Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 38
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Sigríður Arnardóttir, sjálf Sirrý, sem með rökum má verja að hafi á tíma-bili verið svar Íslands við Opruh Winfrey, segir stallsystur sína hafa verið frábæra í umtöluðu og vægast sagt eldfimu sjónvarpsviðtali við Meg- han Markle og hann Harry sem var áður prins. „Fyrir það fyrsta finnst mér að maður verði að horfa á allt viðtalið til að mynda sér skoðun og ég skipti til dæmis um skoðun við það að horfa á það,“ segir Sirrý um tveggja klukkustunda viðtalið. „Áður en ég horfði á þetta fannst mér þau bara vera svolítið vælandi forréttindafólk sem hafði það ein- hvern veginn aldrei nógu gott,“ segir Sirrý, sem einnig er endanlega sann- færð um að breska konungsveldið sé alger tímaskekkja. „Þetta er bara eitthvert eldgamalt ævintýri sem passar ekkert inni í nútímann. Ég stend algjörlega með þeim núna,“ heldur hún áfram um Meghan og Harry. Ógeðsleg framkoma Fyrir viðtalið hafði Sirrý fundist hjónin vera full upptekin af sjálf- um sér og klaufsk í samskiptum og almannatengslum. „Síðan horfði ég á þetta og finnst að þeim hafi eigin- lega verið ýtt út í þetta. Mér fannst þau ekki hafa val,“ segir Sirrý, um umdeildan viðskilnað parsins við konungsfjölskylduna bresku. „Þarna er bara ungt fólk sem verður ástfangið og öll hrífumst við af ástinni og mér hefur oft þótt gaman að horfa á þau vegna þess að það er bara svo mikil fegurð í aug- ljósri ást þeirra og svo er bara komið svona ógeðslega fram við hana.“ Hinir dularfullu „þeir“ Meghan var tíðrætt um „þá“ sem hafa helst lagt sig fram um að gera henni lífið leitt við krúnuna, en þrátt fyrir nokkrar tilraunir tókst Opruh hvorki að fá hana né Harry til þess að upplýsa hverjir „þeir“ eru. „Mér fannst vanta í þáttinn hverjir þetta eru. Hverjir eru þeir? Þeir banna þetta. Þeir vilja þetta ekki,“ segir Sirrý og veltir fyrir sér hvort þessir „þeir“ séu fulltrúar regluveldisins. „Eru þarna hliðverðir kerfisins sem hafa öll völdin? Þeir eru þá að standa vörð um eitthvað alveg fer- lega óréttlátt og úrelt kerfi og þjóð- skipulag. Þetta er ekkert í tengslum við gildismat okkar og hugmyndir okkar um mannréttindi,“ segir Sirrý og víkur að rót allra vandræðanna. „Hún er ólétt og stendur sig vel. Er alþýðleg og nær til fólks og er þá eitthvað farin að rugga bátnum. Einhverjum finnst hún vera of vinsæl og þá er allt í einu farið að ræða við hana um hversu hörunds- dökkt barnið hennar komi til með að verða og að það muni ekki njóta sömu forréttinda og hinir í sam- bærilegri stöðu. Það er ekkert sem skýrir þetta annað en litarháttur- inn.“ Fordómafull slúðurpressa Sirrý hrósar Opruh síðan fyrir að hafa dregið fram skýr dæmi um muninn á því hvernig breskir fjöl- miðlar fjalla um Kate Middleton, hertogaynjuna af Cambridge, og Meghan hins vegar. „Mér fannst frábært hvernig hún tók þessi dæmi og sýndi okkur með rökstuddum dæmum hvernig slúð- urpressan fer misjöfnum höndum um lituðu nútímakonuna eða hvítu forréttindakonuna, hana Kate. Það er ekkert annað í gangi þarna en að önnur er lituð, sjálfstæð og útlensk en hin er þessi hvíta, breska sem fellur algjörlega inn í þetta yfir- stéttarbox og gerir engar athuga- semdir. Bara haltu kjafti og vertu sæt.“ Veröld Meghan Sirrý blæs á allar hugmyndir um að Meghan sé að rugla í Harry með tálkonuklækjum. „Maður heyrir þetta mikið en þegar ég horfi bara á líkamstjáningu þeirra og samskipti þá finnst mér það alls ekki. Hann er bara sjálfstæður maður og segist sjálfur hafa farið að skilja kynþátta- fordóma þegar hann sá lífið svolítið út frá hennar reynsluheimi. Forréttindablinda er mjög baga- leg og hún minnkaði hjá honum við að sjá hvernig fólk kom fram við lit- aða, sjálfstæða nútímakonu. Þannig að mér finnst hún ekki vera að tala fyrir hann eða eitthvað að heilaþvo hann eins og sumir eru að segja, heldur hefur hún bara gert honum kleift að víkka sjóndeildar- hringinn. Það er bara af hinu góða.“ toti@frettabladid.is Meghan verður ekki sagt að halda kjafti Fjölmiðlakonan Sigríður Arnardóttir taldi Meghan og Harry vera vælandi forréttindafólk þar til viðtal sjónvarpsdrottningarinnar Opruh Winfrey fékk hana heldur betur til að skipta um skoðun. Sirrý veit ýmislegt um fólk og sjónvarp og fannst stallsystir sín, Oprah Winfrey, standa sig frábærlega í umtalað- asta sjónvarpsviðtali síðari tíma, sem hafi gerbreytt sýn hennar á almúgahjónin Meghan og Harry. MYND/AÐSEND Sirrý er ánægð með hversu skýrt Oprah dró fram muninn á umfjöllun bresku pressunnar um Meghan og Kate Middleton. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ER FERMING? ÆTLAR ÞÚ AÐ KOMA FERMINGARBARNI Á ÓVART? Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði 20% FERMINGAR AFSLÆTTI ALLAR SÆNGUR, ALLIR KODDAR OG ÖLL RÚMFÖT MEÐ GLÆSILEG VIÐBÓTARGJÖF TIL FERMINGARBARNSINS Nú er 20% afsláttur af heilsurúmum frá Sealy. Auk þess fylgir nú veglegur kaupauki — Aspen fjallahjól — að verðmæti 59.000 krónur* þegar keypt er PORTLAND eða SEATTLE rúm (dýna og Classic botn) í stærðunum 120 eða 140 cm. Fylgir Sealy Portland og Seattle í stærðunum 120 og 140 x 200 cm á meðan birgðir endast VERÐDÆMI: 120 x 200 cm m/Classic botni – Fullt verð: 145.900 kr. Fermingartilboð aðeins 116.720 kr. með Aspen fjallahjóli Sealy SEATTLE FERMINGARTILBOÐ * á meðan birgðir endast – athugið skilaskilmála. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut 1 0 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.