mars og byrjun apríl þegar arðgreiðslur berast hluthöfum og þeim hefur verið endurfjárfest aftur á markaðinn. Fyrirtækin sem skráð eru í Kaup- höllina komu f lest nægjanlega vel út úr COVID-19 til að geta greitt út arð,“ segir hann. Nýverið var gengið frá sölu á íbúðaleigufélaginu Ölmu fyrir ellefu milljarða til fjölskyldunnar sem meðal annars á heildverslun- ina Mata. Reikna má með að tals- verður hluti af þeirri fjárhæð renni á hlutabréfamarkaðinn, að því er sérfræðingar á markaði telja, en helstu hluthafar voru félög tengd Guðbjörgu Matthíasdóttur, aðal- eiganda Ísfélagsins í Vestmanna- eyjum, tryggingafélögin TM, Sjóvá og VÍS. Mogens Gunnar segir öruggt að hluti af þeim fjármunum sem skráð fyrirtæki greiða út til hluthafa leiti aftur inn á hlutabréfamarkaðinn. Hlutabréfasjóðir muni f lestir fjár- festa aftur þeim fjármunum sem þeir fá í hendurnar en meiri óvissa ríki um hvernig lífeyrissjóðir ráð- stafi sínum greiðslum. Þó megi vænta að töluverðum hluta þess verði endurfjárfest á hlutabréfa- markaði. „Þá er töluvert erlent eignarhald í Marel og að einhverju marki Arion banka og því mun hluti þeirra arðgreiðslna renna í vasa erlendra fjárfesta. Engu að síður ættu arðgreiðslur og endur- kaup að glæða markaðinn lífi á komandi vikum og mánuðum og koma sér vel ef verður af tveimur f y r irhug uðu m nýsk ráning u m næsta sumar, Íslandsbanka og Síldarvinnslunni,“ segir hann. Óðinn segist telja lífeyrissjóðir muni endurfjárfesta hluta af þeim arðgreiðslum sem þeir fá á íslenska hlutabréfamarkaðnum á nýjan leik. „Hlutfall innlendra hlutabréfa af eignasafni lífeyrissjóða hefur hækkað að undanförnu. Það er því spurning hvaða augum þeir líta hlutföllin í eignasöfnum sínum,“ segir hann. Óðinn segir að almennt séu arð- greiðslur stöðugar hjá skráðum fyrirtækjum en umfang kaupa á eigin bréfum óreglulegra og nýtt til dæmis til að gera breytingar á fjármagnsskipan félaganna. Hlutabréfavísitalan OMXI10 hefur hækkað um 11 prósent það sem af er ári og um 57 prósent á einu ári. Stýrivextir eru lágir eða 0,75 prósent en verðbólga mælist 4,1 prósent. Af þeim sökum hefur f jármagn færst úr innistæðum og skuldabréfum. „Þrátt fyrir að hlutabréfamarkaðurinn hafi hækkað hratt á skömmum tíma er gert ráð fyrir því að hlutabréfaverð geti hækkað áfram í ljósi þess hve vaxtastigið er lágt. Umtalsverður hluti sparnaðar almennings er enn fjárfestur í lágvaxtaeignum og má áfram gera ráð fyrir eignatilfærslu að einhverju marki yfir í áhættu- meiri eignir eins og hlutabréf,“ segir Mogens Gunnar. Óðinn segist telja að innlend hlutabréf muni halda áfram að vera nokkuð sterk. Í ljósi lágra vaxta megi vænta þess að fjár- magn haldi áfram að leita að betri ávöxtun í hlutabréfum auk þess sem arðgreiðslur hafi sögu- lega stutt við hlutabréfaverð. Þá styttist í að íslenski hlutabréfa- markaðurinn fari í vísitölumengi MSCI, eins stærsta vísitölufyrir- tækis í heimi. „Við væntum þess að f leiri erlendir fjárfestar muni við það fjárfesta í auknum mæli í íslenskum hlutabréfum. Jafnvel þótt einhverjir erlendir fjárfestar hafi selt á undanförnum misserum hlutabréf sín, enda um mjög ólíka fjárfesta að ræða,“ segir hann. Sögulega hefur þeim greiðslum verið fjárfest að stórum hluta til aftur í hlutabréfa- markaðnum. Óðinn Árnason, sjóðstjóri hjá Stefni Helsta ástæðan fyrir hærri út- greiðslum á árinu 2021 er að eigið fé safnaðist upp hjá fjármálafyrirtækjum og tryggingafélögum á árinu 2020 vegna tilmæla frá Fjármálaeftirliti Seðlabank- ans um að greiða ekki út arð eða kaupa eigin bréf. Mogens Gunnar Mogensen, for- stöðumaður hjá Íslandssjóðum Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Nafn Arðgreiðsla Lækkun hlutafjár Kaup á eigin bréfum Samanlagt Arion 2.990 18.188 21.178 Brim 2.305 2.305 Eik 650 650 Eimskip 447 1.676 2.123 Festi 969 969 Hagar 500 500 Iceland Seafood Icelandair Kaldalón Kvika Marel 6.289 6.289 Origo Reginn Reitir 778 788 Síminn 500 8.000 500 9.000 Sjóvá 2.650 2.650 Skeljungur 350 350 Sýn TM VÍS 1.610 500 2.110 Samtals 19.538 9.676 19.688 48.902 ALMA íbúðafélag selt 11.000 Samanlagt 59.902 ✿ Greiðslur fyrirtækja í Kauphöll til hluthafa Fjárhæðir eru í milljónum króna 0 5 10 15 20 25 30 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 n Arðgreiðslur fyrirtækja í Kauphöllinni n Endurkaup fyrirtækja í Kauphöllinni ✿ Endurkaup fyrirtækja á eigin bréfum fara vaxandi Í milljörðum króna Mikið fé gæti streymt aftur á markað Horfur eru á að fyrirtæki í Kauphöll muni greiða hluthöfum 49 milljarða króna. Skráð fyrirtæki komu flest nægjanlega vel út úr COVID-19 til að geta greitt út arð. Eigið fé safnaðist upp hjá fjármálafyrirtækjum og tryggingafélögum á árinu 2020. Arðgreiðslur gætu aukist á árinu 2021 Mogens Gunnar Mogensen, forstöðumaður hlutabréfastýr- ingar hjá Íslandssjóðum, segir að mögulega muni arðgreiðslur fyrirtækja á árinu aukast. „Ar- ion banki og tryggingafélögin, einkum Sjóva, hafa umtalsvert svigrúm til að greiða hluthöf- um arð. Fjármálafyrirtæki eru háð skilyrðum Fjármálaeftirlits Seðlabankans um hve mikinn arð má greiða. Þau skilyrði verða endurskoðuð í haust. Þrátt fyrir að Sjóvá muni greiða 2,7 milljarða króna í arð verður fjárhagslegur styrkur félagsins áfram mikill. Trygg- ingafélagið getur greitt um tvo til þrjá milljarða til hluthafa en samt sem áður verði gjaldþols- hlutfallið innan þeirra marka sem stjórn hefur ákveðið. Gjaldþolshlutfallið verður 1,67 eftir fyrirhugaða arðgreiðslu en samkvæmt lögum skal það ekki vera lægra en einn.“ Gjaldþols- hlutfall mælir getu fyrirtækja til að greiða langtímaskuld- bindingar og vexti. Kvika og TM munu bíða með að greiða arð á meðan unnið er að sameiningu félaganna. „Sameinað félag gæti því greitt arð þegar líða tekur á árið,“ segir hann. Stefnir með nýjan arðgreiðslusjóð Stefnir, sjóðastýringarfélag í eigu Arion banka, hefur hleypt af stokkunum arðgreiðslusjóði. Óðinn Árnason, sem stýrir sjóðnum, segir að einungis verði fjárfest í félögum sem sögulega greiða arð eða eru líkleg til að greiða arð innan 12 mánaða. „Mörgum þykir þægilegra að færa sparnað úr innlánum og skuldabréfum í ljósi lágs vaxtastigs í sjóð sem fjárfestir einungis í fyrirtækjum í Kauphöll sem greiða arð eða eru líkleg til þess. Það gerir það mögulegt að sjóðsfélagar fá greiddan arð úr sjóðnum einu sinni á ári. Það má gera ráð fyrir að sjóðurinn geti greitt arð um og yfir þrjú prósent af markaðsvirði eins og síðustu ár hafa verið og stundum meira, í góðu árferði. Árið í ár líti t.d. vel út í því sambandi. Það verður þó að hafa í huga að eignir sjóðsins geta sveiflast í virði eins og í öðrum hlutabréfa- sjóðum,“ bendir hann á. Óðinn segir að mörg skráð fyrirtæki í Kauphöllinni séu komin með arðgreiðslustefnu og stefni á að greiða hluthöfum reglu- legan arð. Talið er að stór hluti af kaupverði Ölmu íbúðaleigufélags renni á hlutabréfamarkað. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 1 0 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.