Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 104
þetta er nafnið Þórr. Ég hef fundið 40 dæmi í handritinu þar sem nafn
Þórs kemur fyrir í þolfalli eða þágufalli og í öllum tilfellum er það ritað
með einu r. Nefnifallið kemur 17 sinnum fyrir. Það er 15 sinnum ritað
með tvöföldu samhljóði, einu sinni með einföldu r (I.320) og einu sinni
með tvíræðri skammstöfun (I.567).
Til að sýna dæmi um stafsetningu Flateyjarbókar hef ég hér tekið upp
fimm línur af bl. 39v í stafréttri uppskrift ásamt mynd af línunum í hand-
ritinu:
(7) unu hann uilea efla þig sua at þu megir myklu orka en þu kallar þor
audgætligan ok uan megin en ek uænti at þer mun at ỏdru verda nu man
ek lata gera bal mikit en þit þorr gangit at sinu megin huorr ok takizst þit
j hendr. ok mun sa ykkar sigr hafua er annan dregr vm elldin ætla ek
at þorr verde þer handsterkr. konungr mællti. huerr madr heyrde
sligt einge madr dirfdi (Flateyjarbók I.297; GKS 1005 fol. 39v)
Mynd 1: Sex línur af bl. 39v í GKS 1005 fol.
Loks má nefna fáein frávik sem komu í leitirnar: ⟨fyr⟩ (I.31), ⟨skialld-
mærr⟩ (I.45), ⟨uorr⟩ fyrir nafnorðið vor (I.48) og ⟨spyr⟩ fyrir spyrr (I.63). Í
löngum texta má alltaf búast við svolitlum skammti af pennaglöpum og
þessi dæmi eru ekki fleiri en svo að þau megi skýra þannig. Til saman-
burðar má geta um nokkur pennaglöp sem lítil líkindi eru til að endur-
spegli framburð: ⟨Raghilldr⟩ (I.42), ⟨Eitt hvert sin⟩ (I.44), ⟨ol⟩ (fyrir öll,
I.46), ⟨biugu⟩ (fyrir bjuggu, I.49), ⟨sæt⟩ (fyrir sætt, I.58), ⟨vnda⟩ (fyrir
undan, I.61), ⟨yd⟩ (fyrir yðr, I.62).
Alfræðihandritið AM 194 8vo var ritað árið 1387, eins og Flat eyjar -
bók. Texti handritsins er fremur stuttur og hefur fá dæmi um það sem hér
er til umræðu. Samt sem áður veitir það nokkrar upplýsingar. Kristian
Kålund skrifaði eftirfarandi um stafsetningu handritsins:
Enkelt r for rr foreligger i annar 1725 (endvidere er med enkelt r opløst føl-
gende former af samme ord, hvor bogstavet står interlineart: annar, annar,
Haukur Þorgeirsson104