Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Síða 73
fyrst réttan myndunarstað og út frá því getur hið tannbergsmælta [r] (og
[]) sem einkennir mál fullorðinna Íslendinga þróast. Fyrstu /r/-hljóðin
koma fram í umhverfi þar sem brottfall var ríkjandi ferli, þ.e. nándar-
hljóðið kemur fyrst fram í bakstöðu og [ʀ] kemur fyrst fram í fram stöðu -
klösum á eftir lokhljóði. Það má því ímynda sér að auðveldara sé að mynda
nýtt hljóð í umhverfi þar sem ekkert annað hljóð hefur staðið áður.
Rétt myndað /r/ hjá Fíu kemur fyrst fram í orðum sem hún hefur
nýlega lært en um leið notar hún áfram eldri hljóðkerfisreglur í orðum
sem hún hefur kunnað lengi. Þannig skarast hjá henni stig máltökunnar.
Þegar Fía hefur lært [r] alhæfir hún það mikið en börn eiga það til að
alhæfa hljóð sem þau hafa nýlega tileinkað sér. Það að Fía skuli nota sama
skiptihljóðið (/j/) fyrir /r/ og /ð/, en einnig það að hún skuli nota /r/
fyrir /ð/ eftir að /r/ er lært, rennir stoðum undir þá tilgátu að /ð/ og /r/
í íslensku séu hljóðfræðilega mjög skyld hljóð. Þótt ýmsum spurningum
sé enn ósvarað gefa gögnin um Fíu því ýmsar vísbendingar, m.a. um inn-
byrðis tengsl hljóða, baklægar gerðir og stigskipta þróun í hljóðatileinkun
barna.
heimildir
Anna Lísa Benediktsdóttir. 2018. Hljóðferli í tali tveggja til átta ára barna: Þróun aldurs-
bundinna viðmiða fyrir Málhljóðapróf ÞM. Óprentuð meistararitgerð, Háskóla
Íslands, Reykjavík. ⟨http://hdl.handle.net/1946/31259⟩.
Bernhardt, Barbara, og Joe Stemberger. 1998. Handbook of phonological development: From
the perspective of constraint-based non-linear phonology. Academic Press, San Diego.
Chomsky, Noam, og Morris Halle. 1968. The sound pattern of English. Harper and Row,
New York.
Crocker, John R. 1969. A phonological model of childrenʼs articulation competence.
Journal of Speech and Hearing Disorders 34(3):203–213.
Demuth, Katherine. 2011. The Acquisition of Phonology. John Goldsmith, Jason Riggle
og Alan C. L. Yu (ritstj.): The Handbook of Phonological Theory, bls. 571–595. 2. útg.
Blackwell, Oxford.
Dinnsen, Daniel A., Steven B. Chin, Mary Elbert og Thomas W. Powell. 1990. Some
constraints of functionally disordered phonologies: Phonetic inventories and phono-
tactics. Journal of Speech and Hearing Research 33(1):28–37.
Dresher, B. Elan. 2004. On the acquisition of phonological contrasts. Jacqueline van
Kampen og Sergio Baauw (ritstj.): Proceedings of GALA 2003, 1. bindi, bls. 27–46.
LOT, Utrecht.
Eiríkur Rögnvaldsson. 1989. Íslensk hljóðfræði. Kennslukver handa nemendum á háskólastigi.
Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík. [Uppfærð útgáfa: Eiríkur Rögn -
valdsson. 2013. Hljóðkerfi og orðhlutakerfi í íslensku. [Rafræn útgáfa.] Reykjavík.
⟨https://notendur.hi.is/eirikur/hoi.pdf⟩.]
Þróun /r/ í máltöku Fíu 73