Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 58
stafsetningu) virðist einnig hafa þau áhrif að /r/ sem stendur á undan
samlagast því, t.d. í körfunni [kœvːʏnɪ], lirfa [lɪvːa], horfa [hɔvːa].
Í bakstöðu er langalgengast að Fía felli /r/ og /ð/ brott, hvort sem
hljóðin eru hluti beygingarendingar, -ur, -ar, -ir/-uð, -að, -ið, eða stofn -
orðs, t.d. hár, skeið. /r/ afraddast oft í bakstöðu, en það gerir /ð/ líka. Til
einföldunar verða afrödduðu hljóðin táknuð [] og [θ] þótt önnur afbrigði
komi e.t.v. einnig fyrir (sbr. umfjöllun í 3. kafla). Þær almennu reglur sem
gilda um /r/ og /ð/ í bakstöðu hjá Fíu eru því þær sem sýndar eru í (5):
(5) a. [] → Ø / __ #
b. [θ] → Ø / __ #
Næstalgengasta reglan hjá Fíu er skiptihljóðun en hún notar gjarnan
óraddað [ç] í stað [] og [θ] í bakstöðu. Þetta er í samræmi við reglur Fíu
á þessu stigi og við íslenskar hljóðkerfisreglur, sem gera ráð fyrir afrödd-
un. Dæmi um þessa skiptihljóðun hjá Fíu má sjá í töflu 6.
Orð Hljóðritun Aldur Fíu
köttur [kʰœhtʏç] 2;11:04
fjórir (x2) [fjouːjɪç] 3;00:05
3;00:24
dottið [tɔhtɪç] 3;00:24
niður [nɪːjʏç] 3;01:08
skeið [skeiːç] 3;03:28
röð [jœːç] 3;04:10
gólfið [koulvɪç] 3;04:10
hár [hauːç] 3;04:17
stór [stouːç] 3;05:05
boðið [pɔːɪç] 3;05:11
okkur [ɔhkʏç] 3;05:23
vondir [vɔntɪç] 3;05:23
Tafla 6: [ç] sem skiptihljóð fyrir (afraddað) [] og [θ] í bakstöðu.
Kristín Þóra Pétursdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir58
t, k/ má líta þannig á að fyrst verki regla um afturvirka samlögun en svo reglan um aðblást-
ur í klösunum /pp, tt, kk/ (sbr. Sigríði Sigurjónsdóttur 2002:9). Þóra Másdóttir (2008:89–
90) talar hins vegar um að í svona klösum (þar sem önghljóð (f/þ), nefhljóð, s, l eða r fer á
undan p, t, k) kjósi börn frekar að nota /h/ en að fella fyrri hluta samhljóðaklasans brott (e.
h-isation). Hún telur því [h] vera skiptihljóð sem tengist ekki aðblástursreglunni í íslensku
(sjá einnig 4. kafla). Þetta eru ólík sjónarmið sem taka má til greina.