Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 26
Aðal málið er hvenær við get um opnað okk ar landa­ mæri. Það virðist vera ein hvern veg inn al gjört klúður hér á landi í þess um [bólusetningarmál um]. Maður ótt ast að helstu markaðir verði „rea dy“ en við ekki „rea dy“. Steinn Logi Björnsson, frambjóðandi í stjórn Icelandair 04.03.2021 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 10. mars 2021FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Þorsteinn Friðrik Halldórsson SKOÐUN Rétt fyrir síðustu áramót var greint frá nýrri rannsókn á upplifun stjórnenda á áhrifum jafnlaunavottunar. Niður- stöðurnar voru í senn athyglisverð- ar og fyrirsjáanlegar. Rannsóknin byggði á viðtölum við stjórnendur hjá fyrirtækjum og stofnunum og var upplifun flestra viðmælenda sú að vottunin hefði að einhverju leyti önnur áhrif en markmiðið var með lagasetningu hennar. Hægt væri að uppfylla skilyrði jafnlaunavottunar þótt kynbundinn launamunur væri til staðar. Það er ekki nóg með að jafn- launavottunin sé gagnslaust tól, eða „tálsýn“, eins og sumir viðmæl- endur komust að orði, heldur er hún beinlínis íþyngjandi fyrir bæði atvinnurekendur og launþega, en á ólíkan hátt. Fyrir atvinnurekendur felur jafnlaunavottunin í sér „aukið skrifræði“ og „tilfærslu ákvörðun- arvalds“ til miðlægra stjórnenda og vottunaraðila. Óvissan sem fylgir reglulegum úttektum vottunarað- ila gerir atvinnurekendum erfiðara fyrir að bregðast við ef starfsmaður fær betra tilboð annars staðar. Sumir stjórnendur viðurkenndu undir nafnleysi að þeir nýttu vottunina sem yfirvarp til þess að komast auðveldlega hjá því að veita starfsfólki launahækkun. Göfuga jafnlaunavottunin getur þannig nýst atvinnurekendum til þess að halda launum niðri. Eflaust má finna vísindaskáldskap frá síðustu öld þar sem dystópískri sýn á framtíð kapítalismans er lýst með svipuðum hætti. Orðin sem stjórn- endur nota til þess að lýsa jafn- launavottuninni eru áfellisdómur yfir lagasetningunni sem þing- flokkur Viðreisnar stóð stoltur að. En rannsóknin fékk litla athygli í fjölmiðlum og ekki þótti ástæða til þess að spyrja þingmenn flokksins, sem er tíðrætt um jafnrétti og við- skiptafrelsi, hvað þeim þætti um þá skoðun stjórnenda að jafnlauna- vottunin væri gagnslaus fyrir jafn- rétti og íþyngjandi fyrir atvinnu- lífið. Raunar er þetta vandamál sem einkennir ákvarðanatöku í stjórnmálum. Kostnaðurinn sem hlýst af ákvörðunum dreifist á marga og er oft dulinn. Það er því lítill hvati fyrir þá sem greiða kostnaðinn til að hópa sig saman og mótmæla ákvörðuninni. Ábatinn dreifist hins vegar á fáa sem hafa mikinn hag af því að viðhalda óbreyttu ástandi. Í þessu tilfelli eru það vottunarstofurnar. Í lok nóvember höfðu 62 prósent þeirra fyrirtækja sem skylt er að innleiða jafnlaunastefnu lokið innleiðingunni. Öllum fyrir- tækjum sem hafa 25 starfsmenn að jafnaði eða fleiri er skylt að innleiða jafnlaunastaðal stjórnvalda fyrir lok árs 2022. Ljóst er að jafnréttis- iðnaðurinn á heilmikið inni þó að ávinningur samfélagsins af þessari vegferð sé í besta falli óljós. Vonlaus vottun Vægi ríkisskuldabréfa og ríkisvíxla í eigna-safni samtryggingardeilda lífeyrissjóða minnkaði um tæp þrjú prósentustig á árinu 2020. Þetta kemur fram í upplýsingum um heildar- eignir lífeyrissjóða sem Fjármálaeftirlitið hefur birt. Ríkisbréfin námu ríf lega 22 prósentum af eigna- safni samtryggingardeilda sjóðanna í lok mars á síðasta ári. Hlutfallið fór minnkandi yfir árið og var komið niður í 19,5 prósent í árslok. Vægi hlutabréfa- eignar jókst hins vegar úr tæpum 15 prósentum upp í 17,6 prósent. Lífeyrissparnaður landsmanna nam samtals rúmlega 6.000 milljörðum við árslok 2020 og skiptist niður á 5.119 milljarða króna í samtrygg- ingadeildum, 595 milljarða hjá séreignardeildum og 247 milljarða hjá öðrum innlendum vörsluaðilum séreignarsparnaðar. Lífeyriseignir landsmanna hækkuðu um 773 milljarða króna á árinu og nema nú rúmlega tvö- faldri landsframleiðslu. Hækkun erlendra eigna, sem eru nú 35 prósent af öllu eignasafni lífeyris- sjóðakerfisins, nam meira en helmingi af hækkun eignasafnsins. – þfh Vægi ríkisbréfa komið undir 20% 21. mars kl. 20.00 Eldborg Hörpu GESTASÖNGVARAR Ellen Kristjánsdóttir Jón Jónsson Sigríður Thorlacius Sigurður Guðmundsson STJÓRNANDI & KYNNIR Sigurður Flosason Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 Sterkari saman í sátt við umhverfið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.