Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 6
VÍSINDI Stórir heilar hvala hita upp líkama þeirra fyrir sund í köldum sjó, en bera ekki merki um meiri greind en hjá öðrum stórum spen- dýrum. Þetta kemur fram í nýrri, fjölþjóðlegri rannsókn sem að hluta til var unnin hér á Íslandi á hrefnum. „Þetta getur útskýrt hvers vegna hrefnur sem hafa aðeins nokkurra sentimetra fitulag geta lifað við Suð- urskautið,“ segir Karl Ægir Karlsson prófessor við tækni- og verkfræði- deild Háskólans í Reykjavík sem tók þátt í rannsókninni. Karl og Ástralinn Paul Manger, sem leiðir rannsóknina, voru saman í námi í UCLA og rannsökuðu þá svefn. Hvalir geta sofið með öðru heilahvelinu í senn sem vakti upp spurningar þeirra um taugalíffræði hvalsheilans. Þá hefur spurningin um hina miklu stærð heilans verið til umræðu, þar sem atferli hvala bendi ekki til meiri greindar en hjá öðrum stórum spendýrum. Árið 2007 var óskað eftir leyfum til að fá hvalsheila og hófst vinnan árið 2012. Rannsókninni var stýrt frá háskólanum í Witwatersrand í Jóhannesarborg, þar sem Manger kennir, en framkvæmd víða um heim, til dæmis á mörgum stöðum í Afríku þar sem samanburðarrann- sóknir voru gerðar við f lóðhesta, fíla og aðra fjarskylda ættingja hvalanna, sem héldu út á höfin fyrir milljónum ára. Karl og félagar fóru með hvalveiði- skipinu Hrafnreyði KÓ því heilarnir þurftu að vera ferskir. „Til að varð- veita heilana með þeim nákvæma hætti sem við gerðum þurftum við að ná þeim rétt eftir að dýrin voru felld,“ segir Karl. Heilarnir, sem vega um þrjú kíló, voru sendir til Jóhannesarborgar og Rio de Janeiro til rannsókna. Ekki fékkst heimild til að rannsaka heila langreyða. „Í rannsókninni sýnum við fram á að í heilum hvala eru prótein sem finnast aðeins að litlu leyti í öðrum spendýrum,“ segir Karl. „Orka er almennt mynduð í hvatberum og geymd á formi sem kallast ATP, en þessi prótein frákúpla þessu ferli þannig að öll orkan fer beint í hita- myndun.“ Helsta samanburðinn megi finna hjá bjarndýrum og öðrum sem leggjast í híði yfir vetur. Heilar hvalanna reyndust stút- fullir af þessu próteini, í nærri öllum taugafrumum. Hjartað getur því dælt blóði inn í heilann og það kemur heitara út. „Þetta ferli er ósamrýmanlegt við æðra vitsmuna- starf,“ segir Karl. Margt bendi til þess að hvalir hafi fórnað því í þróuninni til að geta synt í köldum sjó. Þessar rannsóknir hafa valdið fjaðrafoki hjá dýraverndunarsinn- um sem telja hvali búa yfir mikilli greind. „Þetta er mikið tilfinninga- mál hjá mörgum og við höfum upp- lifað ansi mikið skítkast,“ segir Karl. „Sumir segja okkur hvetja til hval- veiða sem er alls ekki raunin. Mark- miðið er eingöngu að skilja hvernig hvalsheilinn virkar.“ Aðspurður um framhaldið segir Karl það verða erfitt. Eina rann- sókn eigi eftir að vinna úr núverandi gögnum en margt sé því til fyrir- stöðu að samanburðarrannsóknir verði hægt að gera við háhyrninga, langreyðar eða aðra hvali. Hvalveið- ar séu víðast bannaðar og í Banda- ríkjunum fæst ekki heimild til að rannsaka hvali úr sædýrasöfnum. Karl segir heila hvali sem reka á land ónýta til rannsókna. kristinnhaukur@frettabladid.is Sumir segja okkur hvetja til hvalveiða sem er alls ekki raunin. Takmarkið er eingöngu að skilja hvernig hvalsheilinn virkar Karl Ægir Karlsson prófessor við HR Stærð hvalsheilans markast af hitamyndun en ekki greind Ný fjölþjóðleg rannsókn sýnir að hvalsheilinn býr yfir próteinum sem hita upp líkamann og að stærð heilans markast af þessu. Prófessor við Háskólann í Reykjavík sem kom að rannsókninni segir hana hafa valdið nokkru fjaðrafoki, því sumir vilji trúa því að hvalir búi yfir meiri greind en önnur stór spendýr. Hrefna svamlar hér um í sjónum í mynni Eyjafjarðar steinsnar frá Dalvík. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY COVID-19 Íslendingum sem eru í sóttkví hefur fjölgað mikið undan- farna daga. Í gær voru 107 einstakl- ingar í sóttkví en fyrir helgi voru þeir um tuttugu. Þá voru sextán í einangrun með virkt COVID-19 smit og sex lágu á sjúkrahúsi með sjúkdóminn. Enginn lá á gjörgæslu. Sólarhringinn á undan greindust tveir með veiruna innanlands og var hvorugur þeirra í sóttkví við greiningu. Bæði smitin tengjast þeim sem greindust með veiruna um síðustu helgi og er því um svo kallað þriðja stigs smit að ræða. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn býst við að fleiri smit muni greinast á næstu dögum. „Það er eins og þessi veira hegðar sér og þetta af brigði er meira smitandi en mönnum sýnist. Þá er eigin lega öruggt að við fáum fleiri smit næstu daga.“ Að spurður hvort það standi til að herða að gerðir innan lands í ljósi smitanna segir Þór ólfur Guðnason, sóttvarnalæknir það vera í skoðun en at burðir undan farið muni móta tillögur sínar. Hann mun skila til- lögum sínum um breytingar á sóttvarnareglum í vikunni, en nú- verandi reglu gerð gildir til 17. mars. „Allt sem við erum að gera er til að lág marka á hættuna á að smit dreif- ist en það er ekkert sem við getum gert til að koma al farið í veg fyrir það,“ segir Þórólfur. – bdj, fbl Yfir hundrað hafa verið settir í sóttkví Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VE R SLUN  Alþjóðlega verslana- keðjan Marks & Spencer hefur fært út kvíarnar með því að opna vef- verslun í 46 löndum á nýjum mark- aðssvæðum, þar á meðal Íslandi. Þetta er liður í því að tvöfalda alþjóðlega vefverslun keðjunnar. Marks & Spencer er nú með vef- verslun í meira en 100 löndum. „Vefverslun okkar á alþjóðlegum markaði hefur aukist umtalsvert í kórónaveirufaraldrinum og við erum að sjá aukningu í því að við- skiptavinir okkar versli í gegnum vefinn,“ segir Paul Friston hjá Marks & Spencer. „Það að stækka markaðssvæði okkar er því rökrétt skref á þessum tímapunkti, til þess að f leiri geti nýtt okkar öf lugu vefverslun á næstunni,“ segir hann enn fremur. Íslenskir viðskiptavinir Marks & Spencer þurfa að greiða 2.500 krónur í sendingarkostnað og búast má við fjögurra daga sendingartíma á vörum sem pantaðar eru. – hó    Hægt að versla hjá alþjóðlegri keðju frá Íslandi STJÓRNMÁL Kvenréttindasamtök brugðust ókvæða við frétt Frétta- blaðsins í gær um samning dóms- málaráðherra við Jón Steinar Gunnlaugsson. Langur málsmeð- ferðartími í kynferðisbrotamálum hefur verið mikið í umræðunni, og af yfirlýsingum kvenréttindasam- taka að dæma vantreysta þær Jóni Steinari á því sviði. Var ráðherra gagnrýnd harðlega fyrir að hafa falið honum að leita úrbóta. Ráðherra tjáði sig um málið á Facebook í gær : „Ég bað Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmann og fyrr- verandi hæstaréttardómara, um að vinna að úttekt á öðrum þáttum er snúa að réttarkerfinu, meðal ann- ars hvort við getum lært af löngum málsmeðferðartíma í efnahags- brotum og hvar séu möguleikar til að stytta hann til hagsbóta fyrir alla aðila,“ sagði ráðherra meðal annars. Samningur ráðherra við Jón Steinar gefur hins vegar á engan hátt til kynna að Jóni hafi verið falið að skoða  málsmeðferðartíma í efna- hagsbrotum sérstaklega. Þar segir að verkefnið sé í mótun en það felist í „greiningu á málsmeðferðartíma i refsivörslukerfinu, allt frá því rann- sókn lögreglu hefst og að upphafi afplánunar.“ Samhliða sé unnið að öðru eins og styttingu boðunarlista. Þá segir að verktakinn muni vinna samantekt á þeim upplýsingum sem unnt er að nálgast um málsmeð- ferðartímann í einstökum brota- flokkum, bæði hjá lögreglu, ákæru- valdi og fyrir dómi. – aá Ekki vísað til efnahagsbrota í erindisbréfinu DÓMSMÁL Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri Samherja, hefur lagt fram kæru hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á hendur Jóhannesi Stefánssyni, fyrrver- andi framkvæmdastjóra innan samstæðu Samherja, fyrir rangar sakargiftir, vegna fullyrðinga um tilraun til manndráps og frelsis- sviptingu. Þetta kemur fram í til- kynningu á vef Samherja. „Nú vill Jóhannes meina að ég eða samstarfsmenn mínir hafi gert tilraun til að ráða honum bana. Lengra verður ekki ekki gengið en að bera mönnum á brýn að ætla að ráða menn af dögum. Mér er gróf lega misboðið og því er óhjá- kvæmilegt að spyrna við fótum,“ segir Þorsteinn í yfirlýsingunni. Hann bætir við að þetta sé allt saman dapurlegt. „Þessu til við- bótar freistar Jóhannes þess nú að blekkja fólk til að leggja fé í söfnun undir þeim formerkjum að honum hafi verið sýnt banatilræði.“ Krefst lögmaður Þorsteins Más að lögreglurannsókn verði hafin á því hvort Jóhannes hafi gerst sekur um rangar sakargiftir. Slíkt varðar við almenn hegningarlög. – þg Þorsteinn Már kærir Jóhannes Þorsteinn Már Baldvinsson Jón Steinar Gunnlaugsson, lögfræðingur, dómari N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið 1 0 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.