Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 69
[+samfellt] og [–hliðmælt]. Eini munurinn á /l/ og /r/ er því í raun sá að
þegar /l/ er myndað fer loftið út um hliðarnar, því lokað er fyrir loft-
straum um miðlínu munnsins. Það er ekki gert þegar /r/ er myndað. Í
japönsku er ekki gerður hljóðkerfislegur munur á /r/ og /l/. Japanskt /r/
er að vísu oftast einsveifluhljóð, [ɾ], en getur stundum verið hliðmælt,
eitthvað í líkingu við [l] (eða [ɺ], sem táknar hliðmælt einsveifluhljóð). Í
íslenskri máltöku virðist /l/ oftar koma fyrir sem skiptihljóð fyrir /r/ en
/j/ (sbr. 4. kafla), þótt það sé ekki beinlínis algengt sem slíkt.31 Í máltöku
enskumælandi barna er /l/ hins vegar mjög algengt sem skiptihljóð fyrir
/r/ (sbr. Ingram 1976:41–42), enda er /l/ í ensku oftast greint sem
[+sam fellt] en ekki [–samfellt] líkt og í íslensku.
Í (9b) segir að þeim mun fyrr sem barn læri ákveðið hljóðan (fónem),
þeim mun oftar sé það haft sem skiptihljóð. Ingram (1986:226) bendir á
að hljóðkerfi barns á hverju stigi hafi mikil áhrif á það hvaða skiptihljóð
eru notuð. Það séu ekki bara algild lögmál og tilhneigingar sem ráða.
Samkvæmt Þóru Másdóttur (2008:74) lærast bæði /l/ og /j/ tiltölulega
snemma en bæði hljóðin töldust lærð hjá 2;04:00 ára börnunum í rann-
sókn hennar. Ekki er hægt að sjá hvort hljóðið Fía lærir á undan en hún
lærir þau bæði snemma. Ef til vill er hægt að skýra notkun hennar á /j/
með því að líta á það sem einhvers konar hlutlaust hljóð, sem hafi hlut-
lausari stöðu talfæra en t.d. /l/, og þar af leiðandi verði það fyrir valinu.32
6.2 Samband /r/ og /ð/ hjá Fíu
Annað áhugavert atriði í máli Fíu er að hún skuli nota skiptihljóðið /j/
fyrir bæði /r/ og /ð/ á meðan hún hefur ekki náð valdi á þeim hljóðum.
Um leið og hún nær öðru hljóðinu, /r/, sem málhljóði alhæfir hún það og
notar fyrir hitt, /ð/. Fía virðist meðhöndla /r/ og /ð/ á sama hátt og
stundum virðist sem hún túlki þau sem sama hljóðið. Hún hefur þá ef til
vill ekki enn lært þann aðgreinandi þátt sem skilur þessi hljóð að, sem er
[+/–hljómandi], og lítur því á þau sem eitt og sama hljóðanið í baklægri
gerð (sbr. túlkun Dreshers 2004).
Samkvæmt þessu væri einnig mögulegt að í einhverjum orðum hafi
Fía tileinkað sér orðasafnsgerð sem er eins fyrir „/ð/-orðin“ og fyrir „/r/-
Þróun /r/ í máltöku Fíu 69
31 Samkvæmt Önnu Lísu Benediktsdóttur (2018:36) virðist framgómun þó almennt
vera örlítið algengara hljóðferli hjá börnum undir fimm ára aldri en hliðarhljóðun, fyrir
utan að um þriggja ára aldur er hliðarhljóðun ögn algengari.
32 Fía setur /l/ einstaka sinnum í stað /r/, sbr. neðanmálsgreinar 19 og 22, þótt /j/ sé
ríkjandi skiptihljóð hjá henni.