Fréttablaðið - 10.03.2021, Page 25

Fréttablaðið - 10.03.2021, Page 25
Ég bjó í Boston í mörg ár. Þar er mun kaldara en á Íslandi. Diego A reces va r ráðinn f y r ir um hálfu ári sem fram-kvæmdastjóri sölu- og mark aðsmála hjá DT Equipment. DTE þróar tækni sem greinir f ljót- andi málmsýni og við það styttist greiningartími á efnainnihaldi framleiðslunnar verulega. „Það er spennandi að starfa fyrir ungt sprotafyrirtæki sem mun umbylta rekstri álvera,“ segir hann. Areces er frá Argentínu en f lutti til Bandaríkjanna árið 1998 og er með bandarískan ríkisborgararétt. Hann bjó í Boston þar til hann flutti til Kína árið 2011. Árið 2017 f lutti hann til Kóreu og bjó þar til ársins 2020 er hann flutti til San Fransisco. Hvernig er fyrir mann frá Arg- entínu að f lytja til Íslands. Er ekki alltof kalt hér? Ég bjó í Boston í mörg ár. Þar er mun kaldara en á Íslandi. Það verður líka kalt í Kóreu. Ég set kuld- ann ekki fyrir mig en hef nokkrar áhyggjur af myrkrinu. En ég er svo heppinn að ég get bætt upp fyrir það með ferðalögum. Hver er bakgrunnur þinn? Ég hef verið í leiðtogahlutverki í viðskiptalífinu undanfarin 25 ár á alþjóðavettvangi, aðallega í iðnað- ar- og orkugeiranum. Ég hef einkum unnið að uppbyggingu, stækkun og breytingastjórnun innan alþjóð- legra fyrirtækja – og oft að öllum þessum þáttum samhliða. Segja má að ég hafi tekið þátt í fjórðu iðn- byltingunni frá upphafi þar sem ég leiddi innleiðingu nettengds stýri- búnaðar fyrir Schneider Electric í upphafi aldarinnar. Hvers vegna ákvaðst þú að ganga til liðs við DTE? Það sem drífur mig áfram er að sjá skýran tilgang með vinnu minni og sérstaklega hef ég leitast við að tengja framfarir í tækni við aukna sjálf bærni, öryggi, skilvirkni og verðmætasköpun. Þessir þættir eru einmitt kjarninn í starfsemi DTE. Innan fyrirtækisins starfar framúrskarandi hópur fólks og ég lít svo á að fyrirtækið búi yfir mikl- um möguleikum til nýsköpunar og vaxtar. Ísland er þekkt alþjóð- lega sem brautryðjandi í sjálf bærri orkuframleiðslu og hér er mikið af hæfu fólki sem jafnframt hefur hlýtt viðmót og hefur tekið mér opnum örmum. Allir þessir þættir urðu til þess að ég ákvað að taka við starfi framkvæmdastjóra sölu- og mark- aðsmála hjá DTE. Hvað getur þú sagt okkur um stöðu Íslands þegar kemur að tækni- þróun? Fyrir fram vissi ég ekki alveg við hverju ég átti að búast á Íslandi en ég dáist að því háa menntunar- stigi, þeirri tæknilegu færni og þeim hæfileikum til nýsköpunar sem ég hef upplifað hérlendis. Á Íslandi er spennandi sprotaum- hverfi og einstakar aðstæður til að prófa og sannreyna nýjar tækni- lausnir í raunumhverfi í nánu og traustu samstarfi við viðskiptavini og birgja, með virkum stuðningi og þátttöku háskóla og opinberra rannsóknastofnana. Við hjá DTE erum ánægð með að vera hluti af íslenska nýsköpun- arumhverfinu og að geta lagt okkar lóð á vogarskálarnar í að breyta verkferlum í iðnaði, bæði hér á landi og erlendis. Ísland er mjög hentugur staður fyrir sprotafyrirtæki eins og DTE, sérstaklega þegar haft er í huga að Ísland er annað stærsta álframleiðsluland í Evrópu á eftir Noregi. Samvinna DTE við bæði Norðurál og Rio Tinto ISAL hefur verið ómetanleg fyrir vöxt og þróun fyrirtækisins. Starfsemi DTE hefur þar að auki margvísleg hliðaráhrif út í íslenskt atvinnulíf. Hver eru næstu skref fyrir DTE? Til skemmri tíma verður áhersla lögð á að halda áfram vinnu við að sannreyna tækni fyrirtækisins á verksmiðjugólfinu í samstarfi við viðskiptavini í álframleiðslu, álblöndun og álendurvinnslu, sam- hliða því að byggja upp net sam- starfsaðila um allan heim, auk þess að prófa tæknina fyrir aðra málma og byggja upp innviði fyrirtækisins til að takast á við aukna framleiðslu og sölu á árinu 2022. Við munum áfram vinna náið með öðrum fyrirtækjum hérlendis og treystum á að stjórnvöld og aðrir hagaðilar haldi áfram að styðja við sprota- og nýsköpunarumhverfið. Liður í þessu ferli er að ráða fleira starfsfólk, en við erum um þessar mundir að leita að drífandi og metnaðarfullu fólki í nokkrar nýjar stöður hjá okkur. Þetta eru spenn- andi tímar. Hver verða þín næstu skref? Ég er einnig í þann mund að flytj- ast búferlum til Íslands og hluti af tíma mínum næstu vikurnar mun af þeim sökum fara í að aðlagast betur íslensku samfélagi og læra meira um sögu þess og menningu, auk þess að njóta hinnar mögnuðu náttúru landsins og samskiptanna við fólkið sem hér býr. Argentínumaður flytur til Íslands „Ég hef verið í leiðtogahlutverki í viðskiptalífinu undanfarin 25 ár,“ segir Diego Areces. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Svipmynd Diego Areces Menntun: Meistaragráða í rafmagnsverkfræði frá Buenos Aires-háskóla og CSS í stjórnun frá Harvard. Störf: Framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá DT Equipment frá nóvember. Starfaði hjá Schneider Electric samsteypunni frá 2000 til 2020 meðal annars sem fram- kvæmdastjóri námu-, jarðefna- og málmsviðs, sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri stafrænna og IoT lausna og sem yfirmaður miðstöðv- ar fyrir sjálfvirkni í iðnaði. Starfaði í Peking, Boston og Seúl. Fjölskylda: Kvæntur og á tvo uppkomna syni sem vinna fyrir tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum, annar býr í Atlanta og hinn í Chicago. Það dylst fáum að mannkynið stendur frammi fyrir gríðar-miklum áskorunum á kom- andi áratugum. Hnattræn hlýnun, f jölgun mannkyns, hnignandi vistkerfi og þverrandi náttúruauð- lindir valda því að við þurfum að gera miklar breytingar á því hvern- ig við högum lífi okkar til fram- búðar. Tækniframfarir og hugarfar eru mikilvægar forsendur þeirra breytinga sem þurfa að eiga sér stað og það verða umfram allt fyrirtæki sem munu knýja þær breytingar. Því er ábyrgð fyrirtækja og stjórnenda þeirra mikil en tækifærin um leið ótæmandi. Stjórnendur þurfa að aðlaga sig hratt að auknum kröfum um gagnsæi og upplýsingagjöf. Það er ekki nóg að hugsa eingöngu um hag eigenda, heldur allra haghafa. Hag- hafarnir eru eigendur, starfsmenn, viðskiptamenn og það samfélag sem fyrirtækið er hluti af. Tilgangur og stefna fyrirtækja þarf að vera skil- greind út frá þörfum allra haghafa. Viðhorf til fyrirtækja og mat á frammistöðu þeirra mun í síaukn- um mæli mótast af því hvernig þeim tekst að sýna fram á að þau séu í reynd að stuðla að betra samfélagi og hafi hag allra haghafa að leiðar- ljósi. Þeim fyrirtækjum sem tekst það mun vegna betur en hinum við að laða til sín fjármagn, að ráða til sín og halda í bestu starfsmennina og að byggja sterkt samband við við- skiptavini sína, stjórnvöld og sam- félagið allt. Stjórnendur verða að setja sam- félagslega ábyrgð fyrirtækja sinna og þátttöku þeirra í hringrásar- hagkerfinu á oddinn. Þeir sem hafa ekki gert það nú þegar eiga á hættu að heltast úr lestinni. Þeir sem þegar hafa hafið vegferðina við að breyta fyrirtækjum sínum með áherslu á umhverfið, stjórnarhætti og sam- félagið þurfa að bæta í og gera enn betur. Ástæðan er einföld: Það má engan tíma missa. Til þess að ná að þróa nýja tækni, bæta umgengni okkar við náttúruna og breyta neysluvenjum jarðarbúa þann- ig að raunhæft sé að ná til dæmis markmiðum Parísarsamkomu- lagsins höfum við aðeins 10 ár til stefnu. Þessi 10 ár þurfa að vera ár framkvæmda, ekki undirbúnings. Það hefur orðið vitundarvakning á síðustu 2-3 árum hvað þessi mál varðar, en miklu betur má ef duga skal. Ábyrgð stjórnenda er mikil og reynir mest á þá sem leiðtoga við að innleiða þær breytingar sem þörf er á. Verkefnin sem mannkynið stend- ur frammi fyrir eru vissulega stór og krefjandi. En þeim fylgja líka gríðar- leg tækifæri. Þróa þarf nýja tækni, nýjar framleiðslu aðferðir, nýjar leið- ir til samskipta og svo mætti lengi telja. Þeir leiðtogar og stjórnendur fyrirtækja sem einblína á tækifærin sem þessi mikilvægu verkefni kalla á, munu verða lykilþátttakendur í að byggja upp sjálfbæra framtíð, betri framtíð fyrir alla haghafa. Fyrirtæki sem verða svo heppin að hafa þessa stjórnendur innanborðs horfa fram á bjarta tíma. Stjórnendur nýrra tíma   Sæmundur Sæ- mundsson stjórnarmaður hjá Festu miðstöð um samfélags- ábyrgð og sjálf- bærni Viðhorf til fyrir- tækja og mat á frammistöðu þeirra mun í síauknum mæli mótast af því hvernig þeim tekst að sýna fram á að þau séu í reynd að stuðla að betra samfélagi og hafi hag allra haghafa að leiðarljósi. 11M I Ð V I K U D A G U R 1 0 . M A R S 2 0 2 1 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.