Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Einnig væri æskilegt að löggjafinn tæki af skarið um það með skýrari hætti hvort Heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkur eigi að hafa vald til að ritskoða stærstu fjölmiðla landsins og setja þá á hausinn ef þeir hlýða ekki. Markvissar aðgerðir munu skapa störf og skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Herbergi: 3 Stærð: 136,2 fermetrar Verð: 77,9 milljónir F A S T E I G N A S A L A Opið hús miðvikudaginn 10. mars kl. 17:30-18:00 Vorum að fá í sölu þessa fallegu sérhæð á vinsælum stað ásamt bílskúr. Íbúðin er mjög skemmtileg, björt og afar vel skipulögð, tilvalin fyrir eldri borgara. Tvö baðherbergi. Í íbúðinni er mjög rúmgott hjónaherbergi með inngangi í baðherbergið með góðum sturtuklefa og sauna baði. Skógarsel 15 I 109 Reykjavík Lárus Ómarsson | löggiltur fasteignasali Hafið samband á nyhofn@nyhofn.is eða í síma 530 4500 Opið hús 10. mars Þegar staðan er hvað verst er oft erfitt að koma auga á tækifærin í kringum sig. Nú er staðan þannig í atvinnumálum á Suður­ nesjum að engin myndu undrast ef heimafólk sæi aðeins svartnættið fram undan. Því fer hins vegar fjarri og gríðarlega mikil vinna hefur farið fram á svæðinu í að greina og meta tækifærin. Og þau eru mýmörg. Ég fundaði með forsvarsmönnum Reykjanesbæjar á dögunum og kynntist því frá fyrstu hendi hve vel er haldið utan um stöðuna. Atvinnuleysi er gríðarlegt á svæðinu, mælist í kringum 25 prósent og kemur misilla niður á þjóðfélagshópum. Í bænum býr hátt hlutfall erlendra ríkisborgara og því miður hefur atvinnu­ leysið bitnað illa á þeim. Ráðgjafarstofa fyrir innflytjendur, sem tók til starfa í síðasta mánuði, er stuðningur fyrir erlenda ríkisborgara hvar sem er á landinu. Ég bjó það mál til frá grunni og er stoltur yfir að það hafi náð fram að ganga því hug­ myndin er góð og ég efast ekki um það að útibú verði opnað innan tíðar í Reykjanesbæ. Framtíðin er nefnilega björt á svæðinu. Heima­ menn hafa unnið sína vinnu vel; Samband sveitar­ félaga á Suðurnesjum hefur sett saman aðgerða­ áætlun í atvinnumálum. Þar er tekið á ýmsum verkefnum, stórum sem smáum, sem munu skapa störf. Uppbygging hafna, aukning starfsemi Vinnumálastofnunar og framkvæmdir á vegum Isavia eru dæmi um lausnir sem þarf að einhenda sér í, ásamt ýmsu f leiru. Gríðarlega mikilvægt er að fara sem fyrst í þessi verkefni og ríkisstjórnin hefur tekið frumkvæði heimamanna vel og unnið sérstaklega að aðgerðum á svæðinu. Tækifærin á Suðurnesjum eru ótal mörg. Með traustri og góðri uppbyggingu, þar sem horft er til fjölbreyttrar starfsemi, er ég sannfærður um að toppnum í atvinnuleysi er náð. Markvissar aðgerðir munu skapa störf og skjóta f leiri stoðum undir atvinnulífið og styðja þannig við fjöl­ breytni mannlífsins. Sókn fyrir Suðurnes er fram undan. Sókn fyrir Suðurnes Kolbeinn Ótt- arsson Proppé þingmaður Vinstri grænna Gott mót Dómsmálaráðherra þykir gera gott mót með því að skipta Jóni Steinari Gunnlaugssyni inn á til þess skoða úrbætur í meðferð sakamála. Jón hefur ítrekað mikilvægi fyrirgefningarinnar í erfiðum málum þannig að þessi f létta gefur varla síðri raun en þegar fjármálaráðherra fól Hannesi Hólmsteini Gissurar- syni að rannsaka bankahrunið. Þá má skoða f leiri innáskipt- ingar óvilhallra lykilmanna. Kristján Loftsson gæti rann- sakað áhrif hvalveiða, Viðar Guðjohnsen eldri yfirfarið jafnréttislöggjöfina og lýta- læknirinn Elísabet Guðmunds- dóttir gert greinargóða úttekt á sóttvarnaaðgerðum. Vont mót Guðlaugur Þór Þórðarson er lík- lega eini utanríkisráðherrann í víðri veröld sem hefur tíma til að mæta í hlaðvarp á borð við Enska boltann til að ræða gengi Liverpool. Sjálfsagt þó skemmti- legra umræðuefni en nýleg rauð spjöld ráðherra dóms- og menntamála. Liverpool tapaði sjötta heimaleiknum í röð um helgina og skal þó ósagt látið hvort heimfæra megi stöðumat ráðherrans á lið hans í pólitíska atinu: „Ég vona að eina ástæðan fyrir því að þeir hafi haldið sig til baka sé að þeir séu að fara að hlaða í eitthvað í sumar.“ kristinnhaukur@frettabladid.is toti@frettabladid.is ? 1 0 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN Á dögunum birti viðskiptavefur Frétta­blaðsins frétt um söluaukningu á vindlum. Í fréttinni kom fram að vef­verslunin vindill.is hefði ákveðið að lækka verð í versluninni. „Sala á Vindill.is hefur gengið vonum framar og nú verður verð lækkað til að neytendur njóti þess,“ er haft eftir eigandanum í fréttinni. Jafnframt er greint frá því að Vindill undirbúi málsókn gegn íslenska ríkinu vegna kröfu um að verslunin selji ÁTVR alla vindla sem hún flytur til landsins og kaupi þá svo aftur með 18 prósenta álagi. Á hverjum degi birta fjölmiðlar fréttir af viðskipt­ um með vörur og þjónustu. Stundum ganga þau vel og stundum illa. Eitt af viðfangsefnum viðskiptafrétta­ manna er einmitt að taka þennan púls. Í erindi sem Fréttablaðinu barst daginn eftir til­ kynnti Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að því hefðu borist kvartanir vegna fréttarinnar. Vísað var til ákvæða tóbaksvarnarlaga um bann við tóbaks­ auglýsingum og þess krafist að Fréttablaðið „fjarlægi umrædda umfjöllun af vefsvæði sínu tafarlaust þann­ ig að ekki þurfi að koma til frekari aðgerða.“ Ritstjórnin hunsaði þetta erindi. Þremur dögum síðar barst ítrekun og þess var óskað að ritstjórn staðfesti móttöku fyrra hótunarbréfs. Í símtali við starfsmann heilbrigðiseftirlitsins síðar sama dag, kom í ljós að eftirlitið telur fréttina vera tóbaksauglýsingu, en samkvæmt tóbaksvarnarlögum telst auglýsing vera „hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um ein­ stakar vörutegundir til annars en að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra.“ Í símtalinu kom jafnframt fram að heilbrigðiseftirlitið hefði heimild til að beita dag­ sektum upp á hálfa milljón á dag, láti ritstjórnin ekki að stjórn. Einnig komi til greina að vísa málinu til lögreglu en sektarúrræðið verði líklega fyrir valinu. Þess var getið að iðulega berist ábendingar um „svona fréttir“ og mikil pressa sé á heilbrigðiseftirlitinu að bregðast hratt og harkalega við. Öllum fjölmiðlum berast reglulega beiðnir um að fréttir séu fjarlægðar. Á ritstjórn Fréttablaðsins er óskrifuð regla að verða ekki við slíkum beiðnum. Hafi eitthvað farið úrskeiðis við vinnslu fréttar er hún uppfærð og lesendur upplýstir um hverju var breytt og hvers vegna. Þótt hvorki ritskoðun heilbrigðiseftirlitsins né umrætt ákvæði tóbaksvarnarlaga, standist ákvæði um tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla, ákvað rit­ stjórnin, eftir vikulanga yfirlegu, að taka fréttina úr birtingu. Standi vilji löggjafans raunverulega til þess að banna fréttir sem eru honum ekki að skapi, þurfa þau að taka af allan vafa um það. Einnig væri æskilegt að löggjafinn tæki af skarið um það með skýrari hætti hvort Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur eigi að hafa vald til að ritskoða stærstu fjölmiðla landsins og setja þá á hausinn ef þeir hlýða ekki. Fréttablaðið vill gjarnan taka þennan slag. En enginn fjölmiðill á Íslandi hefur efni á að verja til þess startgjaldi upp á 15 milljónir króna á mánuði. Tvær spurningar brenna nú á ritstjórninni: Verður ritskoðunargjaldið fyrir þennan leiðara 15 milljónir á mánuði og á endanlega að ganga af frjálsri fjölmiðlun dauðri á Íslandi? vindill.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.