Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 99
2.3 Rannsókn Jóns Helgasonar á Skarðsbók Jónsbókar
Skarðsbók Jónsbókar (AM 350 fol.) er eitt fárra miðaldahandrita ís lenskra
þar sem þess er getið hvenær ritað var — í þessu tilfelli árið 1363. Jón
Helgason lýsti réttrituninni í Skarðsbók í allmiklum smáatriðum. Í grein-
ingu hans segir að rr í bakstöðu á eftir stuttu sérhljóði styttist ekki, þannig
að greinarmunur er jafnvel gerður í áherslulausum atkvæðum, til dæmis
milli orðmyndanna ⟨nockurr⟩ (nf. kk. et.) og ⟨nỏckur⟩ (nf. hk. ft.) (Jón
Helgason 1926:68).
Á eftir löngu sérhljóði bendir Jón hins vegar á nýjungar í rithætti:
Efter lang vokal synes forkortelse av rr å ha vært gjennemført. Dette viser
sig deri, at skriveren innsetter rr på uriktige steder. Han har sagt f. eks. vár
(pron.), staur, þorgeir, men skriver uaR (18 b), stauR (118 b), þorgeiR (155 b),
og i likhet dermed også seoṙ 164 a, uerdr siorrinn sva mikill ok háR 297 a
(: sior 80 b), snioṙ 214 a, bæR (subst.) 139 a, nyR (adj.) 244 a. De fleste
eksempler finnes blandt presensformer: fæṙ (fá) 26 a, 152 a, 272 a, fæR 146
b, 209 a, 267 b (: fær 19 b, 48 b o. s. v.), byṙ (búa) 222 a, 224 b, byR 224 b,
251 a (: byr 68 a, 222 a), deyṙ (deyja) 215 b, deyR 271 b (: deyr 277 a), flyR
(flýja) 218 a (: flyr 218 a), ræR (róa) 193 a (: rær 128 a), séR (sjá) 11 a, séṙ 247
b, næR (ná) 265 a, 268 b (: nær 265 b). (Jón Helgason 1926:68)
Jón túlkar stafsetningu eins og ⟨snioṙ⟩ sem sagt þannig að rr hafi styst í
lok orða á eftir löngu sérhljóði. Öfug stöfun komi síðan upp um hljóð -
breytinguna hjá ritaranum þegar hann notar tákn fyrir langt rr, eins og ⟨R⟩
eða ⟨ṙ⟩, á óviðeigandi stöðum. Í næsta kafla set ég fram aðra skýringu á
þessum rithætti en ég tel hann endurspegla raunverulegar nýjar myndir
með löngu rr.
3. Beygingarfræðilega skilyrt lenging á r
Hvers vegna komu myndir eins og nýrr og sjórr (sums staðar) í staðinn
fyrir hinar eldri myndir nýr og sjór? Ég tel að þetta sé ekki hljóðfræðileg
breyting heldur áhrifsbreyting. Þetta má nú ræða nánar og fyrst um lýs -
ingarorðin.
Einfalt r í myndum eins og nýr sem tjá nefnifall eintölu karlkyns
stang ast nokkuð á við karlkynsmyndir eins og berr eða stórr sem greinast
með löngu rr frá kvenkynsmyndunum ber og stór. Langt rr merkir karl-
kynið og kann það enn fremur að hafa stuðst við karlkynsmyndir eins og
ljóss, sæll og beinn. Áhrifsbreytingin úr nýr í nýrr felst þá í því að nýrr tekur
Stytting langra samhljóða í bakstöðu 99