Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 24
geta verið margvíslegar. Fyrst ber að nefna að þótt úrtakið sé í heildina
nokk uð stórt þá er hver aldurshópur fremur fámennur; hver einstaklingur
innan aldurshóps hefur því talsvert mikið vægi og umræddur tölulegur
munur á milli aldurshópa er ekki marktækur (eins og fram kemur hér að
neðan). Í öðru lagi eru nokkrir einstaklingar í 5;0–5;5 ára hópnum með
óvenju slakan framburð miðað við aldur. Auk þess breytast hljóðferli í tali
barna eftir því sem þau þroskast eins og fram hefur komið, sum hverfa en
önnur skjóta upp kollinum (sjá nánari umfjöllun í köflum 4.3 og 5).
Kannað var hvort marktækur munur mældist á meðaltali hljóðferla -
notkunar eftir aldurshópum. Núlltilgátan fól í sér að enginn munur væri
á milli hópanna og var miðað við p < 0,05 (95% marktektarmörk). Gerð
var einhliða dreifigreining (e. one–way ANOVA), en forsenda slíkrar
greiningar er einsleitni í dreifingu gagna. Levene-prófið, sem notað er til
að kanna hvort dreifingin sé einsleit, reyndist marktækt og sýndi þannig
fram á misleita dreifingu (ólík staðalfrávik milli hópa), F(8, 424) = 19,571,
p < 0,001. Þar sem forsenda um einsleitni brást var notað Welch-próf til
að leiðrétta forsendubrestinn. Prófið reyndist marktækt, F(8, 169,243) =
45,887, p < 0,001, og staðfesti þannig að munur er á milli meðaltala hóp-
anna. Það var því grundvöllur til þess að gera eftirásamanburð (e. post hoc
test) til að kanna hvers eðlis sá munur væri. Games-Howell-prófið var
notað enda hentar það vel þegar unnið er með misstóra hópa, hefur góða
stjórn á villum en gefur jafnframt góðan tölfræðilegan styrk (Toothaker
1991). Niðurstöður þess prófs sýndu að marktækur munur mældist á
milli tiltekins aldurshóps og þarnæsta hóps (og fjarlægari hópa) fyrir ofan
og/eða neðan. Undantekning frá þessu var á milli aldurshópanna 4;0–4;5
og 5;0–5;5 og á milli 5;6–5;11 og 7;0–7;11 þar sem ekki mældist mark-
tækur munur og því er ekki hægt að fullyrða um mun á milli hópanna. Að
auki mældist marktækur munur á milli samliggjandi aldurshópa í tveimur
tilvikum, þ.e. á milli aldurshópanna 3;0–3;5 og 3;6–3;11 og á milli 5;0–
5;5 og 5;6–5;11.
4.1.4 Rannsóknarspurning 2: Er röð algengustu virku hljóðferlanna mis-
munandi eftir aldri?
Kannað var hvort breyting yrði á hlutfallslegri tíðni virkra hljóðferla í tali
barna eftir aldri. Í töflu 4 getur að líta fimm algengustu virku hljóðferlin
hjá hverjum aldurshópi. Sjá má dæmi um hljóðferlin í viðauka.
Ferli sem ná ekki þeim viðmiðum að vera í notkun hjá a.m.k. 10%
barn anna (sjá kafla 3.2) eru skáletruð í töflunni. Sjá má að slíkum ferlum
Anna Lísa Benediktsdóttir o.fl.24