Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 15
einblínt er á eitt lokhljóð (t.d. /pʰ/) í þjálfun og barnið nær tökum á því
má álykta að það yfirfæri þá færni á önnur fráblásin lokhljóð.
Með hljóðferlagreiningu er tal barna skoðað út frá ferlum sem fela í
sér kerfisbundnar breytingar á framburði eða einföldun framburðar og
haft geta áhrif á myndunarstað, myndunarhátt og atkvæðagerð (Þóra Más -
dóttir 2014). Ferlin má hugsa sér sem reglubundnar samsvaranir á milli
framburðar barna og fullorðinna. Markmiðið er að ná sem mestum alhæf-
ingum í lýsingu hljóðmynda í tali barnsins (Sigurð ur Kon ráðsson 1983).
Algengir flokkar hljóðferla eru (a) breytingar á at kvæða gerð (e. syllable
structure processes), sem fela t.d. í sér brottfall hljóðs eða atkvæðis, (b) sam-
lögun (e. assimilatory processes), þar sem eitt hljóð verður fyrir áhrifum
annars, gjarnan þvert á atkvæði, og (c) skiptihljóðun (e. substitution proces-
ses), en undir þann flokk falla öll skipti á hljóðum önnur en þau sem verða
vegna samlögunar. Ekki er til tæmandi listi yfir öll möguleg hljóðferli,
hvorki í íslensku né öðrum tungumálum, og misjafnt er hvernig fræði -
menn hafa skilgreint þau í verkum sínum. Þóra Másdóttir (2008) skil-
greindi algengustu hljóðferli í tali íslenskra barna í doktorsrannsókn
sinni. Í þeirri rannsókn sem hér er fjallað um var unnið að frekari skil-
greiningu þeirra og má sjá lista yfir hljóðferlin í viðauka. Hljóðferlin sem
koma fram í tali barna eru yfirleitt reglubundin og því er nokkuð auðvelt
að meta hvort þau séu virk í tali barns eða ekki (Þóra Másdóttir 2014).
Meðal algengustu hljóðferla í tali barna á þriðja ári samkvæmt niður -
stöðum Þóru Másdóttur (2008) eru brottfall hljóðs úr samhljóða-
klasa (t.d. skip /scɪːp/ → [cɪːp]), tannhljóðun (t.d. róla /rouːla/ →
[ðouːla]), h-hljóðun (stök hljóð) (t.d. fíll /fit/ → [hit]), h-hljóðun
(samhljóðaklasi) (t.d. stelpa /stɛpa/ → [stɛhpa]), framstæð tunga
(smámæli) (t.d. sól /souː/ → [θouː]), samlögun (t.d. dúkka /tuhka/ →
[kuhka]) og brottfall samhljóðs úr bakstöðu (beygingarending)
(t.d. maður /maːðʏɹ/̥ → [maːðʏ]). Í rannsókninni setti Þóra fram viðmið
til að ákvarða hvort hljóðferli væri virkt í tali barns og var sú virkni
ákvörðuð eftir stærð málsýnis, þ.e. fjölda orða. Þannig þurfti t.d. hvert
hljóðferli að koma fyrir tvisvar sinnum til að teljast vera virkt í 51–100
orða málsýni og þrisvar sinnum í 101–150 orða málsýni. Ekki hafa allir
metið virkni hljóðferla á sama hátt. Hodson og Paden (1981) töldu eitt til-
vik benda til virks og stöðugs hljóðferlis en Dodd og félagar (2003) töldu
hljóðferli vera virkt þegar það kom fyrir a.m.k. fimm sinnum, óháð stærð
málsýnis.
Hér er rétt að staldra við og útskýra notkun skástrika, hornklofa og
örva í hljóðferlagreiningu, en eins og sést á dæmunum hér að ofan er hún
Hljóðferli í tali tveggja til átta ára barna 15