Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 27
Árið 2016 kynnti kínverska ríkis- stjórnin áætlun til að draga úr kolefnislosun sem fól meðal annars í sér að minnka kjöt- neyslu Kínverja um 50%. Pálína Sigurlaug Jónsdóttir hóf að taka inn túrmerik- og fjalla- grasablönduna frá ICEHERBS á síðasta ári. Hún segir áhrifin hafa verið gífurlega jákvæð og hyggst taka hana inn um ókomna framtíð. Pálína er 73 ára ellilífeyrisþegi og starfaði sem sjúkraliði. „Ég hætti að vinna fyrir tíu árum vegna slit- og vefjagigtar. Ég hef verið að prufa ýmis efni sem hafa dugað misvel en ég er með virkilegt ofnæmi fyrir rækjuskel svo ég get ekki tekið inn hvað sem er. Það var svo systir mín sem benti mér á vöruna í október síðastliðnum.“ Ákvað að slá til Pálína segir þetta hafa verið sín fyrstu kynni af túrmerik. „Eftir að systir mín benti mér á þetta fór ég að lesa mér til um túrmerik og sá að það var bólgueyðandi. Ég ákvað því að slá til.“ ICEHERBS býður upp á tvær gerðir túmerikblandna. Önnur er sterkari og inniheldur svartan pipar sem eykur upptöku túmeriks margfalt en hin er mildari og inniheldur túmerik ásamt fjalla- grösum og er það blandan sem Pálína tekur inn. „Ég tek blönduna sem er með fjallagrösum þar sem ég er með ofnæmi fyrir svörtum pipar. Þetta eru tvö hylki sem ég tek inn á morgnana.“ Pálína segir ávinninginn af blöndunni hafa verið gríðarlegan og fjölskylda hennar nýtur ekki síður góðs af. „Ég er með slit- og vefjagigt í höndum og fingrum og þetta virkar andskoti vel á mig. Ég prjóna mikið eða reyni það og eftir að ég fór að taka þetta inn þá hef ég sjaldan prjónað jafn mikið. Ég er búin að vera að prjóna á fullorðin barnabörn og maka þeirra og það eru allir ákaflega ánægðir með það sem þeir hafa fengið.“ Tengdadóttirin himinlifandi Pálína lofar vöruna og greinir frá því að blandan hafi enn fremur haft jákvæð áhrif á fjöl- skyldumeðlimi sína. „Ég mæli alveg hiklaust með þessari vöru. Tengdadóttir mín og sonur eru líka farin að taka þetta inn en hún er líka vefjagigtarsjúklingur sem labbar mjög mikið eða um 10-15 kílómetra á dag. Hún tekur inn sterkari blönduna sem er með svörtum pipar, ásamt með rauð- rófuhylkjunum og magnesíum frá ICEHERBS og þetta heldur henni gjörsamlega gangandi.“ Pálína er einnig nýbyrjuð að taka inn Húð, hár og neglur blönd- una frá ICEHERBS og segist strax upplifa mikinn mun á líðan sinni. „Ég er á fyrsta glasinu og er þegar farið að líða mun léttara, kannski er það bara sólin og snjóleysið en ég finn fyrir meiri þægindatilfinn- ingu.“ Árangursríkar blöndur Túmerik hefur verið notað í þús- undir ára til þess að vinna gegn ýmsum bólgum og sjúkdómum en virka efnið, kúrkúmín, hefur sterk bólgueyðandi og andoxandi áhrif. Meðal kvilla sem túmerik hefur reynst vel gegn má nefna gulu, uppþembu og vindgang ásamt því það það getur lækkað blóðfitu og blóðsykur. Þá hafa bólgueyðandi eigin- leikar túmeriks gefið sérstaklega góða raun gegn gigtarsjúkdómum og liðverkjum auk þess sem það örvar blóðflæði og hefur góð áhrif á húðvandamál og sár. Í sterku blöndunni er svartur pipar sem margfaldar upptöku túrmeriks en einnig er í boði mildari blanda fyrir þá sem ekki þola pipar. Báðar blöndurnar inni- halda fjallagrös en virkni þeirrar lækningarjurtar hefur gefið henni viðurnefnið ginseng Íslands. Í fjallagrösum er að finna svokall- aðar betaglúkantrefjar sem eru taldar aðstoða við þyngdartap, draga úr bjúg, bæta meltingu og styrkja þarmana, sér í lagi ristilinn. Þau hafa meðal annars reynst árangursrík gegn slímmyndun og óæskilegum bakteríum. Fjallagrösin gera ICEHERBS- blönduna að ofurblöndu en þau hafa öldum saman verið notuð sem náttúruleg og viðurkennd lækningajurt á Íslandi. Þau eru rík að steinefnum og eru talin auka skilvirkni í upptöku næringarefna sem gera bæði innihaldsefnin sterkari saman. Íslensk og kröftug bætiefni ICEHERBS er íslenskt fyrirtæki sem leggur mikla áherslu á að framleiða hrein og náttúruleg bætiefni. Lögð er gríðarleg áhersla á að vörur ICEHERBS nýtist viðskiptavinum vel, að virknin skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar efnanna viðhaldi sér að fullu. Gríðarleg áhersla er lögð á að vörurnar innihaldi engin óþarfa fylliefni og eru vörurnar fram- leiddar hér á landi. ICEHERBS fæst í öllum betri mat- vöruverslunum, apótekum og heilsuvöruverslunum. Sjá nánar á iceherbs.is. Hef sjaldan prjónað jafn mikið Pálína er alsæl með túrmerik- blönduna frá ICEHERBS sem hún segir hafa reynst vel gegn slit- og vefjagigt í höndum og fingrum. FRÉTTA- BLAÐIÐ/AUÐUNN Aukin kjötneysla hefur lengi fylgt aukinni velmegun Kínverja en nú eru staðgenglar kjöts að verða vinsælli. Ríkisstjórnin vill minnka kjötneyslu vegna umhverfisverndarsjónarmiða og margir óttast farsóttir sem tengjast dýrahaldi. oddurfreyr@frettabladid.is Staðgenglar kjöts eru að byrja að ná vinsældum í Kína eins og svo víða annars staðar. Þessi þróun gengur í berhögg við það sem á undan hefur gengið, en árum saman hefur kjötneysla verið að aukast þar í landi og verið stöðu- tákn vaxandi millistéttar. The Guardian fjallaði nýverið um stöðuna á þessum markaði. Kínverjar borða enn 28% af öllu kjöti heims og helminginn af öllu svínakjötinu, en kjötmarkaður landsins er metinn á tæplega átta þúsund milljarða króna. Stað- genglar kjöts úr plöntuafurðum eru samt sem áður að ná auknum vinsældum þar í landi hjá nýrri kynslóð neytenda sem hefur áhyggjur af smitsjúkdómum sem geta fylgt dýrahaldi, svo sem kórónavírus. Í stærstu borgum Kína má finna sífellt stærri hópa fólks sem sneiða hjá kjötafurðum. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2018 frá samtök- unum The Good Food Institute, sem eru ekki rekin í hagnaðar- skyni og styðja að staðgenglar kjöts úr plöntuafurðum taki við af hefðbundnum landbúnaðar- vörum, er markaður þessara kjöt- staðgengla tæplega 120 milljarða króna virði í Kína og gert ráð fyrir að hann vaxi um 20-25% á ári. Vildu minnka kjötneyslu Aukin kjötneysla hefur fylgt auk- inni velmegun í Kína. Á sjöunda áratug borðaði hver Kínverji að meðaltali fimm kíló af kjöti á ári, á seinni hluta áttunda áratugarins var sú tala svo komin upp í 20 kíló og árið 2015 var neyslan orðin 48 kíló. Árið 2016 kynnti kínverska ríkisstjórnin áætlun til að draga úr kolefnislosun sem fól meðal annars í sér að minnka kjötneyslu Kínverja um 50% og fólk var hvatt til að borða bara 40-75 grömm af kjöti á dag. En þessari stefnu hefur ekki verið fylgt eftir af krafti. Forseti landsins, Xi Jinping, setti hins vegar í gang átak síðasta haust sem snýst um að minnka matarsóun í Kína, en um 40% matvæla enda í ruslinu. Hugsanlega vill ríkisstjórnin ekki styggja landa sína með því að biðja þá um að minnka kjötneysl- una, en staðgenglar kjöts gætu verið góð lausn í staðinn. Verðið er vandamál Nokkrar af stærstu alþjóðlegu keðjunum voru fljótar að veðja á kjötstaðgengla. KFC, Burger King og Starbucks eru þegar byrjuð að selja slíkar vörur í Kína. En innlend fyrirtæki eru líka að spretta upp og þau vonast eftir að fá stuðning frá ríkinu. Þau vonast til að yfirvöld fái fólk til að minnka kjötneysluna með því að hvetja til neyslu kjöt- staðgengla. Þá gæti fólk haldið í þann lúxus að borða kjöt á sama tíma og kolefnislosun minnkar. OmniFoods var til dæmis stofnað í Hong Kong árið 2018, en það vonast til að hefja starf- semi í þrettán löndum á þessu ári. Fyrirtækið vill lækka verðið á kjötstaðgenglum með innlendri verksmiðju, en hátt verð er enn eitt af því sem fælir hina hagsýnu kín- versku neytendur frá. Franklin Yao, framkvæmda- stjóri Z-Rou, sem framleiðir hakk úr plöntuafurðum, viðurkennir að iðnaðurinn sé enn mjög lítill í Kína en telur að kjötstaðgenglar muni mjög fljótlega njóta almennra vinsælda. Hann segir að kínverskir neytendur séu að leita að sjálf- bærari vörum og að þó að fólk þar í landi tengi kjötneyslu almennt ekki við neikvæð umhverfisáhrif sé áhugi á umhverfisvernd og Kín- verjar læri hratt. Kjötstaðgenglar ná vinsældum í Kína Í Kína býður Starbucks-keðjan upp á mat sem inniheldur kjötstaðgengla en engar dýraafurðir. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ALLT kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 10. mars 2021

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.