Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 24
Það er ekki nóg að auka skattlagningu. Skattar skapa ekki verð- mæti. Verðmætin verða til með auknum umsvifum í fjölbreyttu atvinnulífi. Litríkir stuðningsmenn Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hélt pólitískan fund með stuðningsmönnum sínum í borginni Kolkata. Sumir þeirra mættu málaðir f lokks­ merkjum Bharatiya Janata Party en allavega einn lét mála andlit Modis á bringuna. Í febrúar gaf fjármálaráðherra Indlands þau fyrirheit að selja þrett­ án ríkisfyrirtæki, þar af tvo banka, f lugfélag og líftryggingafélag. Ólífvænlegum fyrirtækjum sem ekki er hægt að selja verður lokað. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Skotsilfur Eitt af því sem sífellt er fjallað um undanfarna mánuði er mikilvægi þess að efnahagslífið nái hraðri viðspyrnu. En af hverju skiptir það máli? Hægari viðspyrna þýðir að fyrir­ tækin munu ekki geta ráðið jafn margt starfsfólk, það þýðir meira atvinnuleysi í lengri tíma, það þýðir að það verður ekki hægt að hækka laun. Hægari viðspyrna þýðir að neikvæð áhrif atvinnuleysis verða meiri, og að þau fara að birtast í meiri mæli í heilsufarsvanda­ málum, fjárhagsvanda heimila og svo framvegis. Áhrif þess að við­ spyrnan verði hægari munu líka birtast í auknum erfiðleikum ungs fólks, meira atvinnuleysi, fjárhags­ erfiðleikum og auknum geðrænum vandamálum. Allt hefur þetta þau áhrif að þörf fyrir aukna opinbera þjónustu vel­ ferðarkerfisins eykst, á tíma þar sem stjórnmálamenn þurfa að vera að vinna upp taprekstur ríkissjóðs. Þörf fyrir þjónustu heilbrigðiskerf­ isins eykst, halda þarf betur utan um fólk í menntakerfinu til að koma í veg fyrir uppflosnun úr námi, sem er þekkt afleiðing efnahagskreppa. Sameiginlega leiðir þetta til auk­ innar hættu á því að samfélagið ráði ekki við að búa til verðmæti til að standa undir auknum kostnaði til lengri tíma. Svarið felst í að styðja við verð­ mætasköpun Fyrst verðum við að átta okkur á því að við erum stödd í skaða­ minnk u nar verkef ni. Sk aðinn er orðinn, það mun alltaf verða skaði. Okkar hlutverk er að haga aðgerðum og ákvörðunum þannig að skaði samfélagsins í heild verði sem minnstur. Því að á endanum snýst þetta alltaf um að verja lífs­ kjör þjóðarinnar í heild, að tryggja að fólk hafi vinnu, að verja kaup­ mátt fólks, að sjá til þess að lífskjör þjóðarinnar skerðist ekki til lang­ frama vegna tímabundins kreppu­ ástands. Ef viðspyrnan verður hægari en möguleiki er á, eykst heildarskaði samfélagsins. Skynsamlegasta leiðin til að takmarka skaðann, og í raun eina leiðin sem er í boði, er að hraða viðspyrnunni, auka verð­ mætasköpun eins hratt og hægt er. Sjá til þess að fyrirtæki geti tekið hratt við sér, ráðið fleira fólk og fyrr, búið til meiri verðmæti hraðar og skilað tekjum í opinbera sjóði. Það er ekki nóg að auka skatt­ lagningu. Skattar skapa ekki verð­ mæti. Verðmætin verða til með auknum umsvifum í fjölbreyttu atvinnulífi. En það gerist ekki af sjálfu sér. Stuðnings er þörf. Rekstrarumhverfi og samkeppn­ ishæfni eru ekki bara orð á blaði Til þess að atvinnulífið geti búið til þau auknu verðmæti sem þarf til að verja lífskjörin, nógu hratt til að minnka skaðann eins og hægt er, þurfa stjórnvöld að skapa aðstæður til þess. Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja er afar erfitt. Á því þarf að gera breytingar, annars mun of hár kostnaður og f lækjur í rekstri hamla atvinnutækifærum og verð­ mætasköpun. Það þarf að gera breytingar til að bæta samkeppnis­ hæfni íslenskra fyrirtækja, annars mun léleg samkeppnishæfni hamla atvinnutækifærum og verðmæta­ sköpun. Og það þarf að gera þetta í alvörunni og gera það hratt, ekki skipa nefndir. Ferðaþjónustan er sú útflutnings­ atvinnugrein sem getur tekið hrað­ ast við sér þegar aðstæður skapast á ný. Verið fljót að ráða fólk í vinnu, verið f ljót að búa til tekjur fyrir samfélagið. Þess vegna er augljóst að það hvernig stjórnmálaflokkarnir ætla að styðja við hraða viðspyrnu ferðaþjónustunnar – og þar með hraða viðspyrnu efnahagslífsins, er ein stærsta spurning komandi kosninga. Hvernig verður rekstr­ arumhverfið lagfært? Ekki hvort. Hvernig verður samkeppnishæfni greinarinnar færð til betri vegar? Ekki hvort. Hindranir á vegi ferðaþjónustu skapa hættu fyrir alla Það er eðlilegt að fjölmiðlar og opinber umræða um ferðaþjónustu snúist mikið til um næsta sumar og mögulega af komu greinarinnar á næstu mánuðum. En í raun ætti samfélagið að vera að ræða um það hvernig hægt er að tryggja að þessi atvinnugrein geti áfram verið drifkraftur verðmætasköpunar og atvinnuþróunar um allt land næstu tíu árin, hvernig við tryggjum að hún hafi áfram jafn jákvæð áhrif á stöðugleika, efnahagsþróun og atvinnutækifæri og hún hafði síð­ ustu tíu ár. Þá spratt ferðaþjónustan upp af sjálfri sér og samfélagið hljóp á eftir. Núna þarf samfélagið að hlaupa á undan og ryðja hindrunum úr vegi. Það hversu hratt er hlaupið ræður því hvað skaðinn verður að endingu stór. Hægari viðspyrna, verri lífskjör Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar Þéttari varnir Það fór ekki mikið fyrir tilkynning- unni sem ASÍ og SA sendu frá sér fyrir helgi. Þar var greint frá því að samtökin hefðu gert breytingar á kjara- samningi aðila um lífeyrismál sem miða að því að árétta sjálfstæði stjórnarmanna í lífeyrissjóðum. Eftir breytingarnar er tilnefningar- aðilum heimilt að afturkalla um- boð stjórnarmanns í lífeyrissjóði á grundvelli laga og samþykkta lífeyrissjóðs. Tilkynna þarf stjórn sjóðsins með formlegum hætti rökstudda ákvörðum með tilvísun í viðeigandi lagaákvæði, sam- þykktir og reglur. Síðasta sumar lýsti Ásgeir Jónsson seðlabanka- stjóri því yfir að hann myndi beita sér fyrir því að sjálfstæði stjórnar- manna yrði tryggt til frambúðar. Tilefnið var,tilraunir VR til að hafa afskipti af ákvörðun LIVE um þátt- töku í hlutafjárútboði Icelandair þar sem hótað var að afturkalla umboð þeirra stjórnarmanna sem færu gegn tilmælum VR. Ólík- legt er að verkalýðsforystan vilji flagga því sérstaklega að þessum breytingum hafi verið náð í gegn. Nýr formaður Breytingar verða á stjórn Marels á aðalfundi félagsins í næstu viku þegar Ásthildur Ot- harsdóttir, sem hefur verið for- maður stjórnar frá 2013, hverfur á braut en Svafa Grönfeldt, sem á sæti í stjórnum Össurar og Icelandair, kemur ný í stjórnina. Talið er næsta víst að Arnar Þór Másson muni taka við stjórnar- formennsku í félaginu eftir aðalfundinn en hann hefur setið í stjórn Marels samfellt frá árinu 2001. Arnar Þór er barnabarn Sigurðar Egilssonar, sem stofnaði fyrirtækið Sigurplast og var einn af þeim fyrstu sem keyptu hluta- bréf í Marel, en fjölskylda hans fer í dag með samanlagt um tveggja prósenta hlut í félaginu, sem er metinn á um 14 milljarða króna. Af sem áður var Þegar til stóð að taka upp þrefalda skimum á landamærum sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarna- læknir, að ekki væri hægt að halda því fram að aðgerðir væru strangar. „Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi þann 18. febrúar, degi áður en núgildandi fyrirkomulag tók gildi. Tæpum þremur vikum síðar, þann 4. mars, var sami maður spurður hvort dæmi væru um það erlendis að farþegar framvísuðu neikvæð- um PCR-prófum greindust svo með COVID-19 á landamærum. Sóttvarnalæknir hafði ekki svör við því, enda væri fyrirkomulagið hér á landi strangara en víðast hvar annars staðar. 1 0 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.