Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 20
Þórður Gunnarsson thg@frettabladid.is Ál f heiðu r Ág ú st s­dóttir hefur starfað hjá Elkem nánast alla sína starfsævi, en hún hóf fyrst störf hjá fyrirtækinu sem sumarstarfsmaður árið 2006. Hún byrjaði í fullu starfi hjá fyrirtækinu árið 2009 og hafði unnið á fjármála­ sviði þess um nokkurra ára skeið áður en hún tók við sem forstjóri í september síðastliðnum. Rekstur Elkem á Íslandi fór ekki varhluta af kórónakreppu síðasta árs, en árið var hið strembnasta í sögu fyrirtækisins frá upphafi að sögn Álfheiðar. „Grunnreksturinn hjá Elkem á Íslandi hefur alltaf gengið í sveiflum og frá árinu 2017 hefur hann verið brösóttur. Síð­ asta ár var hins vegar afskaplega grimmt. Þegar fyrsta bylgja farald­ ursins reið yfir urðum við vör við krampakennd viðbrögð hjá birgjum okkar og mikið af pöntunum barst til okkar. Mikið stökk var í sölu og við keyptum inn stóra lagera af hrá­ efni til framleiðslunnar. Nokkrum vikum seinna hrundi eftirspurnin svo algjörlega. Sölu­ teymið okkar stóð sig hins vegar afskaplega vel við að koma út afurðum til að koma í veg fyrir að verksmiðjan þyrfti að stoppa. Við tókum einn ofn af þremur úr rekstri í um tvo mánuði en svo gátum við sett í gang aftur vegna þess hve söluteymið stóð sig vel. Auðvitað voru verðin ekki góð þessum tíma en þetta varð engu að síður til þess að við gátum haldið öllu gangandi. Við þurftum því ekki að fara í upp­ sagnir eða annað slíkt sem var mjög ánægjulegt,“ segir Álfheiður Um 170 manns starfa hjá Elkem Ísland en svo eru aðrir 50 til 60 verktakar sem starfa á verksmiðju­ svæðinu á hverjum degi, að sögn Álf heiðar: „2020 var hins vegar af koma verksmiðjunnar verst frá upphafi. Verð voru lág á markaði og kostnaður okkar vegna raforku­ kaupa hefur verið síðan afar hár eftir að gerðardómur um raforku­ verð okkar lá fyrir.“ Álf heiður segir að fyrirtækið sé ýmsu vant. „Við lítum á þetta sem áskoranir og við leitum sífellt lausna og reynum að nýta tækifæri sem nýjar aðstæður skapa okkur,“ segir hún enn fremur. Verðhrun á mörkuðum Nánast allar hrávörur hrundu í verði síðasta vor eftir að iðnaðar­ framleiðsla stöðvaðist víða um heim. Verð á kísilmálmi hefur hins vegar leitað upp á við að undan­ förnu: „Verðin eru á fínum stað núna og hafa verið að stíga hratt á síðustu mánuðum. Verðið stendur núna í 1.360 evrum á tonnið sem er ágætt verð fyrir okkur. Væntingar standa til þess að verðið haldist út annan ársfjórðung. Lagerstaðan á heimsvísu er ansi lág um þessar mundir en það mun eflaust breytast á síðari hluta ársins, eftir því sem framleiðsla eykst víða um heim í kjölfar rekstrarstöðvana á síðasta ári. Við erum hins vegar vön miklum verðsveif lum. Eins og ég horfi á þennan rekstur þá koma góð ár og slæm ár og þess vegna þarf að horfa á meðalarðsemina yfir lengra tíma­ bil. Ef núverandi verð á kísilmálmi helst verður arðsemi á verksmiðj­ unni í ár. Hins vegar er spurning hvort arðsemin í ár verði nægilega mikil til að bæta upp fyrir tap síð­ ustu tveggja ára (rekstrartap ársins 2018 var 135 milljónir norskra króna). Ársreikningur síðasta árs er tilbúinn og rekstrartap ársins var um 150 milljónir norskra króna (2,2 milljarðar íslenskra króna). Það hefur verið saga þessarar verk­ smiðju að það koma slæm ár og góð ár en meðalarðsemin yfir lengri tíma hefur verið viðunandi. En miðað við okkar kostnaðarum­ hverfi núna, sérstaklega með tilliti til raforkuverðsins, þá lítur út fyrir að góðu árin verði töluvert magrari en við eigum að venjast.“ Gerðardómur kom illa út Nýlega náðust samningar milli Landsvirkjunar og Rio Tinto um breytingar og viðauka við raforku­ sölusamning álversins við Straums­ vík. Álverðstenging var aftur tekin upp í samningunum, en stefna Landsvirkjunar síðustu ár hefur verið að tengja raforkuverð því sem gengur og gerist á evrópskum orku­ mörkuðum fremur en að tengja raf­ orkuverðið við álverð. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokk­ inn og Landsvirkjun hefur lýst sig reiðubúna til að taka aukna verð­ Erfitt ár að baki á Grundartanga Álfheiður Ágústsdóttir tók nýverið við sem forstjóri Elkem á Íslandi, en fyrirtækið á sér langa sögu á Íslandi. Gerðardómur um raf- orkuverð til fyrirtækisins sem féll árið 2019 gróf undan samkeppnishæfni þess, en mettap varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segir að mögulegt sé að nýta affallsgufu frá framleiðslunni til uppsetningar á 25 megavatta virkjun. Í Noregi hefur hið opinbera komið að fjármögnun slíkra verkefna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Saga Elkem á Íslandi í tæplega hálfa öld Elkem er rótgróið fyrirtæki á Ís- landi með langa sögu. Fyrirtæk- ið var stofnað af íslenska ríkinu árið 1975 af ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, þá undir heitinu Íslenska járnblendifélagið hf. í samvinnu við fyrirtækið Union Carbide. Elkem kom að rekstri fyrirtækisins árið 1976 þegar upphaflegur samstarfsaðili íslenska ríkisins dró sig út úr verkefninu. Elkem átti þá 45 prósenta hlut á móti íslenska ríkinu sem hélt á 55 prósenta hlut. Um skeið var hið japanska Sumitomo meðal hluthafa. Elkem var orðið meirihluta- eigandi árið 1997, en árið 1998 var fyrirtækið skráð á markað. Íslenska ríkið átti hlut í fyrir- tækinu allt til ársins 2002, þegar það seldi 10,5 prósenta hlut sinn til Elkem, sem tók félag- ið svo af markaði árið 2003 og breytti nafni fyrirtækisins í Elkem Ísland. 1 0 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.