Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 101
í sagnmyndir eins og tekr og sýgr. Hins vegar var r áfram merki annarrar
og þriðju persónu í veikum sagnmyndum eins og kalla-r og vaki-r og það
gæti hafa stutt myndir eins og dey-r gegn nýjunginni deyrr.
(4) deyr → deyrr ferr, ríss, vill, skínn
Þegar ofantalin beygingarfræðileg mynstur eru höfð í huga virðist skiljan-
legt hvernig nýju myndirnar nýrr, sjórr og deyrr urðu til og jafnframt að
deyrr hefði takmarkaðri útbreiðslu en hinar nýjungarnar. Mikilvægt er að
þessar breytingar eru ekki til marks um almennan samruna r og rr á
hljóðkerfislegum grundvelli.
4. Ritháttur heimilda
Til að tímasetja þær breytingar sem hér er rætt um hef ég kannað rithátt
handrita og fornbréfa og lagt mesta áherslu á þær heimildir sem hafa rit-
unarár sem okkur er kunnugt um.
4.1 Skarðsbók
Í kafla 2.3 birti ég dæmasafn Jóns Helgasonar úr Skarðsbók, sem rituð er
1363. Þau dæmi falla öll í nokkra beygingarfræðilega flokka og það er vís-
bending um að hér séu á ferðinni áhrifsbreytingar fremur en hljóðbreyt-
ing, eins og rætt er í kafla 3. Í safninu er til að mynda ekkert dæmi um
unga stafsetningu í fornafnamyndunum vár eða várr þar sem bæði mynd-
ir með r og rr eru til að fornu. Til að kanna þetta nánar hef ég athugað
hvernig vár(r) er stafsett á blöðum 74v–77r sem innihalda bréf frá kon-
ungum, gjarnan í fyrstu persónu fleirtölu. Ég hef fundið 11 tilfelli og eru
þau stafsett eins og hér er sýnt:
(5) Skyllda uár (74v), fadir uaR (75r), fadir uaR (76r), fadir uaṙ (76r), til
uár (76r), bref uar (76r), bref uar (76r), uar bref (76r), uár skyllda
(76v), þessi uaṙ […] bodskapr (77r), canceler uaṙ (77r) (AM 350 fol.)
Í öllum tilfellum hefur skrifarinn greint milli mynda með r og mynda með
rr eins og í klassískri forníslensku — várr er nefnifall eintölu karlkyns
eignarfornafnsins en vár er nefnifall eintölu kvenkyns og jafnframt nefni-
fall hvorugkyns fleirtölu þess sama fornafns. Loks er vár eignarfall per-
sónufornafnsins vér.
Þegar almenn hljóðbreyting á sér stað og skrifari reynir að viðhalda
eldri rithætti má spyrja hvers konar myndir séu erfiðastar viðfangs. Gjarn -
Stytting langra samhljóða í bakstöðu 101