Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 13
felur hljóðkerfisröskun yfirleitt í sér erfiðleika með fleiri málhljóð. Hug -
takið málhljóðaröskun er eins konar yfirheiti sem nær bæði yfir fram -
burðarfrávik og hljóðkerfisfrávik.
Stór hluti þeirra barna sem sækja talþjálfun er með einhvers konar frá-
vik í framburði. Campbell o.fl. (2003) komust að því að um 15,6% þriggja
ára enskumælandi barna væru með málhljóðaröskun. Í nýlegri rannsókn
Sigríðar Ástu Vigfúsdóttur (2018) mældist hlutfallsleg tíðni málhljóða -
röskunar 14,7% hjá fjögurra ára gömlum íslenskum börnum. Stór hluti
vandans virðist leysast á leikskólaaldri, ýmist af sjálfu sér eða í kjölfar
talþjálfunar, en niðurstöður Shriberg, Tomblin og McSweeny (1999) leiddu
í ljós að um 3,8% enskumælandi barna glími enn við málhljóðaröskun af
einhverju tagi við sex ára aldur. Algengasta aðferðin við að greina slíka
röskun er að leggja fyrir framburðarpróf. Komi í ljós frávik í framburði
barns má greina hvort þau séu eðlileg miðað við aldur barnsins. Tilgangur
með framburðarprófi er að meta hvort barn þurfi á talþjálfun að halda. Á
Íslandi hafa tvö framburðarpróf einkum verið notuð, Framburðarpróf SM
og HÞ, sem kom út árið 1981, og Málhljóðapróf ÞM sem nú hefur að
mestu tekið við.
Málhljóðapróf ÞM metur málhljóðamyndun barna á aldrinum 2;6–
7; 11 ára. Prófið er staðlað, sem felur í sér að form, innihald, matsreglur og
reglur um fyrirlögn prófsins eru fyrirfram ákveðnar. Stöðlun Málhljóða -
prófs ÞM fór fram á árunum 2011–2013 og í því samhengi var gögnum
safn að frá leikskólum og grunnskólum víðs vegar um landið. Málhljóða -
prófið tekur til 47 stakra samhljóða sem ýmist eru prófuð í framstöðu,
innstöðu eða bakstöðu. Það nær einnig til 46 samhljóðaklasa, sem sömu-
leiðis skiptast í framstöðu-, innstöðu- og bakstöðuklasa. Prófið metur líka
getu barns til að bera fram lengri fjölkvæð orð. Sérhljóð eru ekki athuguð
sérstaklega í prófinu en þó má finna öll sérhljóð íslenskunnar, bæði stutt
og löng (nema stutt ö /œ/ og au /œy/), í orðunum sem prófuð eru (Þóra
Másdóttir 2014). Niðurstöður úr prófinu eru notaðar til að áætla þátttöku
Sjúkratrygginga Íslands í niðurgreiðslu á talþjálfun og setur sú stofnun
ákveðinn lágmarksfjölda framburðarfrávika sem skilyrði fyrir greiðslu -
þátttöku. Framburðurinn er metinn út frá svokallaðri villutalningu en þá
er heildarfjöldi frávika í framburði stakra hljóða og samhljóðaklasa talinn
saman. Vonir standa til að hægt sé að gera prófið að markvissara klínísku
mælitæki með því að beita fleiri greiningaraðferðum á niðurstöður prófs-
ins. Sú aðferð sem hefur náð hvað víðtækastri útbreiðslu meðal talmeina-
fræðinga um allan heim við að meta framburð og hljóðkerfi barna er hljóð -
ferlagreining sem nú verður vikið að.
Hljóðferli í tali tveggja til átta ára barna 13