Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 47
til þess að tungubroddurinn titri þegar loftið leitar út. Tungubroddurinn
sveiflast án þess að vöðvaafli sé beitt vegna hins svokallaða Bernoulli-
lögmáls. Í því felst að þegar loftþrýsingur er orðinn nógu mikill við tungu -
brodd og tannberg sleppur loft í gegn en við það minnkar þrýstingurinn
aftan við tungubrodd með þeim afleiðingum að hann fellur aftur að tann-
berginu. Þannig lokar tungan fyrir loftstrauminn örstutta stund en færist
svo frá og hleypir loftgusu út. Við þetta myndast loftþrýstingssveiflur
sem við skynjum sem /r/ (Kristján Árnason 2005:160).
Íslensku sveifluhljóðin í venjulegu tali eru tvö, raddað tannbergsmælt
sveifluhljóð, [r], t.d. í reiður, orga, og samsvarandi óraddað [], t.d. í hreið ur,
orka. Dreifing raddaða sveifluhljóðsins [r] er mikil og kemur það fyrir í
fjölbreyttu umhverfi í fram-, inn- og bakstöðu í íslensku. Hljóðið kemur
fyrir bæði stutt og langt, t.d. mara [maːra] – marra [marːa]. Óradd aða
hljóðið [] er sjaldgæfara en kemur fyrir í framstöðu orða sem táknuð eru
með hr- í stafsetningu, t.d. hress [ɛsː], og í innstöðu á undan lokhljóðum
(t.d. þurrka [θʏka]) og [s] (t.d. þversum [θvɛsʏm]). [r] og [] eru merkingar -
greinandi í framstöðu, sbr. reiður [reiːður] – hreiður [eiːður], og í inn -
stöðu, sbr. orga [ɔrka] – orka [ɔka].
Þótt íslenskt /r/ sé venjulega myndað við tannberg, [r] og [], kemur
fyrir að það sé myndað við úf, [ʀ]. Þá titrar tungubakið við úfinn. Slíkur
framburður er stundum litinn hornauga eða talinn talgalli sé hann notað -
ur í íslensku (Eiríkur Rögnvaldsson 1989:38). Þetta hljóð er þó algengt í
tungumálum heimsins og er t.d. notað í frönsku og þýsku.
Við ákveðnar aðstæður geta komið fram ýmis afbrigði af [r] þar sem
ekki er um eiginlegar sveiflur tungunnar að ræða heldur frekar eins konar
slátt eða nálgun við tannbergið. Talið er að íslenskt [r] hafi þrjár til fjórar
sveiflur en við ákveðnar aðstæður geti sveiflan orðið aðeins ein. Slíkt hljóð
má kalla sláttarhljóð eða einsveifluhljóð (e. flap, tap) og er táknað [ɾ] (Eiríkur
Rögnvaldsson 1989:38; Kristján Árnason 2005:160). Einnig er algengt að
einungis veikt önghljóð eða nándarhljóð, [ɹ], sé myndað í stað sveiflu-
hljóðsins. Tungubroddurinn nálgast þá tannbergið án þess að sveifla komi
fyrir. Þetta afbrigði er t.d. ríkjandi í færeysku (Kristján Árnason 2011:
115). Í orðum sem eru borin fram ein og sér eða standa aftast í setningu
missir raddað sveifluhljóð í bakstöðu röddun sína að nokkru eða öllu leyti.
Við slík skilyrði er /r/ í orðum eins og bor borið fram [r]̮ ([pɔːr]̮) eða []
([pɔː]) (Eiríkur Rögnvaldsson 1989:36–41), eða verður jafnvel óradd að
nándarhljóð [ɹ]̥ ([pɔːɹ]̥) þegar orðið stendur stakt. Úfmælt [ʀ] getur einnig
haft ýmis afbrigði, þ.e. verið einsveifluhljóð, [ʀ̆], eða nándarhljóð, [ʁ] (eða
[ʁ]̞), órödduð jafnt sem rödduð (sjá Kristján Árnason 2005:27, 160).
Þróun /r/ í máltöku Fíu 47