Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 48
Sigurður Konráðsson (1981:2) kallar /r/ „hálfgert vandræðahljóð“. Hljóð -
myndun þess er flókin og það þarf tíma og æfingu að læra að bera það rétt
fram. Ýmis afbrigði /r/ koma fram í máltöku barna, t.d. þau sem hér hafa
verið nefnd. Hljóðþróunin getur verið einstaklingsbundin en einnig koma
fyrir mismunandi afbrigði hjá einum og sama hljóðhafa. Þetta er ekkert
einsdæmi í íslensku því flest tungumál heims hafa mörg afbrigði af /r/
þótt venjulega sé eitt þeirra ríkjandi.
4. Um /r/ í fyrri rannsóknum á íslensku barnamáli
Rannsóknir á máltöku íslenskra barna eiga það sameiginlegt að greina frá
því að stígandi sé í málhljóðatileinkun, að sveifluhljóð séu sá flokkur sem
börn eru einna lengst að tileinka sér, að börn virðist fyrr ná valdi á stökum
samhljóðum en samhljóðaklösum og að skiptihljóðun3 og brottfall séu al -
gengustu frávikin í máli barna (Indriði Gíslason o.fl. 1986; Þóra Más -
dóttir 2008, 2018, 2019; Anna Lísa Benediktsdóttir 2018).
Samkvæmt Þóru Másdóttur (2019) teljast stök samhljóð fulllærð hjá
flestum börnum fyrir fjögurra ára aldur en samhljóðaklasar ekki fyrr en á
sjöunda ári. Börn tileinka sér fyrst hljóðin [m, n, p, t, l, h] en þau hljóð
sem birtast einna síðast í máli barna eru [r, s, θ, ɣ, ]. Ef hljóðflokkar eru
skoðaðir má sjá að börn ná fyrst tökum á nefhljóðum (ef frá er talið [] í
framstöðu orða) en lokhljóð4 og raddað hliðarhljóð fylgja fast á eftir. Börn
eru lengur að tileinka sér önghljóð og sveifluhljóð (Þóra Másdóttir 2019:
12). Þetta er í samræmi við kenningar Jakobsons (1968) og niðurstöður
Þóru Másdóttur (2008). Einnig eru börn fljótari að ná færni í að mynda
samhljóð í inn- og bakstöðu en hljóð í framstöðu og stærsti framfarakipp-
urinn verður á fjórða aldursári.5
Þóra Másdóttir og Stokes (2016) hafa sett fram tillögu að íslensku
þáttagreiningarkerfi í fjórum þrepum, byggðu á Dinnsen o.fl. (1990) og
Stokes o.fl. (2005). Þær skoðuðu einnig hvort tíðni málhljóða í tungumál-
inu hefði áhrif á málhljóðatileinkun og röðuðu samhljóðunum frá hinu
algengasta til þess sjaldgæfasta. Hljóðin [n, s, t, p, r] eru þau algengustu
Kristín Þóra Pétursdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir48
3 Með skiptihljóðun er átt við að einu hljóði sé skipt út fyrir annað. Það hljóð sem notað
er sem „staðgengill“ annars hljóðs kallast skiptihljóð.
4 Fráblásin lokhljóð lærast seinna en ófráblásin (Þóra Másdóttir 2019:4).
5 Þóra Másdóttir (2019) gerir ekki greinarmun á stöðu hljóðs í orðum heldur styðst
við heildarmeðaltal. Hún fjallar ekki um framburðarfrávik sem slík en Anna Lísa Bene -
diktsdóttir (2018) hefur greint hljóðferli með sömu gögnum.