Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Atvinnuf lugmenn eiga hátt í þriggja prósenta hlut í Icel­andair Group eftir hluta­ fjárútboð f lugfélagsins. Það er til viðbótar við eignarhlut Eftirlauna­ sjóðs félags íslenskra atvinnu­ f lugmanna (EFÍA) sem nemur um einu prósenti. Þetta segir Sturla Óma r sson, st jór na r for maðu r EFÍA og frambjóðandi til stjórnar Icelandair. „Það er gaman að segja frá því að f lugmenn eiga líklega á bilinu 2 til 3 prósent í félaginu og af þeim eru um 85 prósent í uppsögn. Það sýnir trú f lugmanna á fyrirtækinu, fram­ tíð þess og viljann til að taka þátt í uppbyggingunni,“ segir Sturla. Sturla, sem hefur meistaragráðu í fjármálum, hefur starfað hjá Icel­ andair í um aldarfjórðung og lengst af sem f lugstjóri. Þá hefur hann setið í stjórn EFÍA í ellefu ár og þar af átta ár sem stjórnarformaður. Hann tekur þó fram að framboðið sé alfarið á hans eigin vegum en ekki lífeyrissjóðsins. „Ég þekki reksturinn út og inn, og tel að það sé gott að hafa rödd við stjórnarborðið sem víkkar og dýpkar umræðurnar,“ segir Sturla, sem hefur í gegnum tíðina sinnt margs konar greiningarvinnu á f lugmarkaðinum. Að hans mati eru ýmis vannýtt tækifæri í rekstri Icelandair. „Árstíðasveif lur Icelandair eru of ýktar. Sveif lur á milli stærsta og minnsta ársfjórðungsins hvort sem horft er til tekna eða framleiðslu hafa slagað upp í 140 prósent en kostnaður sveiflast ekki jafn mikið. Það er ljóst að kostnaðurinn er að smitast á milli ársfjórðunga og lausnin við því er að nýta innviði félagsins betur. Þar eru áhafnir ekki undanskildar,“ segir Sturla. Samkvæmt heimildum Mark­ aðarins sagði Sturla á kynningar­ fundum vegna framboðsins með stórum hluthöfum Icelandair að ná mætti allt að 40 prósenta betri nýtingu á áhöfnum. „Ef þú ert með árstíðasveif lu sem slagar upp í allt að 140 prósent og kostnaður smitast milli tímabila, er ljóst að það er umtalsverður sparnaður fólginn í því að nýta innviði félagsins betur,“ ítrekar Sturla, spurður um umfang þess sem gæti sparast. Eigendur að samtals 53 pró­ sentum hlut af jár  munu hafa atkvæðisrétt á aðalfundi Icelandair Group sem fer fram á fimmtudag­ inn. Frambjóðendur sem komust ekki á lista tilnefningarnefndar félagsins náðu ekki að knýja fram margfeldiskosningu og mun því stjórnarkjörið vera með hefð­ bundnum hætti. Án margfeldis­ kosningar verður erfiðara fyrir nýja frambjóðendur að komast í stjórn.  – þfh Flugmenn eiga hátt í þrjú prósent í Icelandair mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 .................................................... Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns PREN TU N .IS Þessa vöru þarf að sérpanta. S. 561 1433 Netfang: bjornsbakari@bjornsbakari.is Nýr, áfengur drykkur, þróaður af þremur Íslendingum, er væntanlegur í verslanir ÁTVR á næstu vikum og í kjölfarið er stefnt að markaðssókn í þýsku­ mælandi löndum, Skandinavíu og víðar. Sveinn Ingimundarson úr Siggi‘s Skyr kom nýlega inn í félagið til að styrkja vörumerkið með nýjar hug­ myndir um hönnun dós­ anna. Bliss er svokallaður harð­ ur seltzer, en það er nýleg tegund áfengra dr ykkja sem hefur rutt sér til rúms í Bandaríkjunum á undan­ förnum árum. Velta harðra seltzera í Bandaríkjunum slagar hátt í þrjá milljarða dala á ári og söluhæsti drykkurinn þar í landi selst nú betur en rótgróna bjórtegundin Budweiser. Sama þróun er nú að taka af stað í Evrópu. Bliss drykkurinn er nær kol­ vetnalaus, þar sem áfengið er gerjað úr ávöxtum með geri sem étur upp allan sykur. Bliss er blandað­ ur með svokölluðu „artesan“ kolsýrðu vatni og náttúru­ legum bragðefnum bætt í. Engum sykri eða gervisætu­ efnum er bætt við. Fram­ leiðslan fer fram í sögufrægu brugghúsi í miðri Vínar­ borg og áhersla verður lögð á að markaðssetja Bliss sem hágæða vöru í sínum flokki. Varan var þróuð af þremur ungum frumkvöðlum og stofnendum fyrirtækisins Good Spirits Only, þeim Hjörvari Gunnarssyni, Degi Ingimarssyni og Jóni Pálssyni. Þegar ekki reyndist mögulegt að f lytja inn mest selda harða selt­ zer Bandaríkjanna, White Claw, ákváðu þeir að þróa sinn eigin með það að markmiði að gera jafnvel enn bragðbetri drykk. Þeir fengu til liðs við sig Benedikt Hreinsson, sem er með mikla reynslu úr drykkjar­ vörugeiranum í Evrópu. Sveinn Ingimundarson er einn af fjárfestunum á bak við Bliss en hann var á meðal fyrstu hluthafa í The Icelandic Milk and Skyr Corp­ oration, fyrirtækinu á bak við skyr­ vörumerkið Siggi´s, þar sem hann sá um hönnun umbúða. Sveinn hefur tekið að sér að endurhanna umbúðir Bliss með tilliti til breiðari markhóps. Sú vinna er á lokastigi og kemur varan með nýju útliti á markað í sumar. – þfh Nýtt drykkjafyrirtæki fær liðstyrk frá einum af lykilmönnum Siggi‘s Ljóst er að það er umtalsverður sparnaður fólginn í því að nýta innviði félagsins betur. Sturla Ómarsson, stjórnarformaður EFÍA Líftæknifyrirtækið Alvo­tech hefur lokið f jár­mögnun upp á samtals 35 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 4,5 milljarða íslenskra króna, en í þeim hópi sem leggja félaginu nú til nýtt hlutafé eru íslenskir fjárfestar. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem inn­ lendir fjárfestar, sem eru ekki hluti af stjórnendateymi félagsins, koma inn í hluthafahóp Alvotech. Samtals hefur Alvotech sótt sér um 100 milljónir dala í nýtt hlutafé á undanförnum fjórum mánuðum. Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen, sem er systurfélag og stór hluthafi í Alvotech, staðfestir í sam­ tali við Markaðinn að gengið hafi verið frá fjámögnuninni í síðustu viku í lokuðu útboði. Auk íslensku fjárfestanna, sem lögðu fyrirtækinu til um 15 milljónir dala, jafnvirði tæplega 2 milljarða króna, komu inn nýir erlendir strategískir fjárfestar. Að sögn Árna var umframeftirspurn í útboðinu en markaðsvirði Alvo­ tech eftir þessa síðustu fjármögnun nemur um 2,4 milljörðum dala, eða um 300 milljarðar króna. Ekki fást upplýsingar um nöfn þeirra íslensku fjárfestu sem tóku þátt í útboðinu, sem fara nú saman­ lagt með undir eins prósents hlut í Alvotech, en samkvæmt heimildum Markaðarins er ekki um að ræða lífeyrissjóði. Það var verðbréfa­ fyrirtækið Arctica Finance sem var ráðgjafi Alvotech við hlutafjáraukn­ inguna hér innanlands. Með þeirri fjármögnun sem nú er lokið er talið að búið sé að tryggja rekstur fyrirtækisins fram að áform­ uðu hlutafjárútboði og skráningu á markað erlendis síðar á árinu. Stefnt hefur verið að skráningu í kauphöll í Hong Kong en samhliða er einnig horft til þess möguleika að félagið fari á markað í bandarísku kaup­ höllinni Nasdaq. Alþjóðlegu fjár­ festingabankarnir Morgan Stanley, Goldman Sachs og HSBC verða ráð­ gjafar félagsins við skráningarferlið. Alvotech, sem er stýrt af Róberti Wessman, stofnanda félagsins, hóf vinnu við útgáfu á nýju hlutafé á síð­ asta ári, eins og Markaðurinn hefur áður sagt frá, og var markmiðið að sækja sér samtals 100 milljónir dala. Fjárfestingin var meðal ann­ ars kynnt íslenskum fjárfestinga­ félögum og lífeyrissjóðum síðast­ liðið haust. Ekkert varð hins vegar af aðkomu þeirra þegar Alvotech lauk fyrsta áfanga fjármögnununar – upp á samtals 65 milljónir dala – í lok október. Auk núverandi hluthafa Alvotech, sem lögðu til stóran hluta fjármagns­ ins, þá komu að þeirri hlutafjár­ aukningi fjárfestar úr lyfjageiranum í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Í þeim hópi var meðal annars þýska fjárfestingafélagið Athos Group en það fer með ráðandi eignarhlut í lyfjaframleiðandanum BioNTech sem þróaði bóluefni við COVID­19 í samvinnu við bandaríska lyfja­ risann Pfizer. Í ágúst í fyrra var tilkynnt um að Alvotech og alþjóðlegi lyfjarisinn Teva Pharmaceuticals hefðu gert með sér samstarfssamning um þróun, framleiðslu og markaðssetn­ ingu fimm líftæknilyfja í Bandaríkj­ unum. Mun samningurinn tryggja Alvotech tekjur upp á hundruð milljarða króna á næstu árum. Fram hefur komið í máli stjórnenda félags­ ins að það stefni að því að velta Alvo­ tech verði um 20 prósent af gjald­ eyristekjum þjóðarbúsins árið 2027. Gera áætlanir ráð fyrir því að fyr­ irtækið ráði til sín 70 vísindamenn og sérfræðinga til viðbótar við þá 480 sem nú starfa hjá Alvotech, að stærstum hluta á Íslandi. Alvotech réðst fyrir skömmu í stækkun á hátæknisetri sínu í Vatnsmýrinni og verður það um 24 þúsund fermetrar að loknum framkvæmdum. Í lok síðasta árs var greint frá því að Alvotech hefði fengið staðfestingu frá lyfjastofnunum í Bandaríkjunum og Evrópu um að umsókn um mark­ aðsleyfi fyrir líftæknihliðstæðu (e.biosimilar) Humira væri komið í formlegt mat. Lyfið selst í dag fyrir um 20 milljarða Bandaríkjadala á ári á heimsvísu og er hluti af sam­ starfssamningi Alvotech við Teva. Búist er við að mat á umræddum umsóknum verði lokið á fjórða árs­ fjórðungi 2021. Alvotech er í meirihlutaeigu Aztiq Pharma og þá er Alvogen stór hlut­ hafi, en þar eru fyrir einir stærstu fjárfestingasjóðir í heiminum í dag, CVC Capital Management og Tema­ sek sem er fjárfestingasjóður í Singa­ pore. Aðrir hluthafar eru meðal ann­ ars alþjóðlegi fjárfestingasjóðurinn Yas Holding og japanska lyfjafyrir­ tækið Fuji Pharma. Frá stofnun hafa hluthafar Alvo­ tech lagt félaginu til um 340 millj­ ónir dala en auk þess var gefið út breytanlegt skuldabréf að fjár­ hæð 300 milljónir dala í ársbyrjun 2019, þar sem Morgan Stanley var lykilfjárfestir, og verður því breytt í hlutabréf við skráningu erlendis. hordur@frettabladid.is Íslenskir fjárfestar með tvo milljarða í Alvotech Líftæknifyrirtækið kláraði 35 milljóna dala fjármögnun í síðustu viku. Fyrsta sinn sem íslenskir fjárfestar leggja fyrirtækinu til hlutafé. Tryggir reksturinn fram að boðuðu hlutafjárútboði og skráningu á markað erlendis síðar á árinu.    Róbert Wessman, forstjóri og stofnandi Alvotech. 300 milljarðar er markaðsvirði Alvotech eftir síðustu hluta- fjáraukningu. 1 0 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.